


![]()



Evrópskt samstarfsverkefni styrkir starfsráðgjöf fyrir ungt fólk á Íslandi
Um þriðjungur ungmenna telur sig hafa næga þekkingu til að taka ákvarðanir um framtíðarstarf. Um helmingur er óöruggur og fimmtungur telur sig skorta nauðsynlegar upplýsingar. Þetta kemur fram í rannsókn sem er evrópskt samstarfsverkefni en Háaleitisskóli í Reykjanesbæ er fulltrúi Íslands þar en samstarfsaðilar hans í verkefninu eru Myllubakkaskóli og 88 Húsið í Reykjanesbæ.
Til að bregðast við þessu hófst árið 2024 evrópskt samstarfsverkefni „Open Yourself for Career Skills“, sem hefur það markmið að efla óformlega starfsráðgjöf og gera hana aðgengilegri með því að nýta stafræna tækni og nýstárlegar aðferðir í ungmennastarfi.



Í kjölfar rannsóknarinnar stendur verkefnið nú fyrir þróun snjallsímaforrits, sem gerir ungmennum kleift að fá persónulegar upplýsingar, ráðgjöf og beina samskipti við ráðgjafa á einfaldan hátt. SJÁ NÁNAR Á SÍÐU 20

Krefjast sambærilegra framlaga:

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum skorar á ríkið að tryggja Suðurnesjum sambærileg fjárframlög og öðrum landshlutum til að mæta hraðri fólksfjölgun og sértækum áskorunum.
Í ágúst 2025 bjuggu 29.490 íbúar á Suðurnesjum; fjölgun hefur verið 100% frá 1998 og 42,3% á síðustu 15 árum, samanborið við 24,9% landsmeðaltal. Um 27% íbúa hafa erlendan bakgrunn.
Framlög til atvinnu- og byggðaþróunar voru 821 kr. á hvern íbúa á Suðurnesjum á síðasta ári, gegn 1.880 kr. á Vesturlandi og 5.777

kr. á Vestfjörðum. Í Sóknaráætlun voru 3.017 kr. á hvern íbúa á Suðurnesjum, 5.347 kr. á Vesturlandi og allt að 14.231 kr. á Vestfjörðum. Að jafnaði eru færri opinber stöðugildi per íbúa á Suðurnesjum en annars staðar, þrátt fyrir að starfsfólk Isavia teljist til opinberra starfa. Aðeins tvö verkefni á Suðurnesjum fengu Lóu-styrk síðustu þrjú ár; fimm sóttu um 2025 en enginn fékk. Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2021–2025 nam 3.873 m.kr., en 151 m.kr. (3,5%) runnu til Suðurnesja; í náttúruvernd/öryggi voru 979 m.kr. úthlutaðar, 18 m.kr. (2%) til Suðurnesja.
S.S.S. segir núverandi formúlur ekki endurspegla raunveruleika þar sem fjarþjónusta dregur úr
þýðingu landfræðilegrar fjarlægðar og að lítil áhersla hafi verið á vaxtarsvæði með fjölmenningu, einhæft atvinnulíf og lágar tekjur. „Suðurnes eru landsbyggð eins og aðrar landsbyggðir,“ segir í ályktuninni.

RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Suðurnesjabær, Vogar og Lögreglan á Suðurnesjum taka höndum saman í þágu barna og fjölskyldna
Samstarfssamningur milli Suðurnesjabæjar, sveitarfélagsins Voga og Lögreglunnar á Suðurnesjum um nýtt forvarnarverkefni sem ber heitið Ábyrg saman var undirritaður á dögunum í ráðhúsinu í Garði að viðstöddum fulltrúum frá velferðar-, menntaog tómstundasviðum sveitarfélaganna, bæjarstjórum og fulltrúum lögreglunnar.
Verkefnið Ábyrg saman miðar að því að efla forvarnir og bregðast strax við þegar fyrstu afskipti lögreglu verða af barni sem sýnir merki um áhættuhegðun. Markmiðið er að styðja fjölskyldur, efla fræðslu og stuðning og draga þannig úr líkum á að hegðunin endurtaki sig. Í stað þess að foreldrar fái formlegt bréf frá barnavernd eftir tilkynningu munu þeir nú fá boð um samtal þar sem barnaverndar-
Haldin 22. nóvember á Nesvöllum. Húsið opnar kl. 18.30. Borðhald hefst kl. 19.00.
Setning: Kristján Gunnar formaður FEBS.
Veislustjóri: Halla Karen Guðjónsdóttir.
Hljómsveit: Hinir stórkostlegu og endalaust vinsælu Bubbi og Vignir sjá um dinner og danstónlist.
Danskompaní kemur og dansar af hjartans list.
Þorvarður Ólafsson trúbador mætir með gítarinn.
Aðgöngumiði fyrir félagsmann: kr. 10.500 á mann.
Aðgöngumiði fyrir utanfélagsmann: kr. 13.500 á mann. Gildir sem happdrættismiði og er innifalinn í miðaverði.
Matur: Glæsilegur þriggja rétta kvöldverður frá Magnúsi Þórissyni matreiðslumeistara á Réttinum.

Miðar seldir á Nesvöllum 17., 18., og 19. nóvember kl. 12.00 til 14.00
Greiðsla: Peningar og posi á staðnum.

starfsmaður og fulltrúi lögreglu fara sameiginlega yfir málið. Í slíku samtali fá foreldrar og barn tækifæri til að ræða aðstæður, fá fræðslu og kynna sér þau úrræði sem í boði eru.
„Markmiðið er að grípa inn í strax, áður en vandinn stækkar,“ segir Unnur Ýr Kristinsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Suðurnesjabæjar. „Við viljum með þessu skapa traustara samstarf milli foreldra, sveitarfélags og lögreglu, þar sem við sýnum sameigin-
lega ábyrgð á velferð barna í okkar samfélagi.“
Verkefnið byggir á heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 3 – Heilsa og vellíðan – og er liður í markvissu samstarfi sveitarfélaga og lögreglu um að tryggja börnum öruggari og heilbrigðari uppvöxt. Með því að leggja áherslu á snemmtæka íhlutun og jákvætt samtal í stað formlegra viðbragða er stigið mikilvægt skref í átt að mannúðlegri og skilvirkari forvörnum á Suðurnesjum.
Krefst tafarlausrar viðbyggingar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hvetur ríkisvaldið til að hefja þegar í stað viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og fagnar því að skólinn sé settur í fyrsta forgang hjá mennta- og barnamálaráðuneyti í fyrsta fasa. S.S.S. bendir á mikla fólksfjölgun á svæðinu frá síðustu viðbyggingu 2004, þegar Suðurnesin voru 17.090 íbúar; 1. júlí 2025 voru íbúar 29.490 og í Reykjanesbæ um 22.630 í júlí. Hlutfall grunnskólanemenda sem sækja framhaldsskóla hefur einnig hækkað og hlutfall nem-
enda af erlendum uppruna er hátt.
Upphafleg þarfagreining leiddi til samnings um allt að 1.900 m² viðbyggingu fyrir 81 viku, en núverandi teikningar gera aðeins ráð fyrir 1.800 m², sem endurspegli ekki raunþarfir – sérstaklega vegna þrengingar á verknámsaðstöðu og flutnings nemenda/áfanga frá Ásbrú. Fundurinn skorar jafnframt á stjórnvöld að endurskoða nemendaígildi FSS; skólinn fær að sögn 445 þúsund kr. minna á hvern nemanda – 16% lægra framlag en meðaltal annarra skóla.


TM og Krabbameinsfélagið hvetja konur í skimun
Árlega greinast um 260 konur með brjóstakrabbamein á Íslandi. Ein mikilvægasta forvörnin er reglubundin mæting í skimun.
TM og Krabbameinsfélagið hafa tekið höndum saman og hvetja konur til að mæta í boðaða skimun fyrir brjóstakrabbameini. TM mun endurgreiða þeim sjúkdómatryggðu viðskiptavinum sem mæta í skimun einn mánuð iðgjalda.
Næstu skimanir í Reykjanesbæ fara fram hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14.–28. nóvember nk.
Sjúkdómatrygging TM Ef sjúkdómatryggður greinist með tiltekinn sjúkdóm greiðir
TM út skattfrjálsar bætur í formi eingreiðslu. Þannig verður líkamlegt áfall ekki að fjárhagslegu áfalli líka.
Framtíðarsýn fyrir Akademíureit í Reykjanesbæ kynnt laugardaginn 8. nóvember
Reykjanesbær vinnur nú að því að móta nýtt lifandi miðsvæði á svo nefndum Akademíureit austan við Reykjaneshöllina, á horni Þjóð brautar og Krossmóa. Lögð hefur verið fram framtíðarsýn sem unnin er af Alta í október 2025, undir yfirskriftinni „Nýtt akkeri – fram tíðarsýn fyrir nýja samfélagsmiðju í Reykjanesbæ.“ Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti að heimila kynningu á verkefninu fyrir al menningi og hagaðilum sem verður í Íþróttaakademíunni laugar daginn 8. nóvember kl. 13:00 til 17:00.
Markmiðið er að skapa miðsvæði með blandaðri byggð þar sem samkomutorg, gönguás og íbúðir tengjast menningar- og íþrótta-
akkeri bæjarins, miðpunktur milli eldri bæjarhluta Keflavíkur og Njarðvíkur, þar sem íbúar og gestir geta hist, dvalið og notið fjöl


Akademíureitur verði þróaður í sex meginreiti þar sem saman blandast íbúðir, verslun, þjónusta, hótel og almenningsrými.
Miðpunktur svæðisins verður samkomutorg, sem hýsir veitingastaði, kaffihús og viðburði allt árið. Þar á að rísa svokallað „Ljósatorg“, með listaverki og lýsingu sem vísar til Ljósanætur. Í gegnum svæðið mun liggja gönguás, „rauði þráðurinn“, sem tengir Reykjaneshöllina við samgöngumiðstöðina við Krossmóa og
Áhættuhópum sem eru skráðir á HSS er boðið upp á inflúensu bólusetningar á eftirtöldum stöðum:
Kirkjulundi, Kirkjuvegi í Reykjanesbæ mánudaginn 17. nóvember, kl. 9-12
. Reykjanesapótek er í samstarfi við HSS og er að bólusetja við inflúensu alla virka daga eftir 1. nóvember.
Hægt er að bóka tíma á heilsuvera.is eða í síma 422-0500 kl. 8-16. Einnig munu einstaklingar í forgangshópum fá sms boðun.
SÓTTVARNALÆKNIR MÆLIST TIL AÐ EFTIRTALDIR ÁHÆTTUHÓPAR NJÓTI FORGANGS VIÐ INFLÚENSUBÓLUSETNINGAR:
ÁHÆTTUHÓPAR INFLÚENSU ERU:
n Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
n Börn fædd 2020 eða síðar sem náð hafa 6 mánaða aldri við bólusetningu.
n Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, offitu, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
n Barnshafandi.
n Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
n Fólk í starfstengdri áhættu vegna samsmits árlegrar inflúensu og fuglainflúensu sbr. frétt í okt. 2023
Sóttvarnalæknir mælist til þess að ofangreindir forgangshópar fái bóluefnið sér að kostnaðarlausu en til að svo megi verða þarf einungis að krefja þessa einstaklinga um greiðslu fyrir umsýslukostnaði.
Kveðja, Heilsugæsla HSS
og kaffihús í smáhýsum. Íbúðir, hótel og menning
Gert er ráð fyrir uppbyggingu 2–4 hæða íbúðarhúsa í mannlegum skala, með þaksvölum og inngörðum sem snúa í suður. Íbúðir verða á bilinu 40–90 m², og jafnframt er gert ráð fyrir deiliíbúðum eða íbúðum fyrir tímabundið starfsfólk.
Á norðurhluta reitsins, meðfram Þjóðbraut, geta risið hótel, skrifstofur eða íbúðir, en suðurhlutinn verður einkum íbúðabyggð með grænum inngörðum.
Samgöngur og vistvæn nálgun
Við Krossmóa verður reist ný samgöngumiðstöð, með biðstöð og aðstöðu fyrir strætisvagna. Gert er ráð fyrir að Þjóðbraut verði endurhönnuð sem borgargata með 30 km hámarkshraða, og að Afreksbraut verði framlengd til að bæta aðkomu að íbúðarkjörnum.
Lagt er upp með vistvæna nálgun og blágrænar lausnir til að meðhöndla ofanvatn, auk þess sem bílastæði verða að mestu falin í kjöllurum eða bílahúsum.
næstu skref
Framtíðarsýnin verður kynnt almenningi á opnu húsi í Íþróttaakademíunni í nóvember, þar sem bæjarbúar geta kynnt sér áform sveitarfélagsins. Að því loknu verður unnið að rammaskipulagi og deiliskipulagi fyrir svæðið, og útboð á fyrstu íbúðarlóðum stefnt fyrir lok árs 2025. Akademíureiturinn er hluti af langtímastefnu Reykjanesbæjar um að efla miðbæjarlíf, bæta samgöngur og skapa nýtt hjarta bæjarins þar sem menning, íþróttir, íbúðir og þjónusta mætast á einum stað.
Guðný Kristín ráðin forstöðumaður

síðustu viku. Bókasafn Reykjanesbæjar hefur flutt í nýtt og betra húsnæði í Hljómahöll þar sem lögð er áhersla á að skapa notalegt og fjölbreytt rými fyrir alla aldurshópa. Bókasafnið deilir rými með Rokksafninu á fyrstu hæð hússins en verður jafnframt með þrjú aðskilin rými á annarri hæð, hnokkadeild, barnadeild og ungmennadeild.
Bókasafnið og Rokksafnið verða opin alla virka daga frá kl. 9:00 til 18:00 og um helgar frá kl. 10:00 til 17:00.
Innviðanefnd Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að heimila notkun efnis sem fellur til við niðurrif mannvirkja, sprungulagfæringar og önnur jarðvinnuverkefni í bænum til að hækka landfyllingar á hafnarsvæðinu.

Áformin ná til svæðanna við smábátahöfn, Eyjabakka og Suðurgarð. Jafnframt er gert ráð fyrir að nýta geymslusvæðin H-1 og H-2 sem uppsátur, í samræmi við gildandi deiliskipulag iðnaðar- og hafnarsvæðis Eyjabakka. Innviðanefnd tekur jákvætt í tillöguna og telur framkvæmdina bæði hagnýta og hagkvæma leið til að styrkja hafnarsvæðið með endurnýtingu efnis sem annars þyrfti að farga.
Hafnarstjóra og skipulagsfulltrúa hefur verið falið að vinna málið áfram.
Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 7. október lagði Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar, fram bókun þar sem flokkurinn mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi Dalshverfis 2. áfanga sem fela í sér skerðingu á grænum svæðum. Í bókuninni segir að þetta sé í annað sinn sem meirihlutinn, Framsókn, Samfylkingin og Bein leið, leggi til að gengið verði á græn svæði í hverfinu til að mæta eftirspurn eftir lóðum. Umbót hafi áður mótmælt sambærilegum hugmyndum í desember 2024 og sú afstaða sé óbreytt. „Við teljum að þessi nálgun sé ekki aðeins slæm hugsun heldur skipulagsslys af hálfu meirihlutans,“ segir í bókuninni. „Það er óábyrg stjórnsýsla að fórna
grænum svæðum íbúa í skammtímahagsmunum í stað þess að tryggja nægt framboð lóða með markvissri langtímaáætlun.“
Margrét segir að græn svæði séu lífsgæði sem íbúar eigi rétt á, og að mörg heimili hafi fjárfest í húsnæði sínu í þeirri trú að slík svæði yrðu áfram hluti nærumhverfisins. „Í stað þess að efla þau til útivistar og samfélagslegrar notkunar er þeim fórnað af meirihlutanum,“ segir hún ennfremur.
Umbót krefst þess að horfið verði frá skammtímahugsun í skipulagsmálum og að hafin verði framsýn og ábyrg vinnsla sem bæði tryggi framboð lóða og verndi græn svæði sem skipta íbúa miklu máli. Flokkurinn greiddi ekki atkvæði í málinu og sat hjá við afgreiðslu liðarins.

Verið velkomin
í A4 Reykjanesbæ, Hafnargötu 27a.
Opið virka daga 9 - 18, og laugardaga 10 - 17

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegu eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
LÁRU TH. HALLDÓRSDÓTTUR
Norðurvöllum 36, Keflavík
Fyrir hönd aðstandenda, Eyjólfur Herbertsson

Ástkær móðir okkar, tengdamma, amma og langamma
EYRÚN SVEINBJÖRG JÓNSDÓTTIR
Hrafnistu, Nesvöllum
lést þriðjudaginn 14. október. Jarðarför fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 7. nóvember kl. 13.
Jón Ragnar Magnússon
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir
Bryndís Harpa Magnúsdóttir

Edda Svavarsdóttir Arnar Svansson barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
ODDUR GUNNARSSON
Pósthússtræti 3, Keflavík

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 29. október. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 11. nóvember kl. 13.
Gunnar Oddsson
Oddur Gunnarsson Bauer
Eva Sif Gunnarsdóttir
Sesselja Erna Benediktsdóttir
Kristín Bauer
Katrín Sigrún Ágústsdóttir
Stefán Birgir Jóhannesson
Steinar Baldursson og barnabarnabörn
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Séra Sigurður grétar og séra Önundur verða gestir á þessari fyrstu sagnastund vetrarins. Sigurður grétar er prestur að Útskálum og Önundur þjónaði þar um tíma. Myndin var tekin fyrir nokkrum árum. VF/Hilmar bragi
Sagnastund verður haldin á Garðskaga laugardaginn 15. nóvember 2025 kl 15:00. Í Garðinum búa tveir prestar. Þó segja megi að fólkið á svæðinu kom þeim fyrir sjónir og kynni sín af samfélaginu. Einnig er allt eins líklegt að skemmtisögur fylgi með, enda báðir vel frásagnar-

AFLAFRÉTTIR
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga

Heyrðu umskiptin,
HEYRN.IS


Þá er þessi fíni októbermánuður kominn á enda og nóvember hafinn.
Byrjum á Vísisbátunum og togaranum. Línubátarnir, ásamt Jóhönnu Gísladóttur GK, hættu allir veiðum í lok október vegna þess að Síldarvinnslan, sem á Vísi og þar með þessa báta, hélt stóra árshátíð í Póllandi. Þar safnaðist saman svo til allt starfsfólk fyrirtækisins, meðal annars úr vinnslunum á Seyðisfirði, í Neskaupstað og í Grindavík, ásamt áhöfnum línubátanna Fjölnis GK, Páls Jónssonar GK og Sighvats. Einnig mættu áhafnir togaranna Vestmannaeyjar VE, Bergeyjar VE, Gullvers NS og Jóhönnu Gísladóttur GK, sem og áhafnir uppsjávarskipanna. Allur þessi gríðarstóri hópur, hátt í sjöhundruð manns, fór til Póllands á árshátíðina. Fram að því var veiðin hjá bátum SVN nokkuð góð. Jóhanna Gísladóttir GK var með 477 tonn í sjö róðrum og af þeim afla var einungis 52 tonnum landað í Grindavík. Vestmannaey VE var með 444 tonn í sex róðrum og þar af var 90 tonnum landað í Grindavík.
Sighvatur GK var með 597 tonn í sex róðrum á línu. Síðasti túrinn varð mjög stuttur vegna árshátíðarinnar og kom báturinn þá með 28 tonn til Hafnarfjarðar. Af þessum 597 tonnum var ein löndun í Grindavík sem nam 117 tonnum. Páll Jónsson GK var með 557 tonn í fimm róðrum og af þeim afla var 448 tonnum landað í Grindavík í fjórum róðrum. Þar sem við erum farin að skoða togarana að einhverju leyti höldum við áfram. Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK kom tvisvar til Grindavíkur með afla, samtals 1368 tonn. Tómar Þorvaldsson GK kom einnig með 821 tonn til Grindavíkur. Sóley Sigurjóns GK hætti á rækju og var á veiðum við Norðurland allan október. Hún landaði ýmist á Siglufirði eða Dalvík og gekk það nokkuð vel. Togarinn var með 529 tonn í fjórum róðrum og mest 150 tonn. Pálína Þórunn GK var líka á veiðum fyrir norðan og eitthvað fyrir sunnan, með 321 tonn í fimm róðrum og mest 76 tonn. Netaveiðin var fín hjá bátunum. Þegar þessi pistill er skrifaður er fyrsti dagurinn sem Erling KE fer á veiðar á ný, en hann hefur ekki landað neinum afla síðan í lok apríl á þessu ári. Það gekk mjög vel hjá Friðriki Sigurðssyni ÁR
sem landaði alls 211 tonnum í tíu róðrum, þar af voru 162 tonn ufsi. Báturinn var að mestu á veiðum með suðurströndinni og var ufsi og þorskur unninn hjá Hólmgrími. Af netabátunum sem voru á veiðum í Faxaflóa var Halldór Afi KE hæstur með 47 tonn í tuttugu róðrum og mest 7,2 tonn. Emma Rós KE var ekki langt þar á eftir með 46 tonn í átján róðrum og mest 8,5 tonn. Addi Afi GK komst einnig yfir 40 tonnin og var með 42 tonn í tuttugu og einum róðri og mest 6 tonn. Í nóvember fer að líða að því að línubátarnir komi suður til veiða og reyndar kom fyrsti báturinn suður undir lok októbers. Það var Dúddi Gísla GK sem fór til Grindavíkur og landaði þar tvisvar, um 15 tonnum. Í Sandgerði réru tveir línubátar allan október, það voru Margrét GK og Særif SH. Margrét GK var með 132 tonn í nítján róðrum og mest 15,5 tonn og var sú löndun næststærsta löndun línubáts á landinu í flokki undir 21 tonni. Særif SH var með 156 tonn í fimmtán róðrum og mest 25,2 tonn og sú löndun var stærsta einstaka löndun línubáts að stærð upp að 30 tonnum á landinu. Áhafnir Margrétar GK og Særifs SH eru ansi sáttar með góðan október.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Hólmbergsbraut 13, (bil 1), 230 Keflavík, sími 421-0000. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is.
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamaður: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, sigurbjorn@vf.is. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Prentun: Landsprent.

NÆRMYND // ÍRIS SIGTRYGGSDÓTTIR
Íris Sigtryggsdóttir er fyrsti viðmælanda Víkurfrétta í nýjum
þætti „NÆRMYND“. Hún hefur starfað á nokkrum góðum vinnustöðum á Suðurnesjum og er því mörgum ágætlega kunn í bítlabænum en nú er hún mætt á Hafnargötu 30, beint á móti íbúðinni sem hún býr í, hinum megin götunnar. Íris er verkefnastjóri The Dubliner sem er nýr bar og veitingastaður í Keflavík.
Nafn: Íris Sigtryggsdóttir
Árgangur: 1968
Búseta: Keflavík
Hverra manna ertu og hvar uppalin? Dóttir Hjördísar B. Sigurðardóttur og Sigtryggs Maríussonar , fædd í Reykjavík, ólst upp frá 7 ára aldri í Keflavík.
Starf/nám: Menntaður leiðsögumaður og í dag starfa ég sem verkefnastjóri hjá The Dubliner Keflavík.
Hvað er í deiglunni: Það er nóg í deiglunni þessa dagana, hausinn á mér er eins og verkefnagrautur á suðupunkti.
Hvernig nemandi varstu? Alls ekki alltaf góður ...
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar kviknaði í toppnum á mér fyrir myndatöku, var að fikta við að reykja.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Aldrei náð að vinna með það takmark.
Áttu einhverja sérstaka fyrirmynd? Var alltaf pabbastelpa, hann var fyrirmyndin mín.
Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Átti ég eitthvað dót ...
Besti ilmurinn? SÍ.
Á hvernig bíl lærðir þú fyrir bílprófið? Hef enga hugmynd um það, man að ökukennarinn hét Palli kippur og tók prófið á Höfn í Hornafirði.
Á hvaða bíl fórstu fyrsta rúntinn eftir prófið og með hverjum? Með vinum á Höfn, fékk bíl að láni frá frænda mínum.
Hvernig slakarðu á? Heima í
Uppáhalds vefsíða? vedur.is
Hvað heldurðu að skjátími þinn sé mikill á hverjum degi að jafnaði? Allt of mikill.
Besta bíómyndin? Life is beautiful 1997.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Lítil íþróttamanneskja.
Hvað gerir þú betur er allir aðrir á þínu heimili? Allt..bý ein.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Bakstur.
Hættulegasta helgarnammið?
Heimatilbúin karamella.
Hvernig er eggið best? Soðið. Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Óstundvísi
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi
Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Setning sem gamall vinur sagði oft „Látum þetta bara koma til okkar“.
Hver er elsta minningin sem þú átt? Svona ca 3-4 ára á hestbaki.
Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera?
Trump og fara að segja af mér. Hver er uppáhalds bókin þín og rithöfundur? Konan í dalnum og dæturnar sjö - Guðmundur Hagalín.
Orð eða frasi sem þú notar mikið?
„Ertu ekki að grínast“.
Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Kollu, Hörpu og Rebekku.
Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færðirðu? Ég bara myndi ekkert fara til baka.


Það hefur tekist mjög vel til í innréttingum á the dubliner.
The Dubliner hefur fengið góðar móttökur. Matur og drykkur í boði alla daga, píla, billiard og tónlist.
Eitt þekktasta götuhorn í miðbæ Keflavíkur hefur tekið á sig nýja mynd en ekki alls fyrir löngu opnaði við Hafnargötu 30 veitingastaðurinn og pöbbinn The Dubliner. Keflvíkingurinn Íris Sigtryggsdóttir er þar við stjórnvölinn og hún segir að staðurinn hafi fengið góðar móttökur heimafólks og ferðamanna.
„Jú, á þessum stað á Hafnargötunni muna margir, sérstaklega af eldri kynslóðinni eftir kaupfélagsverslun sem lengi var veglegasta matvöruverslun bæjarins. Sjálf vann ég hjá Kaupfélaginu um tíma þannig að þetta hljómar allt vel í mínum eyrum. Svo er stutt í vinnuna hjá mér. Ég bý hinum megin við götuna,“ segir Íris.
Ný ásýnd
Það er gaman að sjá nýja ásýnd á þessu fræga götuhorni og nýtt „útlit“ utan sem innan kemur skemmtilega á óvart. Allsherjar umbreyting var gerð á húsnæðinu sem þurfti vægast sagt hressingu. Staðurinn er hinn hlýlegasti þegar inn er komið. Bar er fyrir miðjum sal og síðan eru sæti fyrir 250 manns allt um kring. Á Dubliner er eldhús og á matseðli er boðið upp á fjölbreyttan mat eins og fisk og franskar, hamborgara, kjúklingasalat, ýmsa smárétti og vinsæla eftirrétti eins og New York ostaköku og fleira. Um þessar mundir er boðið upp á hádegistilboð fyrir tvö þúsund krónur.
„Við erum þessa dagana að vinna í smá breytingum en hún felst í því að opna á milli fyrrverandi veitingastaðar sem var áður í húsnæðinu og inn á Dubliner. Við erum bjartsýn á að geta boðið einstaklingum og hópum upp á góðan mat og drykki og skemmtilega samveru. Hér er spiluð ljúf tónlist og síðan höfum við boðið

en góð og vegleg hurð frá tímum kaupfélagsins er ennþá í notkun.
stefna á að setja upp púlborð. Það er gaman að geta tekið í kjuða og farið í billiard. Þá eru sex stórir sjónvarpsskjáir þar sem hægt er að fylgjast með íþróttaviðburðum, enska boltanum, golfi eða hverju sem er.“ Á Dubliner ere opið alla daga frá 11.30 til eitt alla daga nema föstudaga og laugardaga er opið til þrjú eftir miðnætti.“
Íris segir að mótttökurnar hafi
ingum. Páll Óskar tryllti mannskapinn á Ljósanótt en risastór diskókúla var sett upp við staðinn á hátíðinni og vakti mikla athygli. Kemur á óvart
„Við bjóðum alla velkomna, ekki síst 40 ára og eldri og erum með allt í boði á barnum, m.a. Guiness á krana auk allra helstu bjórtegunda og verðið er sanngjarnt, stór bjór frá eitt þúsund krónum. Við erum með „happy-hour“ alla daga frá kl. 12 til kl.21. En það er líka hægt að koma inn í gott kaffi og kökur, við erum með mjög góða hamborgara, fisk og franskar og kjúklingasalat og margt fleira. Hér getur fjölskyldan komið inn, vina- og starfsmannahópar gert sér glaða stund, spjallað og hlustað á þægilega tónlist í vinalegu umhverfi. Mig grunar að það eigi eftir að koma mörgum á óvart en það var mikil vinna lögð í að gera staðinn hlýlegan,“ segir Íris. Dubliner er þrjátíu ára gamalt fyrirtæki en samnefndir staðir eru reknir á tveimur stöðum í Reykjavík. Föstudaginn 5. nóvember verður J-dagurinn en þá er nýr Tuborg jólabjór kynntur til leiks en það er árleg hefð. „Við hvetjum fólk til að kíkja á okkur. Það er alltaf mikil stemning fyrir J-deginum og ég lofa því hjá


Staðurinn hefur allur verið tekinn í gegn, að innan sem utan. Hann er opinn alla daga frá kl. 11.30.





Þakklæti frá Björginni, geðræktarmiðstöð Suðurnesja
Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er grunnendurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fullorðna með geðheilsuvanda. Starfsfólk veitir frekari upplýsingar um leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar.
Á undanförnum árum hefur Björgin geðræktarmiðstöð Suðurnesja notið stuðnings frá fyrirtækjum og félagasamtökum á svæðinu. Þessir styrkir eru ómetanlegir og gera okkur kleift að halda úti fjölbreyttu starfi sem miðar að því að efla geðheilsu, félagslega virkni og vellíðan fólks á Suðurnesjum.
Í samfélagi þar sem fjármunir til geðræktar eru oft takmarkaðir og verkefni rekin af eldmóði fremur en efnum, skiptir þessi stuðningur gífurlega miklu máli. Hann gerir okkur kleift að halda úti frekari starfsemi, fræðslu, sjálfstyrkingarhópum, félagslegum viðburðum og daglegu starfi sem veitir mörgum öryggi, tilgang og samfélag.
Þegar einstaklingar, fyrirtæki og félög ákveða að leggja Björginni lið, eru þau ekki aðeins að styðja eina stofnun, þau eru að leggja sitt af mörkum til þess að byggja upp heilbrigðara, sterkara og mannúðlegra samfélag. Slíkur stuðningur er raunveruleg fjárfesting í fólki og framtíð. Við í Björginni viljum færa öllum sem hafa sýnt okkur velvilja og traust okkar innilegustu þakkir. Hver króna, hver gjöf og hvert hvatningarorð skiptir máli. Þökk sé ykkur getum við haldið áfram að vera staður þar sem fólk finnur hlýju, skilning og styrk til að takast á við lífið.
Kær kveðja frá stelpunum úr Björginni geðræktarmiðstöð Suðurnesja
Stapaskóli hlaut viðurkenningu fyrir eTwinning verkefni ársins 2025 á Íslandi fyrir verkefnið Ink of Unity – Celebrating our True Colors. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, afhenti verðlaun Erasmus+ fyrir framúrskarandi skólastarf og fyrir nýsköpun í tungumálakennslu á Nauthóli í vikunni.
Verkefnið var unnið í samstarfi við skóla víða um Evrópu og sneri
að því að efla skapandi tjáningu, samvinnu og gagnkvæma virðingu meðal nemenda með sameiginlegum listrænum verkefnum. Ink of Unity fangar kjarnann í eTwinning – að efla alþjóðavitund, fjölmenningu og samskiptahæfni ungs fólks og í þessu tilviki er þetta gert í gegnum list og tungumál. Auk þess hlutu kennarar frá Stapaskóla, Selásskóla, Ingunnarskóla og Stóru-Vogaskóla gæðaviðurkenningar eTwinning fyrir
vel unnin verkefni sem sýna fram á fagmennsku, frumkvæði og árangursríka notkun á eTwinning til alþjóðlegs samstarfs og skapandi náms. „Það er ánægjulegt að sjá þann mikla sköpunarkraft sem býr innan skólakerfisins. Ég óska verðlaunahöfum til hamingju með þessa viðurkenningu á mikilvægu framlagi til skólastarfs á Íslandi, framlag sem er til eftirbreytni,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra.
Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum bjóða upp á ókeypis blóðsykursmælingar í nóvember
Alþjóðlegi sykursýkisdagurinn er 14. nóvember ár hvert. Af því tilefni stendur Lions á Íslandi fyrir vitundarvakningarherferð sem snýr að sykursýki. Boðið er upp á ókeypis blóðsykursmæl-
• Í Krossmóa (Nettó) í Reykjanesbæ frá klukkan 13 til 16, • Í Álfagerði í Vogum frá kl. 13 – 14:15 og í Sundmiðstöðinni í Vogum frá kl.

upp á mælingar á þremur stöðum:

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti 24. október að fela bæjarstjóra að bjóða út rekstur og sölu máltíða fyrir dagdvöl aldraðra og heimsendan mat frá þjónustumiðstöðinni Nesvöllum. Á fundinum kynnti Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjóri fjóra valkosti í kjölfar þess að Hrafnista hættir alfarið rekstri eldhúss á Nesvöllum. Ráðið valdi svokallaða leið B, sem felur í sér útboð með möguleika á stækkun starfseminnar. Á fundi bæjarráðs 30. október var svo lagt fram minnisblað um birtingu auglýsingar vegna reksturs framleiðslueldhúss og veitingasalar á Nesvöllum, sem markar næstu skref í innkaupaferlinu.
Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar hefur fjallað um umsókn um starfsleyfi fyrir fiskvinnslu við Kothúsaveg 16, þar sem m.a. er starfrækt reykhús. Ráðið tekur fram að töluvert hafi borist af kvörtunum frá íbúum vegna lyktarmengunar frá starfseminni sem þar hefur farið fram. Með hliðsjón af því telur ráðið að starfsemin sé ekki í fullu samræmi við ákvæði skilmála AT6 í Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar, sem kveða á um hreinlega atvinnustarfsemi á svæðinu. Af þessum ástæðum veitir ráðið neikvæða umsögn um starfsleyfið, nema umsækjandi geti gert grein fyrir úrbótum á starfseminni og sýnt fram á endurbætur á mengunarvarnarbúnaði.
Þróun Keilisness í vinnslu
Á 23. fundi öldungaráðs Reykjanesbæjar, sem haldinn var á Nesvöllum 13. október, var rætt um ofbeldi gegn eldra fólki. Borgar Jónsson, formaður ráðsins, lagði til að í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur um málefnið undanfarið verði boðið upp á fræðslu fyrir almenning og fagfólk. Að frumkvæði ráðsins verður fræðslan skipulögð í samstarfi við
öldrunar- og stuðningsþjónustu Reykjanesbæjar og Félag eldri borgara á Suðurnesjum. Markmiðið er að efla vitund um ofbeldi gegn eldra fólki og stuðla að opnari umræðu um vernd og velferð eldri borgara. Öldungaráð fól formanni ráðsins og teymisstjóra öldrunar- og stuðningsþjónustu að vinna málið áfram í samstarfi við Félag eldri borgara.
Samþykkt hefur verið að fela bæjarstjóra Sveitarfélagsins Voga að vinna að frekari yfirferð og undirbúningi vegna nýs vefs í tengslum við þróunarverkefnið á Keilisnesi. Á fundi bæjarráðs var staða verkefnisins tekin fyrir og kynnt af Katrínu Júlíusdóttur, fulltrúa Athygli ehf., ásamt sviðsstjóra umhverfisog skipulagssviðs. Bæjarráð þakkaði Katrínu fyrir framlag hennar til málsins.
ember verða mælingar í Kjörbúðinni í Sandgerði frá
Sykursýki erfarsvandamál um allan heim og snemmtæk greining getur skipt sköpum fyrir heilsu fólks til lengri tíma litið. Margir lifa með ógreinda sykursýki án þess að vera meðvitaðir um
ástand sitt og því er mikilvægt að fólk nýti sér tækifæri eins og þetta til að koma í mælingu. Blóðsykursmælingar eru fljótlegar og sársaukalausar og niðurstöður fást samstundis. Ef óeðlilegar mælingar koma í ljós er viðkomandi bent á að leita til sinnar heilsugæslu fyrir frekari skoðun. allir velkomnir
Hvort sem þú hefur áhyggjur af heilsu þinni, ert í áhættuhópi eða vilt bara ganga úr skugga um að allt sé í lagi, þá ertu hvattur til að mæta og nýta þér þessa þjónustu. Mælingarnar eru ókeypis og opnar öllum aldurshópum.
Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum vona að sem flestir nýti sér þetta góða tækifæri til að láta athuga blóðsykurinn hjá sér. Með aukinni vitund og snemmbúinni greiningu getum við öll stuðlað að betra heilbrigði í samfélaginu okkar.

Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 7. október var rædd fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 23. september. Þar vakti Alexander Ragnarsson (D) athygli á því að gervigrasvöllurinn í Reykjanesbæ hafi ekki fengið vetrarþjónustu frá því í september 2024, þegar verktaki sem sá um snjóhreinsun sagði upp samningi sínum við bæinn. Í bókun sem Alexander lagði fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins kemur fram að í kjölfar þess hafi iðkendur, foreldrar og stjórnendur tekið að sér snjóhreinsun sjálf með tækjum sem
geti, að mati sérfræðinga, verið skaðleg fyrir gervigrasið. Flokkurinn leggur áherslu á að Reykjanesbær bregðist strax við og kanni hvort hægt sé að semja við verktaka án tafar eða fjárfesta í eigin búnaði til snjómoksturs. „Ekki er hægt að bíða eftir fjárhagsáætlun og nýju ári til umbóta,“ segir í bókuninni. „Ekki er hægt að treysta á að það verði óafturkræf skemmd á grasinu með notkun á ófullnægjandi búnaði við snjóhreinsun.“
Undir bókunina skrifuðu Alexander Ragnarsson, Margrét Sanders og Guðbergur Reynisson fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.

Stapaskóli leiðandi í innleiðingu Heillaspors
Kolfinna Njálsdóttir, deildarstjóri skólaþjónustu Reykjanesbæjar, kynnti nýverið verkefnið Heillaspor á fundi menntaráðs. Verkefnið byggir á heildrænni nálgun sem miðar að því að styðja við farsæla þátttöku barna í skóla- og frístundastarfi.
Stapaskóli hlaut hvatningarverðlaun menntaráðs fyrr á þessu ári fyrir framúrskarandi innleiðingu Heillaspors, en skólinn hefur síð-
ustu tvö skólaár unnið markvisst að því að þróa og innleiða verkefnið. Meginmarkmið verkefnisins er að efla félagslega og tilfinningalega velferð nemenda. Að sögn Kolfinnu er unnið að frekari þróun verkefnisins í Stapaskóla, auk þess sem stefnt er að því að innleiða það í fleiri skólum í Reykjanesbæ með stuðningi og samstarfi við skrifstofu menntasviðs.
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is

Bæjarráð Suðurnesjabæjar gerir alvarlega athugasemd við framkvæmd Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu í sveitarfélaginu eftir að ófærð lamaði umferð á miðvikudagsmorgun í síðustu viku. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs sama dag.
Að morgni miðvikudagsins 29. október var Sandgerðisvegur lokaður, sem og vegurinn milli Sandgerðis og Garðs, þar sem snjó-
mokstur hafði ekki farið fram á þessum leiðum. Að sögn bæjarráðs lokuðust þar með allar leiðir til og frá Sandgerði og komst fjöldi íbúa hvorki til vinnu né skóla. Þá tafðist för starfsfólks til Flugstöðvar og farþegar misstu af áætluðu flugi. Atvinnulíf og þjónusta innan sveitarfélagsins urðu jafnframt fyrir miklum truflunum.
Í bókun bæjarráðs segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem slík staða komi upp „vegna þess að vetrarþjónusta Vegagerðarinnar er ekki framkvæmd eins og vera ber“. Ráðið bendir á að öryggi íbúa sé í húfi þegar þjóðvegir lokast: sjúkrabílar og slökkviliðsbílar gætu ekki
komist á vettvang ef atvik kæmu upp.
„Bæjarráð Suðurnesjabæjar gerir alvarlega athugasemd við það hvernig framkvæmd Vegagerðarinnar á snjómokstri er í Suðurnesjabæ,“ segir í bókuninni. „Allt of oft kemur sú staða upp að þjóðvegirnir í sveitarfélaginu mæta afgangi í vetrarþjónustu Vegagerðarinnar og er það með öllu óásættanlegt fyrir íbúa Suðurnesjabæjar.“
Bæjarráð krefst þess að Vegagerðin tryggi eðlilega vetrarþjónustu í Suðurnesjabæ „þannig að ekki komi aftur upp þær aðstæður sem voru að morgni 29. október 2025.“


Við eflum
Við leitum að öflugum sölu- og þjónusturáðgjafa í Reykjanesbæ sem hefur ástríðu fyrir samskiptum, þjónustu og sölumarkmiðum.
Nánar á vis.is/laus-storf

Blue Car Rental hefur styrkt góðgerðarmál með veglegum hætti undanfarin fimm ár:

Magnús Sverrir Þorsteinsson, andrea rói Sigurbjörnsdóttir, Hildur Helgadóttir og Þorsteinn Þorsteinsson.
Reykjadalur í Mosfellsdal, sumarbúðir sem hafa gert gæfumun fyrir fjölda fatlaðra barna og ungmenna frá árinu 1963, hefur fengið rausnarlegan styrk frá Góðgerðarfesti Blue Car Rental. Styrkurinn fer beint í það sem krökkunum þykir skemmtilegast, óvissuferðir, ævintýri og uppákomur sem brjóta upp daginn.
„Við reynum að fara út fyrir rammann í hverri viku og gera eitthvað hvetjandi og nýtt,“ segir Hildur Helgadóttir, sem tók á móti styrknum. „Styrkurinn fer beint í þetta, að skapa ævintýri fyrir hópana.“ Í Reykjadal dvelja krakkarnir í átta nætur í senn. Tímanum er varið í leik, sund og útiveru, auk langþráðrar óvissuferðar.
Andrea Rói Sigurbjörnsdóttir, sem starfar í Reykjadal, segir markmiðið einfalt og stórt í senn, að gefa tækifæri. „Fyrst og fremst er þetta tómstundatækifæri fyrir fötluð börn og ungmenni, að prófa eitthvað nýtt, lenda í ævintýrum og gera hluti sem þau gera ekki endilega heima,“ segir hún. „Þetta eru sumarbúðir með frábærum stuðningi.“
Aðstaðan í Mosfellsdalnum skiptir miklu. Þar er glæsileg sundlaug og rúmgott útisvæði, náttúran er allt í kring. „Við erum ótrúlega heppin með nágrannana og umhverfið,“ segir Hildur. „Stundum fáum við að kíkja í garða í heimsókn, það er algjör draumur fyrir krakkana.“
Áhrifin sjást best að sumarlokum. „Flestir vilja koma aftur og aftur, margir vilja helst ekki fara heim þegar foreldrarnir mæta að sækja þau,“ segir Andrea og brosir. „Stundum þurfum við að ýta þeim blíðlega út úr húsinu.“
Baklandið er sterkt og hjartað slær víða. Að baki Reykjadal stendur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, sem vinnur að nafnabreytingu um þessar mundir. Í kringum sumarbúðirnar er einnig öflugt samfélag sjálfboðaliða, velunnara og fyrirtækja. „Allir landsmenn þekkja Reykjadal, fólk tekur þátt í söfnunum og fyrirtæki eins og Blue styðja okkur í því að vera til staðar fyrir fötluð börn á Íslandi,“ segir Andrea.
Hildur segir styrkinn frá Góðgerðarfesti Blue skipta sköpum í daglegu starfi. „Þetta fer beint inn í upplifunina, meira fjör, meira frelsi og fleiri tækifæri. Við kunnum virkilega að meta þetta framtak Blue.“
Blue í ár. „Það er gaman að sjá hversu mikið traust er komið á verkefnið sem við erum að gera. Við förum af stað á hverju ári og einhvern veginn tekst okkur að stækka þetta í hvert sinn.“
Að þessu sinni söfnuðust 31,3 milljónir króna, mestmegnis í gegnum fyrirtæki. „Yfir hundrað fyrirtæki tóku þátt,“ segir Þorsteinn. „Svo bætir ólukkuhjólið á kvöldinu aðeins í. En heilt yfir eru þetta fyrirtækin, samstarfsaðilar okkar, birgjar og jafnvel samkeppnisaðilar.“
Upphafið var einfalt. „Hugmynd kom úr starfsmannafélaginu um að halda partý,“ rifjar Þorsteinn upp. „Stemningin var svo góð að við hugsuðum, við verðum að gera meira úr þessu. Úr varð Góðgerðarfest Blue.“ Síðan hefur verkefnið vaxið jafnt og þétt. „Við erum að gera þetta í fimmta skipti og samtals hafa 103 milljónir safnast á þessum fimm árum. Það er algjörlega magnað,“ en nokkrar af þekktustu tónlistarmönnum landsins komu fram á góðgerðarfestinu. Áhugi er mikill fyrir styrktarsjóði Góðgerðarfest Blue og þangað leita margir eftir stuðningi. „Við fengum hátt í 70 umsóknir í ár,“ segir hann. „Við styrkjum fyrst og fremst sérúrræði fyrir börn og einstaklinga með sérþarfir og höfum reynt að halda okkur við það.“
Um leið hefur sviðið víkkað. „Við útvíkkuðum það meira í ár og lögðum aukna áherslu á Suðurnes og Reykjanesbæ.“ Aðspurður út í styrkveitingarnar segir Þorsteinn. „Við fylgjumst með, spyrjum spurninga, förum í heimsóknir og fáum tölvupósta. Þakkirnar sem berast fyrir og eftir afhendingu eru langmesti drifkrafturinn. Partýið sjálft og svo öll samskiptin í kring sem gera þetta skemmtilegt og gefandi.“ nýr vettvangur, sama stemning Í ár færðist hátíðin á nýjan stað. „Við fórum í reiðhöllina hjá Mána og það kom frábærlega út,“ segir Þorsteinn. „Það var gaman að vera á svona óhefðbundnum stað, þar sem enginn hafði í raun skemmt sér áður. Við töpuðum ekki stemningunni þó við færðum okkur úr bílaverkstæðinu, þvert á móti. Það komu tæplega þúsund manns í ár.“
Skipulagið er umfangsmikið. „Við byrjuðum í maí og það er heljarinnar verkefni, margir koma að en árangurinn er mjög gefandi og vinnan öll svo skemmtileg.“


Ólafur Trausti Brynjarsson tók við tveggja milljóna króna framlagi frá Blue í Minningarsjóð Ölla. Hann hljóp tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar til styrktar sjóðnum og safnaði sjálfur um 150 þúsund krónum. „Ég hljóp þessa tíu kílómetra á um fimmtíu mínútum og safnaði mest í sjóðinn líka,“ segir stoltur fulltrúi Minn ingarsjóðsins eftir að hafa tekið við framlaginu úr Góðgerðarfesti Blue.
Hvað kveikti hugmyndina að maraþonhlaupinu?
„Mamma mín stakk upp á þessu,“ segir hann kíminn. „Ég skoðaði þetta og sagði strax já.“
Engin bein tengsl Ólafs við sjóðinn liggja að baki, en fjölskylda hans er úr Reykjanesbæ og þekkir vel til Minningarsjóðs Ölla. Ólafur er í fjórða flokki með Keflavík og er í sjöunda bekk. Hann segir skóla og íþróttir ganga vel og framtíðin verði vonandi íþróttatengd. „Já, örugglega eitthvað í íþróttum, hundrað prósent,“ segir hann. Stóra maraþonið bíður þó aðeins. „Ekki alveg strax, geymi það kannski. Þegar ég verð kominn í níunda bekk, þá mun ég kannski reyna það,“ segir hann og brosir.
Hann veit nákvæmlega fyrir hvað Minningarsjóður Ölla stendur. „Hann hjálpar börnum að geta æft íþróttir, borgar þátttökugjöld og svona,“ útskýrir Ólafur. „Mér finnst þetta mjög mikilvægt.“ Framlagið frá Blue styrkir því markmið sjóðsins enn betur, sem mun skipta sköpum fyrir fjölmörg börn og ungmenni, börn sem annars gætu átt í erfiðleikum með að standa straum af kostnaði.
Aðspurður um hans stuðning við minningarsjóðinn í sumar segir Ólafur. „Já, ég er bara mjög stoltur af mér sjálfum,“ segir hann, og úti lokar ekki framhald á stuðningi við sjóðinn. „Ég geri þetta klárlega aftur á næsta ári.“
rafrænt, sem er ótrúlega þægilegt.“ Úrræðið er nýtt, en markmiðin skýr. „Við viljum grípa börn og ungmenni áður en vandinn verður stór,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir. „Þetta er ráðgjöf, ekki meðferð. Fólk kemur af ýmsum ástæðum, við viljum forðast stimplun og halda fókus á vellíðan.“
Af hverju núna?
„Andleg líðan ungmenna á svæðinu er mjög slæm, verri en á landsvísu,“ segir Þórdís. „Þess vegna skiptir styrkurinn okkur miklu máli. Við viljum bjóða snemmtæka íhlutun og liðsinna
Þess vegna er styrkurinn svo kærkominn.“
Hvernig virkar þjónustan?
Aðgengi er lykilatriði en hægt er að bóka á noona.is. „Allir tímar eru bókaðir rafrænt,“ segir Þórdís. „Við erum staðsett í Fjörheimum, þar er viðtalsherbergi og við bjóðum viðtöl á miðvikudögum frá fjögur til sex. Markmiðið er að vera nálægt krökkunum, á þeirra forsendum.“
Hlýjan hefur kynnt úrræðið víða. „Við kynntum þjónustuna fyrir öllum vinnuskólahópum í sumar og höfum farið inn í skólana,“ segir
líðan barnsins og ungmennisins, og ef þörf er á frekari þjónustu hjálpum við til við að tengja áfram.“
Þakklæti, metnaður og næstu skref
„Við erum ótrúlega þakklátar,“ segir Þórdís. „Samfélagið hefur tekið vel í þetta og styrkurinn skiptir okkur miklu máli til að halda áfram að bjóða upp á þjónustuna.“
„Vonin er að þjónustan vaxi og dafni,“ bætir Gunnhildur við. „Við sjáum þörfina, við viljum að börn og ungmenni bóki tíma, leiti sér

blue Car rental fagnar 15 ára afmæli á árinu en fyrirtækið hóf starfsemi árið 2010 með nokkrum bílum. Í dag er fyrirtækið meðal stærstu bílaleiga landsins, með um þrjú þúsund bíla flota yfir háannatíma og um 120 starfsmenn.
„Við byrjuðum með 5–9 bíla, fórum fljótt í 25 og svo tvöfaldaðist flotinn nánast á hverju ári,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri blue Car rental. „Stærsta stökkið var þegar við fórum úr 500 bílum í 1.000 bíla á einu ári. Þá þurfti að stækka alla innviði samhliða.“
ATVINNULÍF
Páll Ketilsson pket@vf.is


Góður gangur hjá Blue Car Rental á fimmtán ára afmælisári. „Samfélagsleg ábyrgð líka mikilvæg,“ segir Þorstein Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Frá hraðri stækkun í sjálfbæran vöxt
Þorsteinn er yngri Blue-bróðirinn en hann kom inn í fyrirtækið eftir viðskiptanám árið 2014 og gerðist síðar 10% hluthafi ásamt Elísu Ósk Gísladóttur, en stofnendur þess og 45% hluthafar hvort um sig eru Magnús Sverrir bróðir hans og Guðrún Björgvinsdóttir. Það er óhætt að segja að Blue hafi vaxið fiskur um hrygg. Árin 2018 og 2019 mörkuðu tímamót að sögn Þorsteins. „Þá fundum við réttan flöt, við hægðum á stækkun en bættum rekstur, ferla og nýtingu.“ Eftir faraldursárin hefur fókusinn verið skýr, að stilla bílafjöldann að eftirspurn. „Það snýst ekki um að eiga sem flesta bíla, heldur rétta magnið.“
Sögulegt sumar 2025
Þegar við spyrjum Þorstein út í nýliðið sumar en sumarmánuð irnir eru háannatími í bílaleigu þá segir hann sumarið 2025 hafa verið sögulegt. „Júlí og ágúst voru stærstu ferðamannamánuðir í sögu íslenskrar ferðaþjónustu. Aldrei hafa fleiri ferðamenn komið til Íslands en í júlí og ágúst í ár. Við getum ekki kvartað, eftirspurnin stóð undir sér.“ Þó bendir hann á að breytingar í flugi hafi áhrif á komufjölda og að raunáhrif skýrist ekki fyrr en seint á næsta ári.
Við settumst niður með Þorsteini, sem segir frá því hvernig félagið stillir sig á „rétta magnið“ af bílum, hagræðir ferlum með tækni, og horfir til næstu skrefa í breyttu umhverfi. „Við

lega margt á hverjum degi, frá smátjónum upp í alvarlegri atvik,“ segir hann. Þjónustan er allan sólarhringinn í gegnum spjall, síma og tölvupóst. Lykillinn að viðbragðsgetu er tæknin. „Við erum með staðsetningarbúnað - í öllum bílum. Með honum sjáum við staðsetningu, ástandsvísa og högg.“ Næsta skref sé að senda rauntímaskilaboð til viðskiptavina. „Við viljum koma ábendingum og viðvörunum til fólks áður en eitthvað fer úrskeiðis, ekki bara eftir á.“ Reksturinn er mjög umfangsmikill og húsakynnin hafa stækkað á undanförnum árum. Þau eru á þremur fjórum stöðum, á Keflavíkurflugvelli, á tveimur stöðum í Keflavík og í miðbæ Reykjavíkur. „Við skiptum um þúsundir dekkja á ári, um 1.000 framrúður, og seljum eða gerum upp hundruð bíla,“ segir Þorsteinn. Á álagstímum rennur nýr bíll út úr þvottastöðinni á um þriggja mínútna fresti. Sýnileiki og agi í daglegum ferlum hjálpast að, skjákerfi á vinnusvæðum sýna stöður verkefna og pöntunarlista, niður í smáatriði eins og aukahluti í farþegarými.
dacia duster, táknmynd eftirspurnar
Vinsælasti bíll Blue Car Rental er Dacia Duster en hann er það líka hjá flestum bílaleigum landsins enda hentugur fyrir íslenskar aðstæður. „Það þarf ekki að fara langt út fyrir Reykjavík til að sjá hversu skynsamlegur kostur hann er. Fjórhjóladrifið hentar íslenskum aðstæðum, sérstaklega
yfir vetur, og Evrópubúar hafa haft sérstakt dálæti á honum, Bandaríkjamenn eru líka ánægðir með hann, “ segir Þorsteinn.

„Við erum tæknifyrirtæki sem rekur bílaleigu“
Þorsteinn lýsir fyrirtækinu sem tæknidrifnu.
„Við segjum oft að við séum tæknifyrirtæki, frekar en bílaleiga. Við byggjum ferla á gögnum og tækni sem einfalda ferla okkar.“ Í innleiðingu lausna nýtir Blue Car Rental nátengt tæknifyrir-


tækið Dacoda, sem hjálpar að færa hugmyndir úr þróun yfir í rekstur.
„Við leggjum gríðarlega mikið á eigin sölurásir og höfum alltaf gert það,“ segir Þorsteinn. Áherslan er að forðast háar þóknanir endursöluaðila, 15 til 25 prósent, með því að efla eigin bókanir og gera upplifunina ein faldari og skýrari. „Þetta hefur skilað sjálfbærum vexti sem við stýrum sjálf.“
ný ásýnd, frá greiningu til hönnunar
Á síðustu tveimur árum fór Blue Car Rental í ítarlega endurnýjun vörumerkis. „Greiningin var unnin með Brandr í Reykjavík, þar sem við litum inná við og bjuggum til okkar eigin vöru merkjabiblíu.“ Hönnunin var síðan unnin með Saffron í London. Útkoman er heild stætt myndmál, letur, mynstur og kerfi sem skapa stöðugleika og sérstöðu á markaði þar sem varan, sem er bíllinn, er oft sam bærilegur milli keppinauta. „Við vildum skapa stöðugleika og ramma utan um vörumerkið okkar,” segir Þorsteinn en nýja merkið var kynnt síðla sumars og hefur verið tekið í notkun.
Fólkið og samfélagið
Blue Car Rental er með um 120 starfsmenn yfir háannatíma, flestir á Suðurnesjum, þó nokkrir sæki vinnu daglega úr borginni.
segir Þorsteinn. „En ferðamenn eru einfaldlega ekki að biðja um þá í nægilega miklum mæli og það er mjög erfitt að leigja þá út.“ Á sama tíma hækka gjöld, eldsneyti, vörugjöld og möguleg
Hann bendir á hegðunarhlið málsins. „Þeir sem eiga rafbíla á Íslandi þekkja kerfið og hlaða heima. Ferðamaður sem lendir á Íslandi þarf að læra á hleðsluinn viðina og áætlanir þeim tengdum í ókunnu landi. Margir nenna því einfaldlega ekki í fríi.“ Rafbíla væðing er víða skemmra á veg komin en á Íslandi, sérstaklega í Bandaríkjunum sem eru stór markaður fyrir Blue Car Rental. „Þetta tekur tíma, við munum halda áfram að prófa og læra, en núna er eftirspurnin of lítil á móti kostnaði. Og - ekki bara hjá okkur heldur öllum bílaleigum hér á landi.“

Viðkvæm jafnvægislist
Í stuttu máli er reksturinn jafnvægislist milli náttúru og nytsemi, að selja réttan bíl á réttum tíma, að halda ferlunum snörpum, innviðunum góðum, og viðskiptavininum öruggum. „Við erum sátt við árið, reksturinn góður, en við förum í næstu skref með bæði metnað og varfærni. „Það er áfram gakk, en á forsendum gæða, tækninnar og rétta
Árið 2024 var veltan hjá Blue Car Rental um 7 milljarðar króna og horfur 2025 eru á aukningu. Blue Car Rental er meðal 3 til 4 stærstu bílaleiga landsins með skýra sérstöðu í skammtímaleigu til ferða-















Sextíu og eitt fyrirtæki á Suðurnesjum eru á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki 2025. Fyrirtækin koma úr öllum helstu greinum atvinnulífsins, sjávarútvegi, framleiðslu og verslun, verktakar úr iðnaðargeiranum og hugbúnaðargeiranum.
Eitt fyrirtæki á Suðurnesjum hefur verið á listanum á hverju ári síðan hann kom fyrst út árið 2010 en það er Verkfræðistofa Suðurnesja sem er á honum í sextánda sinn. Hér eru myndir af forsvarsfólki nokkurra fyrirtækja sem stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Creditinfo.








Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum 7. október að endurnýja vinabæjarsamband við Vágs Kommunu í Færeyjum. Tillagan hafði áður verið samþykkt samhljóða í bæjarráði þann 10. september. Vinabæjarsambandið á sér langa sögu og hefur styrkt tengsl milli sveitarfélaganna í gegnum menningar-, íþrótta- og skólasamskipti. Með endurnýjuninni er ætlunin að efla enn frekar samstarf milli bæjanna og skapa tækifæri til gagnkvæmra heimsókna og verkefna. Vágs Kommuna er staðsett á suðurhluta Færeyja, á eyjunni Suðuroy, og telur um 1.300 íbúa. Höfuðstaður sveitarfélagsins, Vágur, er einn af elstu verslunar- og
útgerðarbæjum Færeyja. Þar hefur verið blómleg fiskvinnsla, skipasmíðar og sjósókn í gegnum aldir. Í Vági er fjörug menning og öflug íþróttastarfsemi, meðal annars í kringum íþróttafélagið VB Vágur, sem á langa sögu í færeyskri knattspyrnu. Bærinn leggur einnig áherslu á endurnýjanlega orku og umhverfismál, meðal annars í gegnum virkjunina við Vatnið, sem framleiðir rafmagn fyrir stóran hluta eyjarinnar. Með endurnýjun vinabæjasambandsins eru tengslin við Færeyjar styrkt enn frekar, og munu fulltrúar sveitarfélaganna vinna að því að skipuleggja heimsóknir og sameiginleg verkefni á næstu misserum.
Góðgerðarfest Blue og 60 ára afmæli Stapans í þætti vikunnar

Á dögunum hlaut Björgunarsveitin Suðurnes, ásamt öðrum björgunarsveitum á Suðurnesjum, rausnarlegan styrk að upphæð 2 milljónir króna hvor frá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Vísi.

og Sigurvon, sem standa saman að mönnun og rekstri þess. Um er að ræða sérstaka rekstrareiningu sem sinnir lykilhlutverki í sjóbjörgun á svæðinu. Nú stendur fyrir dyrum umfangsmikið verkefni við endurnýjun skipsins, sem er bæði brýnt og mikilvægt fyrir öryggi sjófarenda á Suðurnesjum.
Við í Björgunarsveitinni Suðurnesjum viljum hvetja einstaklinga og fyrirtæki á svæðinu til að styðja þetta verkefni og leggja sitt af mörkum til endurnýjunar
Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein þjónar víðfeðmu svæði – allt frá Reykjanesi og inn í Faxaflóa – og gegnir lykilhlutverki í öryggi allra sem sækja sjó. Styrktarreikningur: 0157-05-400059
Kennitala: 431197-2009
Marteinn Þórdísarson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, tók á móti styrknum fyrir hönd Við sendum okkar innilegustu þakkir til Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis fyrir rausnarlegt framlag og traustan stuðning við björgunarstarf
Björgunarsveitin Suðurnes.


Þyngd: 4040 grömm.
Lengd: 51 sentimetri.
Foreldrar: Hera Sigrún Ásbjarnardóttir og Birgir Örn Hjörvarsson Þau eru búsett í Reykjanesbæ Ljósmóðir: Ósk Jóhannesdóttir ljósmæðranemi og Guðlaug María Sigurðardóttir ljósmóðir

Foreldrar: Guðlaug Ósk Bragadóttir og Tomasz Maciejewski

Drengur fæddist á ljósmæðravakt HSS 16. október 2025.
Þyngd: 3.608 grömm.
Lengd: 51 sentimetri.
Foreldrar: Margrét Vala Kjartansdóttir og Eðvald Freyr Ómarsson Þau eru búsett í Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Katrín Helga Steinþórsdóttir

Stúlka fæddist á ljósmæðravakt HSS 31. október 2025. Þyngd: 3492 grömm.
Lengd: 49 sentimetrar.


Foreldrar heita Sóley Birta Ólafsdóttir og Rúnar Örn Monterola
Ljósmóðir: Ingibjörg Finndís Sigurðardóttir
Það var mikill metnaður lagður í hrekkjavökuskreytingar við Garðbraut í Garði, eins og sjá má á þessari mynd.
Drengur fæddist á ljósmæðravakt HSS 31. október 2025. Þyngd: 3254 grömm.
Lengd: 50 sentimetrar.
Foreldrar heita Birta Sól Utley og Hjálmar Kári Smárason Þau eru búsett í Reykjanesbæ Ljósmóðir: Guðlaug María Sigurðardóttir

Stúlka fæddist á ljósmæðravakt HSS 22. október 2025.
Þyngd: 3640 grömm.
Lengdd: 50 sentimetrar.
Foreldrar heita Laufey Inga Sverrisdóttir og Kristmundur Sverrir Þorleifsson Þau eru búsett í Vogum. Ljósmóðir: Sara Björg Pétursdóttir

Um þriðjungur ungmenna telur sig hafa næga þekkingu til að taka ákvarðanir um framtíðarstarf. Um helmingur er óöruggur og fimmtungur telur sig skorta nauðsynlegar upplýsingar. Þetta kemur fram í rannsókn sem er evrópskt samstarfsverkefni en Háaleitisskóli í Reykjanesbæ er fulltrúi Íslands þar en samstarfsaðilar hans í verkefninu eru Myllubakkaskóli og 88 Húsið í Reykjanesbæ.

Verkefnið „Open Yourself for Career Skills“ miðar að því að efla óformlega starfsráðgjöf, nýta stafræna tækni og auka nýsköpun í ungmennastarfi.
Ungt fólk stendur oft frammi fyrir stórum spurningum þegar skólagöngu lýkur – hvert á að halda næst, í nám, vinnu eða annað? Þrátt fyrir að formleg ráðgjöf sé til staðar í skólum, finnur stór hluti ungmenna enn fyrir skorti á stuðningi og hagnýtum upplýsingum þegar kemur að því að taka ákvarðanir um framtíð sína.
Til að bregðast við þessu hófst árið 2024 evrópskt samstarfsverkefni „Open Yourself for Career Skills“, sem hefur það markmið að efla óformlega starfsráðgjöf og gera hana aðgengilegri með því að nýta stafræna tækni og nýstárlegar aðferðir í ungmennastarfi.
Verkefnið stendur yfir í 24 mánuði – frá september 2024 til ágúst 2026 – og sam-
einar samstarfsaðila frá Litháen, Lettlandi, Íslandi og Spáni.
Háaleitisskóli í reykjanesbæ tekur þátt fyrir hönd Íslands
Íslandsfulltrúi í verkefninu er Háaleitiss óli í Reykjanesbæ, sem tekur virkan þátt í rannsóknarvinnu, þróun nýrra kennsluaðferða og tilraunum með stafrænar lausnir í starfsráðgjöf.
Rannsóknarhluti verkefnisins var leiddur af Mykolas Romeris háskóla (MRU) í Litháen, í samstarfi við rannsóknarstofu á sviði opinberrar nýsköpunar, og kannaði stöðu, þarfir og áskoranir ungs fólks á aldrinum 13–19 ára í fimm Evrópulöndum.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar
Niðurstöður sýna að aðeins um þriðjungur ungmenna telur sig hafa næga þekkingu til að taka ákvarðanir um framtíðarstarf. Um helmingur er óöruggur og fimmtungur telur sig skorta nauðsynlegar upplýsingar. Í fyrsta fasa verkefnisins voru tekin viðtöl við nem endur í 8.–10. bekk ásamt kennurum og öðru starfsfólki sem vinnur með unglingum.
Ungt fólk leggur áherslu á að starfsráðgjöf eigi að fara fram í öruggu og stuðningsríku umhverfi, þar sem hægt er að ræða vonir og efasemdir á opinskáan hátt. Einnig kom fram að upplýsingamiðlun ein og sér dugar ekki – ungt fólk þarf persónulega endurgjöf, hagnýtar æfingar og leiðsögn sem hjálpar
þeim að uppgötva eigin styrkleika og áhuga svið.
Rannsóknin sýndi einnig að stöðurnar eru mismunandi eftir löndum:
• Í Litháen og Lettlandi eru helstu áskoranir í dreifbýli, þar sem stuðn ingur er brotakenndur og ráðgjöf utan skóla erfitt að fá.
• Á Íslandi reyndist staðan veikust – á rannsóknarsvæðinu voru ung mennamiðstöðvar nánast óvirkar, og lítið um stuðning utan skóla.
• Á Spáni er kerfið sterkara – þar er ráðgjöf skipulegri á sveitarstjórnar stigi og mentorakerfi algengari.
Stafrænar lausnir fyrir betri aðgengi og samskipti Í kjölfar rannsóknarinnar stendur verkefnið nú fyrir þróun snjallsímaforrits, sem gerir ungmennum kleift að fá persónulegar upplýsingar, ráðgjöf og bein samskipti við ráðgjafa á einfaldan hátt.

Með því er markmiðið að færa starfsráðgjöf nær daglegu lífi ungs fólks og gera hana sveigjanlegri og aðgengilegri – hvort sem þau eru í skóla, vinnu eða búi í dreifðum byggðum.

lþjóðlegt samstarf eflir íslenskt ungmennastarf
„Open Yourself for Career Skills“ veitir Íslandi einstakt tækifæri til að deila reynslu og læra af öðrum Evrópulöndum. Með samstarfi við stofnanir í Litháen, Lettlandi og á Spáni fær íslenskt ungmennastarf tækifæri til að nýta nýjar hugmyndir, þróa stafrænar aðferðir og efla tengsl milli skóla og samVerkefnið er styrkt af Evrópusambandinu (Erasmus+ Youth in Action).
Grindvískar mæðgur ráku upp stór augu þegar þær kíktu í kirkju garðinn við Stað í Grindavík á dögunum, við þeim blasti poki með rennilás, með mynd af Bob Bibbings og leyfir blaðamaður sér að gera ráð fyrir að Bob sé frá Bandaríkjunum. Bob hafði lengi dreymt um að koma til Íslands og náði að láta drauminn rætast en þó ekki á meðan hann lifði.
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Í pokanum sem er með rennilás, er mynd af Bob með þessum orðum:
„Hi. My name is Bob Bibbings and I passed away from cancer in January 2025. I always wanted to visit Iceland but never got the chance. My friend has brought me with her and left me here for you to find. Please take me with you and let me know where I go.“
Fyrir þá sem eru ekki með enskukunnáttuna upp á tíu:
„Hæ. Ég heiti Bob Bibbings, ég dó úr krabbameini í janúar 2025. Ég hafði alltaf viljað heimsækja

Veittu styrki fyrir 2,5 millj. kr. í fyrra
Kæru velunnarar!

Ísland en fékk aldrei tækifæri til þess. Vinkona mín kom með mig hingað og skyldi mig eftir hér, fyrir þig að finna. Vinsamlegast taktu mig með þér og láttu mig vita hvert ég fer.“
Dagbjört Óskarsdóttir veit ekki alveg hvernig hún eigi að túlka þessi lokaorð Bob.
„Þetta kom okkur spánskt fyrir sjónir, að finna þennan poka með rennilás og steinn ofan á, við settum stærri stein en daginn eftir gerði hávaðarok og við höfðum áhyggjur af pokanum og kom á á daginn að pokinn var horfinn. Dóttir mín fann pokann sem betur fer og við fórum með hann heim og settum svo í glerkrukku. Þar sem við fundum pokann upprunanlega í kirkjugarðinum, grófum við smá holu fyrir glerkrukkuna og er hún þar núna en hvað við


gerum meira veit ég bara hreinlega ekki. Ég veit ekki hvernig við eigum að skilja þessi lokaorð mannsins, eigum við að taka myndina með okkur og hvert vill hann að við förum með myndina?
Ég held að við leyfum bara krukkunni að vera þar sem við grófum hana hana en ef einhver er með betri hugmynd þá má endilega hafa samband,“ sagði Didda eins og hún er jafnan kölluð.
Við erum að fara af stað með sölu á sælgætiskrönsunum okkar. Kransinn kostar 10.000 kr. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála á Suðurnesjum eins og verið hefur. Lionskonur munu fara á milli fyrirtækja eins og bjóða kransa til sölu en einnig er hægt að leggja inn pantanir í síma 895 1229 (Gunnþórunn) og 863 0158 (Eydís).
Með ósk um góðar móttökur og þökkum stuðninginn á liðnum árum. Lionsklúbburinn Freyja.
Meðfylgjandi eru styrkir veittir á árinu 2024 (v/kransasölu) úr líknarsjóði.
Styrkur, armbönd frá Nepal 108.000
Styrkur, Íþróttafélag fatlaðra 25.000
Styrkur, blóm v/útfarar 18.000
Bjöllukór Tónlistarskóla RNB 150.000
Velferðarsjóður Suðurnesja 500.000
Rauði Krossinn 400.000
Fjölsmiðjan Suðurnesjum- 200.000
Styrkur til SÁÁ 10.000
Íþróttafélagið Nes. 50.000
Hvíldarstóll gefinn til HSS sjúkradeild 400.000
Verkefnagjald LCi 56.942
Ofnar til Úkraínu 133.820
Lúðrasveit Tónlistarskóla 100.000
Skátafélagið Heiðabúar 200.000
Styrkur til fatlaðrar íþróttakonu 200.000


Opið fyrir umsóknir vegna nýrra leiguíbúða. Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir umsóknir vegna leiguíbúða í Trölladal 1–11, Reykjanesbæ. Umsóknir og nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.bjargibudafelag.is



allar helgar. Ef það er ekki skemmtun eða árshátíð í stóra salnum þá verður Galsapöbbinn opinn og þar erum við með frábært öltiboð, ef þú kaupir einn færðu annan frían,“ sögðu þeir félagar og bættu því við að þeir ætluðu að beita sér fyrir því að klúbbastarfsemi yrði rifin upp, hjónaklúbbar og þess háttar, m.a. stefna þeir sjálfir að stofnun bjórklúbbs með vorinu!!

Hér athugar Hörður
Stapakokkur lyktina af hákarlinum sem bsr kominn
í hús á þessum tíma og fyrsta þorrablót ársins hafið þá þegar farið fram í Stapa. VFmynd: Pket.
Keflavíkurkokkur
Þeir Galsabræður segja að ástand hússins hefði mátt vera betra. Undanfarið hafi verið unnið talsvert að viðhaldsbreytingum
þó hann hafi ekki verið búsettur í bítlabænum undanfarin ár. Hann rekur steikhús Harðar við Laugaveginn í Reykjavík en hann starfaði í Glaumbergi í Keflavík þegar það opnaði á sínum tíma og við veitingastaðinn Sjávargullið þegar það var og hét. Þeir Galsabræður fengu eldraun í desembermánuði. Það var brjálað að gera, margir dansleikir, einkasamkvæmi og allt þar á milli. Í lok mánaðarins voru þeir með stórafmælisfagnað fyrir Hitaveituna þar sem 300 manns voru í mat. „Það gekk mjög vel og við höfum ekki fengið að heyra annað en að allt hafi runnið ljúflega í gegn,“ sögðu þeir félagar. efasemdaraddir
Galsabræður hafa sem sagt fengið fljúgandi start og eru bjartsýnir á framtíðina en neita því ekki að hafa fengið að heyra efasemdaraddar um bjartsýni þeirra. Leigan á mánuði er rúmlega tvö hundruð fimmtíu og eitt þúsund og þó sumum finnist það veruleg upphæð þá eru Galsabræður hvergi bangnir. „Við fórum í þetta af alvöru, - ætlum ásamt fjölskyldum okkar að vinna vel og erum þess vegna mjög bjartsýnir. Hér verður fjör allar helgar,“ sögðu Galsabræður að lokum fyrir 30 árum síðan.

svið með Rofum, Magnúsi var síðar boðið með í þá hljómsveit, „af því hann var svo góður á gítar“. Húsvörðurinn lykillinn að húsinu Ólafur Sigurjónsson, húsvörður í Stapa á fyrstu árunum, réði miklu um það að ungt tónlistarfólk fengi aðstöðu til æfinga í þessu glæsilega samkomuhúsi í Njarðvík. „Óli var mjög góður við okkur,“ segir Jóhann. „Hann skildi þetta mjög vel,“ bætir Magnús við: „Hann gerði sér grein fyrir að við gætum orðið þeir sem kæmu hér og spiluðu á böllunum síðar.“ Þeir fengu oft lykil, komu inn eftir skóla og æfðu frameftir.
Aðstaðan var til fyrirmyndar á sínum tíma segja þeir félagar. „Þetta var frábært hús, við fórum á sviðið, skruppum svo niður í kjallara og fengum okkur pásu,“ segir Magnús og brosir. Undir sviðinu var rými með leikmunum og geymslu sem hentaði vel í pásum milli lota á sviðinu.
Stapi var miðpunktur skemmtana. „Þetta voru svo spennandi tímar, það var eitthvað nýtt að gerast í músíkinni á hverjum degi,“ segir Magnús. Jóhann rifjar upp eftirminnilega stund þegar Trúbrot kom fyrst fram í húsinu, það var stórt augnablik fyrir unga tónlistarmenn á svæðinu.
tveir og síminn
Samstarf Magnúsar og Jóhanns hefur varað í áratugi og á fyrstu ár unum var tækni þess tíma notuð til hins ítrasta með símalagasmíðum. „Við hringdumst á og sungum bara fyrir hvorn annan í símann,“ segir
Jóhann. „Það voru stóru svörtu símarnir,“ bætir Magnús við og út
skýrir hvernig þetta fór fram: „Jói, ég er búinn að semja nýtt lag, lagði símtólið á borðið og spilaði lagið.“
Sjálflærðir á sínum forsendum
Hvorki Magnús né Jóhann fóru langa formlega leið í tónlistarnámi. „Ég fór í einn gítartíma,“ segir Magnús og lýsir því að tíminn hafi
skátunum. Hann segist reyndar fyrst hafa notað gítarinn til að stríða kettinum sínum. Með því að draga neglur eftir strengjum setti kötturinn upp kryppu og loðið skott.
„Svo komu Bítlarnir og þá voru bílskúrsbönd í öllum bílskúrum. Þá varð ég að læra á gítarinn. Sævar, bróðir Gunna Þórðar, gaf mér gítarhefti og þar lærði ég vinnukonugripin og þau voru augljós. Svo var mér sagt að ég þyrfti að læra þvergrip, því annars væri ég ekki gjaldgengur í bandið. Mér fannst það algjörlega yfirstíganlegt þetta þvergrip og var ekki með neina bók um það. Þá fór ég og hitti Gissur, sem var að kenna á gítar í Njarðvík, og hann kenndi mér þvergripin. Þegar þú ert búinn að læra eitt þá kanntu öll hin,“ segir Jóhann.
Húsband í rockville
Stærsta beygjan hjá Magnúsi var að yfirgefa sjóinn. „Ég var á mótorbátnum Mumma og sagði skipstjóranum að ég ætla að hætta þegar við komum í land, ég ætla að verða tónlistarmaður.“ Hann hló fyrst, en Magnús fór í land og æfði „sex til sjö klukkutíma á dag, marga mánuði“. Þegar þeir hittust síðar rifjaði stýrimaðurinn upp söguna brosandi.
sé á innri manni, maður er enn 16 ára í huganum“. Hann samdi nýlega texta. „Ég samdi textann í fyrradag, lag sem kviknaði eftir að hafa séð nýja kvikmynd um Bob Dylan. Mig langaði að upplifa tímabilið aftur.“
Magnús segir frá nýrri plötu. „Ég lofa þig líf“ heitir hún,“ útskýrir hann, safn laga sem rekja tilfinningar og minningar „allt frá því ég var 8 til 9 ára í fjörunni heima og áfram“. Lögin eru 16 talsins og hann segist mjög ánægður með plötuna.
Jóhann er einnig á kafi í lagasmíðum og er nýbúinn að gefa út plötu en um hvað er hún? „Mikið um ástina og lífið í víðu samhengi,“ segir hann. Magnús bætir við, „Mér fannst ég endurheimta Jóa frá því fyrir 1970 og eitthvað, allt í einu fór hann að syngja hátt eins og ég þekkti, ég mæli eindregið með plötunni.“
Stapi í hjartanu
Að lokum snúa þeir aftur að afmælisbarninu sjálfu. „Stapi gaf okkur tækifæri, rými og trú, og það skiptir öllu þegar maður er að byrja,“ segir Jóhann. „Stapi var og er heimavöllur,“ bætir Magnús við.



arathafnir og stórir tónleikar,“ segir Tómas.
Endurbæturnar á húsnæðinu og bygging Hljómahallar komu Stapa aftur í burðarhlutverk. „Árið eftir opnun fimmfölduðum við áætlaðar tekjur,“ segir hann og bendir á sér stöðu salarins: Flatt gólf, engir fastir stólar og ótal uppsetningar möguleikar. „Það er enginn annar salur sunnanlands jafn stór og jafn sveigjanlegur.“







ein gömul og góð úr Stapa frá því fyrir breytingar. Þarna fyllir unga fólkið









Kardemommubærinn er skemmtileg fjölskyldusýning. VF/hilmarbragi

hlýju, húmors og drifkrafts. leikstjórn g gunnsteinssonar



Minjastofnun Íslands
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2026
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til:
• viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.
• byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráning og mannvirkja, og miðlun byggingararf
• sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 575/2016
Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst, og í samræmi við innsend umsóknargögn. Umsóknareyðublaðið er fyllt út
Minjastofnunar Íslands
Umsóknir í húsafriðunarsjóð. Þar er einnig að finna leiðbeiningar við gerð umsókna. Fyrirspurnir sendist á netfangið: husafridunarsjodur@minjastofnun.is
Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 1. desember 2025

Suðurgötu 39, Sími: 5701300 www.minjastofnun.is
Ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan stela ítrekað senunni með ómótstæðilegri samvinnu, nákvæmri tímasetningu og húmor sem fær salinn til að skellihlæja. Þeir eru elskuleg „illmenni“ og samskipti þeirra við aðra íbúa bæjarins eru meðal hápunkta sýningarinnar.
Soffía frænka, þetta óviðjafnanlega skass, er líka ein af perlum sýningarinnar: skörp og ráðrík á yfirborðinu en með blítt hjarta sem skín þegar á reynir. Innkomur hennar kveikja hlátursköst en persónan fær líka mannlega dýpt sem tengist beint við boðskap verksins, að styrkur samfélagsins í Karme-
skipti eru lipur og áferð sýningarinnar heilsteypt. Þau sem unnu sviðsmyndina hafa svo sannarlega gert þetta áður. Leikararnir fá heildstætt hrós. Hér ríkir fagmennska og leikgleði. Hópurinn er allt frá nýliðum til mikilla reynslubolta í Frumleikhúsinu. Það sést að mikill metnaður liggur að baki, allt frá kóreógrafíu og látbragði yfir í stílhreina tæknivinnu. Niðurstaðan er fjölskyldusýning sem hittir beint í mark. Karmemommubærinn getur því verið fyrsta leikhúsferð margra barna og ljúf nostalgíustund fyrir þau eldri. Það er ástæða til að hvetja til ferðar í frumleikhúsið
dögunum fjölskyldusöngleikinn Kardemommubæinn og stemningin var rafmögnuð. „Við erum ótrúlega heppin að hafa fengið leyfi til að setja þessa sígildu sögu á svið með frábærum leikstjóra,“ segir Soffía frænka í viðtali við Víkurfréttir. Ræningjarnir fengu að taka þátt í viðtalinu og voru til friðs rétt á meðan viðtalið fór fram „Við viljum bara vera hluti af bæjarfélaginu og þetta verk hittir í mark með boðskap sem
Sígild saga með nútímalegu ívafi „Það er ótrúlegt hvað Kardemommubærinn eldist vel. Boðskapurinn um að allir eigi annan möguleika á alltaf við,“ segir Soffía frænka. Ræningjarnir bæta við að sýningin sé áminning um að fólk geti átt það til að villast af leið ef ekki er vel haldið utan um það, en líka að hægt sé að snúa á rétta Uppfærslan í Frumleikhúsinu er með léttu nútímalegu ívafi. „Við erum aðeins að snúa upp á þessa klassísku sögu, með bröndurum sem börn skilja en hitta líka vel í mark hjá fullorðnum,“ segja ræningjarnir. „Tónlistin fær ferska útsetningu, dálítið skemmtilegt tvist hér í Bítlabænum,“ bætir Soffía frænka við.
Stór hópur – allir leggja sitt af mörkum
Leikhópurinn spannar aldur og reynslu frá grunnskólakrökkum til leikara að nálgast eftirlaunaaldur. „Í áhugaleikhúsi eru allir í öllu,“ segja ræningjarnir. „Við sköffum leikmuni, aðstoðum við búninga og sviðsmynd og allt þar á milli.“ Á bak við söngleikinn stendur öflugt teymi með leikstjóra, aðstoðarleikstjóra, danshöfundi og söngþjálfara. „Það hefur verið krefjandi og brjálæðislega gaman og við vonum (og trúum) að það skili sér til áhorfenda,“ segir Soffía frænka. Fjölskyldusýning um helgar – mögulega aukasýningar Þetta er augljós fjölskyldusöngleikur. „Við sýnum aðallega á laugardögum og sunnudögum klukkan 13 og aftur klukkan 17,“ segir Soffía frænka. Ef aðsókn verður mikil er reiknað með síðdegissýningum á virkum dögum og stefnt er að sýningartörn fram að jólum. jónið og páfagaukurinn“

Aðspurðir um dýrin sem koma við sögu svara leikarnir í gamansömum anda: „Við fluttum inn páfagauk frá Vestur-Indíum og fengum ljónið í Húsdýragarðinum – og bætum jafnvel við asna og kameldýrum af TEMU,“ segja þeir hlægjandi og leggja áherslu á að þetta sé 100% sýning sem enginn



















Það var frábær stemning á árshátíð Skólamatar sem var haldin á Hótel Hilton 25.október sl. Það var ítalskt þema í mat og skreytingum. Tæplega 300 manns mættu og skemmtu sér konunglega. Veislustjóri kvöldsins var Björn Bragi og hljómsveitin Meid in sveitin hélt uppi stuðinu langt fram á nótt. Veittar voru stórafmælisgjafir, 10 og 20 ára starfsafmælisgjafir og svo var happdrætti sem sló heldur betur i gegn. Jón Axelsson, forstjóri, hélt tölu og var stoltur af sínu fólki.






Á aukafundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar sl. mánudag samþykkti ráðið að senda jákvæða umsögn til nefndasviðs Alþingis um þingsályktunartillögu um fýsilega hjólaleið milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.
Í umsögninni segir að tillagan sé í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um vistvænar og öruggar samgöngur og styðji við markmið svæðisskipulags um að efla tengingar milli helstu byggðarkjarna á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarráð hafði óskað eftir umsögn ráðsins og hvetur Reykja-
nesbær í framhaldinu innviðaráðherra til að skipa starfshóp um verkefnið. Lagt er til að hópurinn taki mið af svæðisskipulagi Suðurnesja og tryggi gott samstarf við sveitarfélögin á svæðinu. Reykjanesbær leggur áherslu á að fulltrúar sveitarfélagsins eigi sæti í starfshópnum. Samkvæmt umsögninni munu þeir leggja til gögn, reynslu og sjónarmið íbúa svæðisins til að tryggja að leiðarval, öryggismál og tengingar við núverandi innviði verði metin á heildstæðan hátt.
Umsögnin verður nú send til nefndasviðs Alþingis í samræmi við erindið.
n Ljósaröð með kyndlum og flugeldasýning í Sandgerði Ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjabæjar var upplýst á síðasta fundi að fyrirhugaðar staðsetningar fyrir áramótabrennur í sveitarfélaginu standist ekki þau skilyrði sem gilda samkvæmt lögum og reglugerðum. Í stað brenna verður haldin flugeldasýning í Sandgerði á gamlárskvöld og kyndlabrenna endurtekin við Sjávargötu.
Á fundi ráðsins, þar sem Einar Friðrik Brynjarsson, deildarstjóri umhverfisdeildar, sat undir viðkomandi dagskrárlið, kom fram að staðsetningar fyrir áramótabrennur í Suðurnesjabæ uppfylla ekki lagaleg og reglugerðarbundin skilyrði.
Í ljósi þess var ákveðið að efna til annars konar áramóta-viðburða: Flugeldasýning verður haldin í Sandgerði nú um áramótin
Þegar


2025–2026. Kyndlabrenna við Sjávargötu verður endurtekin, þar sem íbúar og gestir geta myndað fallega eldröð meðfram sjónum. Suðurnesjabær útvegar kyndla á staðnum, án endurgjalds. Ráðið hvetur íbúa til að mæta og taka þátt í þessum fjölskylduvænu viðburðum og ítrekar um leið varkárni í meðferð elds.
„Ég fann í sumar þegar ég fylgdist með liðinu og sérstaklega eftir sigurleikinn á móti HK, að ég myndi vilja ganga til liðs við það,“ segir Natasha Anasi-Erlingsson en hún gekk í dag til liðs við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur í Bestu deild kvenna. Natasha kemur frá Val en hún kom hingað til lands árið 2014 og hóf feril sinn með ÍBV og hefur auk þess leikið með Keflavík, Breiðablik og Val hér á landi, og varð hún Íslandsmeistari með síðastnefnda liðinu í fyrra. Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og var í hópi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar.
Natasha mun ekki geta byrjað strax að æfa þar sem hún varð fyrir því óláni að slíta krossband fyrr í sumar en þegar hún verður búin að ná sér er ljóst að hún mun styrkja lið nýliðanna mjög mikið. Hún er mjög spennt fyrir vistaskiptunum.
„Ég var strax spennt þegar haft var samband við mig. Ég fylgdist vel með þeim í sumar og fann á mér eftir sigurleikinn á móti HK, og ljóst að liðið hefði tryggt sig upp í Bestu deildina, að ég myndi ganga til liðs við það. Ég bý auðvitað hér, maðurinn minn
[Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik] er héðan, dóttir okkar er að æfa með Keflavík og það er hluti af þessari ákvörðun, að reyna að efla kvennaknattspyrnu hér á svæðinu. Mér líst vel á að spila með nýliðum, ég fór upp með Keflavík á sínum tíma svo ég þekki þetta alveg. Ég hreifst af hvernig Grindavík/Njarðvík spilaði á síðasta tímabili, líst mjög vel á þjálfarateymið og get ekki beðið eftir að byrja æfa. Þetta er auðvitað nýtt lið en stelpurnar úr Grindavík hafa sumar leikið í efstu deild og ég er viss um að við munum mynda sterka liðsheild og standa okkur vel. Auðvitað er eðlilegt fyrsta markmið nýliða að festa sig í sessi í deildinni en hver veit? Við eigum eftir að styrkja okkur meira og ég vil að við mætum í alla leiki til að vinna. Ég hef landað Íslandsmeistaratitli og vil upplifa þá tilfinningu aftur. Ég hlakka mikið til að byrja og finnst eins og ég sé komin heim. Það er frábær umgjörð hér, það var mikil stemning hér í sumar og góður andi og ég er sannfærð um að ef við leggjum okkur allar fram, höfum gaman af því sem við erum að gera og myndum góða liðsheild, þá munum við standa okkur,“ sagði Natasha að lokum.
Meirihluti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar – Sjálfstæðisflokkur, Bæjarlistinn og Samfylkingin – samþykkti í fyrra fjárhagsáætlun sem tók ekki tillit til stóra og fyrirséða kostnaðarliði í félagsþjónustunni.
Minnihlutinn gagnrýndi þetta harðlega við afgreiðslu áætlunarinnar og benti á að útgjöld, sérstaklega vegna barna með fjölþættan vanda, væru mun hærri en gert var ráð fyrir. Þrátt fyrir skýrar ábendingar og ráðleggingar fagaðila á félagsþjónustusviði ákvað meirihlutinn engu að síður að áætla einungis 50 milljónir króna í þennan málaflokk árið 2025.

Nú, í október 2025, hefur meirihlutinn lagt fram viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 upp á 290 milljónir króna vegna sama málaflokks.
Það staðfestir það sem við í minnihlutanum bentum á í desember í fyrra, að fjárhagsáætlun meirihlutans var hvorki raunhæf né ábyrg.
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025, þann 11. desember
2024, lagði minnihlutinn fram bókun þar sem sérstaklega var bent á að kostnaður vegna barna með fjölþættan vanda hefði aukist um 254 milljónir milli ára.
Engu að síður var aðeins áætlað 50 milljónir króna til málaflokksins, og jafnframt var gerð athugasemd við skort á samráði í áætlunarferlinu. Þegar viðaukinn upp á 290 milljónir króna var lagður fram af meirihlutanum í Suðurnesjabæ nú í október, studdum við í Framsókn hann að sjálfsögðu. Það var fyrirséð að kostnaðurinn myndi lenda á bæjarsjóði, og mikilvægt að börn í erfiðum aðstæðum fái viðunandi þjónustu.
Ríkisstjórnin undirritaði samkomulag við sveitarfélögin í vor um að taka þennan málaflokk yfir frá sveitarfélögunum og þar með einnig þann kostnað sem honum
fylgir, frá og með júní 2025. Það var því fyrir séð að kostnaðurinn frá janúar til júní myndi lenda á bæjarsjóði.
Enn hefur þó ekki ein einasta króna borist frá ríkissjóði vegna þessa málaflokks sem snýr að kostnaði frá júní til október Þrátt fyrir fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar.
bókun Framsóknar við afgreiðslu málsins
Bókun frá fulltrúa B lista: Fulltrúi B-lista Framsóknar vill minna á að á 75. fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, sem haldinn var þann 11. desember 2024, við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025, lagði minnihlutinn fram eftirfarandi bókun: Minnihlutinn, bæjarfulltrúar B-lista Framsóknar og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon, telja að fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 hjá Suðurnesjabæ, sem hér liggur fyrir, gefi ekki raunhæfa mynd af þeim kostnaði sem fyrirséð er að muni lenda á bæjarsjóði. Í því samhengi vilja bæjarfulltrúar B-lista og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon benda á að kostnaður
vegna barna með fjölþættan vanda hefur aukist um 254 milljónir milli ára, en þrátt fyrir þetta hafa S-, D- og O-listar einungis áætlað 50 milljónir króna í þessum lið. Bæjarfulltrúar B-listans og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon vilja einnig gera athugasemdir við skort á samráði við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Minnihlutinn fékk einungis aðkomu á tveimur vinnufundum, þar sem einungis var farið yfir glærur og engar ákvarðanir teknar, ásamt því að ákvörðun um fundartíma var ekki í samráði við fulltrúa minnihlutans. Þetta fyrirkomulag samráðs var því hvorki fullnægjandi né í samræmi við það sem ætti að viðhafast í lýðræðislegum vinnubrögðum. Af ofangreindum ástæðum geta bæjarfulltrúar B-lista Framsóknar og bæjarfulltrúi Magnús S. Magnússon ekki stutt framlagða fjárhagsáætlun. Ljóst er nú, vegna þessara viðauka, að meirihluti S-, D- og O-lista hefur verulega vanáætlað útgjöld í þessum málaflokki og þar með vanfjármagnað þjónustu við börn með fjölþættan vanda.
Þetta staðfestir það sem minnihlutinn benti á við afgreiðslu fjár-
hagsáætlunarinnar að áætlunin var hvorki raunhæf né byggð á fullnægjandi greiningu á raunverulegum rekstrarkostnaði sveitarfélagsins.
Það er áhyggjuefni að þurfa að gera slíka viðauka upp á hundruð milljóna króna innan ársins vegna vanmats í áætlunargerð meirihlutans.
Slíkt vinnulag grefur undan trúverðugleika fjárhagsáætlunarferlisins og sýnir að brýnt er að bæta bæði faglega undirbúning og samráð við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Framsókn mun áfram beita sér fyrir því að fjárhagsáætlanir Suðurnesjabæjar byggist á raungögnum, ábyrgri stjórnsýslu og samráði við alla bæjarfulltrúa – í lok dags snýst þetta um að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gefi raunhæfa mynd af rekstrarkostnaði sveitarfélagsins og tryggi ábyrga stjórnsýslu.
Anton Guðmundsson Oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ
Undirbúningur fyrir Aðventugarðinn og Aðventusvellið í Reykjanesbæ er kominn á fullt skrið.
Aðventugarðurinn opnar fyrstu helgina í desember, 6.–7. desember, og verður opið frá kl. 14–17 á laugardögum og sunnudögum. Á Þorláksmessu verður opið frá kl. 18–21. Markmið garðsins er að lýsa upp svartasta skammdegið og skapa notalega jólastemningu fyrir börn og fullorðna.
Rekstraraðili Aðventusvellsins, Gautaborg ehf., stefnir á opnun um miðjan nóvember. Nánari upplýsingar verða birtar á adventusvellid.is.
Menningar- og þjónusturáð hvetur íbúa Reykjanesbæjar til að gera sér glaðan dag á aðventunni, heimsækja fallega Aðventugarðinn og nýta þjónustu verslana og veitingastaða í heimabyggð.

Starfsemi Þekkingarseturs Suðurnesja hefur gengið afar vel á árinu og að áhugi almennings og skólanema á starfseminni hefur aukist verulega.
Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekkingarsetursins, sagði frá því á síðasta stjórnarfundi setursins að sumarið hefði gengið mjög vel og gistiaðstaða verið vel nýtt. Fjöldi nemenda sem heimsótti sýningarnar á vordögum var 1.058, og gert er ráð fyrir að heildarfjöldi gesta á árinu verði um 2.000 að lokinni Safnahelgi á Suðurnesjum í byrjun október.
Nýr starfsmaður, Anna Selbmann líffræðingur, hefur hafið störf og komið sér vel inn í starfið. Jafnframt lét Sölvi Rúnar Vignisson, sem starfað hefur við Þekkingarsetrið síðan 2013, af störfum til að taka við sem forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn. Hann mun þó áfram sinna verkefnum fyrir setrið sem verktaki. gervigreind og nýsköpun í brennidepli
Á fundinum var kynnt að Samtök þekkingarsetra, í samstarfi við KPMG og Innovation Week, hafi fengið 6,6 milljóna króna styrk úr Lóu sjóðnum til verkefnisins Gervigreind og nýsköpun. Verkefnið felur í sér vinnustofur sem haldnar verða víðs vegar um landið.
Vinnustofan á Suðurnesjum verður haldin þriðjudaginn 11. nóvember kl. 9–13, þar sem þátttakendum verður boðið að taka þátt endurgjaldslaust og fá léttan hádegisverð.

Kvenfélagið Fjóla fagnaði stórum tímamótum í sumar, en félagið varð 100 ára þann 5. júlí síðastliðinn. Í tilefni af 100 ára afmælinu héldu félagskonur glæsilega afmælisveislu í Tjarnarsal um síðustu helgi, þar sem fjölmenni kom saman til að fagna þessum merka áfanga.
Við þetta tilefni veitti Kvenfélagið Fjóla styrki fyrir rúmlega eina og hálfa milljón króna. Stjórn félagsins ákvað að þessu sinni að beina styrkjum að nærumhverfi félagsins, meðal annars til leikskóla, félagsmiðstöðvar, unglingastarfs björgunarsveitarinnar, Ungmennafélagsins Þróttar og Minjafélagsins í Vogum. Var það gert til þess að efla samfélagið og þau málefni sem félagið hefur alla tíð lagt sitt af mörkum til.
Í dag eru 31 kona í félaginu, þar af tvær heiðurskonur, systurnar
Ása og Helga Árnadætur, sem voru heiðraðar sérstaklega.
Boðið var upp á dýrindismat frá Réttinum og sáu Steiney Skúla dóttir og trúbadorinn Heiður um skemmtidagskrána. Steiney stýrði veislunni af stakri snilld og skapaði hlýlegt og létt andrúmsloft, en Heiður sló svo botninn í kvöldið með lifandi tónlist og fjöri.
Afmælisveislan var í anda Fjólu kvenna, hlý, samheldin og full af gleði, þar sem minningar og vinátta Kvenfélagsins Fjólu voru í forgrunni.






Njarðvík fyrst liða til að leggja kvennalið Grindavíkur að velli
„Ef við mætum ekki tilbúnir til leiks erum við fljótir að fara niður á lágt plan,“ segir fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í Bónusdeild karla, Ólafur Ólafsson. Lið hans hefur farið frábærlega af stað og hefur unnið alla fimm leiki sína. Þeir fá alvöru próf á föstudagskvöld á heimavelli sínum í HS Orku höllinni og fá þá Keflvíkinga í heimsókn. Njarðvíkingar mæta Íslandsmeisturum Stjörnunnar á heimavelli á fimmtudagskvöld.
ÍÞRÓTTIR
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Kvennamegin hefur lið Grindavíkur sömuleiðis farið vel af stað, þær voru ósigraðar þar til þær mættu liði Njarðvíkur en liðin eru efst ásamt KR en Grindavík mætir einmitt KR í kvöld á útivelli. Keflavíkurkonur hafa ekki farið eins vel af stað, töpuðu í síðustu umferð á móti Stjörnunni og mættu Tindastóli á útivelli um það leyti sem Víkurfréttir fóru í prentun og á sama tíma mætti Njarðvík Hamar/Þór Þorlákshöfn á heimavelli.
bónusdeild kvenna
Grindavíkurkonur hafa farið vel af stað á þessu tímabili og unnu fyrstu fjóra leiki sína. Þær lentu í áfalli, Emilie Hesseldal meiddist í fjórða leiknum og verður frá í nokkrar vikur í viðbót og fyrsta tap Grindavíkur varð staðreynd í fyrsta leiknum sem Emilie naut ekki við, á móti hennar gömlu félögum í Njarðvík. Grindavík mætti Tindastóli í síðasta leik og komst aftur á sigurbraut og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim reiðir af í toppslagnum gegn KR. Njarðvíkurkonur hafa sömu leiðis farið vel af stað, hafa bara tapað einum leik, á móti KR á útivelli í fjórðu umferð. Þær unnu grannana í Keflavík á útivelli í síðustu umferð og eru til alls vísar í vetur. Bakvarðadúettinn Brittany Dinkins og Danielle Rodriguez hefur verið mjög
öflugur og Njarðvíkurkonur eru sömuleiðis sterkar inni í teig. Þær mættu Hamar/Þór Þorlákshöfn um það leyti sem Víkurfréttir fóru í prentun. Keflavík hefur valdið vonbrigðum það sem af er en þar á bæ er krafan alltaf skýlaus, stefnt skal á alla titla. Keflavík lenti í útlendingavandræðum og lét báða leikmenn sína fara í upphafi tímabils og lék útlendingalausar fyrstu umferðirnar. Hin bandaríska Keishana Washington

útivelli og tap á heimavelli á móti Njarðvík í síðustu umferð. Keflavík ferðaðist á Sauðárkrók þegar Víkurfréttablaðið var í vinnslu.
bónusdeild karla
Keflvíkingar hafa farið vel af stað og líta vel út í upphafi tímabilsins. Daníel Guðni Guðmundsson er strax búinn að setja sitt handbragð á leik liðsins og hefur varnarleikurinn sérstaklega tekið stakkaskiptum. Þeir bættu við sig mjög öflugum útlendingi á dögunum, Egor Koulechov sem er ættaður frá Rússlandi og Ísrael, hefur átt mjög flottan feril í Euroleague, sem er sterkasta Evrópukeppni félagsliða og er ljóst að hann mun

Úr viðureign Keflavíkur og njarðvíkur í bónusdeild kvenna um liðna helgi. Þar sigraði njarðvík með 102 stigum gegn 93.
stóli, en síðan Egor gekk til liðs við liðið hefur það unnið tvo leiki og verður spennandi að sjá hvernig leikurinn í Grindavík á föstudagskvöldið verður. Njarðvíkingar réttu úr kútnum eftir dapra fyrstu tvo leikina sem báðir töpuðust og sérstaklega hefur Bandaríkjamaðurinn í liði þeirra, Brandon Averette, bætt við tönn en eftir að hafa skorað 17,5 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum, var hann með 32,5 í næstu tveimur sem voru sigurleikir. Njarðvík tapaði svo öðru sinni fyrir Álftanesi í síðustu umferð, höfðu þurft að sætta sig við tap í 32 liða úrslitum VÍS-bikarsins. Njarðvík er með tvo sigra og þrjú töp í 7-9. sæti og mætir Íslandsmeisturum Stjörnunnar á heimavelli á fimmtudagskvöld. Grindvíkingar eru ósigraðir til þessa og hafa litið mjög vel út, sérstaklega varnarlega. Eftir fámennt og erfitt undirbúningstímabil hafa Grindvíkingar í raun ekki litið til baka síðan ákvörðun var tekin um að leika alla heimaleiki í Grindavík. Ólafur Ólafsson er fyrirliði liðsins. „Það er langt síðan við byrjuðum svo vel og ef ég á að koma með útskýringu á góðu gengi okkar þá erum við bara allir á sömu blaðsíðunni, erum einbeittir á það sem við viljum gera og fylgjum leikplani þjálfaranna mjög vel. Vörnin hefur verið mjög sterk og við erum einhvern veginn allir á sömu blaðsíðunni í varnarleiknum. Það er erfitt að halda góðu varnarskipulagi ef einhver einn missir einbeitingu og ég myndi segja að við höfum verið mjög sterkir í þremur og hálfum leik, það er kannski ekki tilviljun að Deandre Kane var ekki með okkur í hinum eina og hálfa leiknum. Hann er gríðarlega sterkur varnarlega og bindur
vörn okkar mjög vel saman. Helgi Magg á líka sinn þátt í okkar góða varnarleik, hann var annálaður varnarmaður þegar hann spilaði og það hefur skilað sér í leik okkar.
Undirbúningstímabilið gaf ekki ástæðu til mikillar bjartsýni, við vorum fáliðaðir og fengum ekki alltaf góðan tíma til æfinga í Smáranum en eftir að ákvörðun var tekin um að fara alfarið með liðin heim til Grindavíkur hefur allt rúllað vel fyrir okkur. Erlendu leikmennirnir eru mjög ánægðir með að vera komnir heim, við Grindvíkingarnir að sjálfsögðu líka og það gefur auga leið hversu miklu betra er að geta æft um fimmleytið í stað þess að vera að æfa klukkan átta í Kópavogi. Við erum komnir í klefann okkar, þarna líður okkur best og það hefur skilað sér inn á völlinn. Við erum samt með báða fætur á jörðinni, við vitum að um leið og við missum einbeitingu þá erum við ekki eins góðir, t.d. á móti nýliðum ÍA, kannski að eitthvað vanmat hafi gert vart við sig og þá erum við fljótir að fara niður á sama plan og andstæðingurinn. Ég hef ekki trú á að menn mæti værukærir á föstudagskvöldið á móti Keflvíkingum. Þeir eru vel þjálfaðir af Danna og eru með fleiri en eitt plan núna, þeir ætla ekki bara að skora meira en andstæðingurinn. Þeir hafa verið sterkari varnarlega og það verður gaman að mæta þeim og nú set ég pressu á stuðningsmenn þeirra. Njarðvíkingar fylltu HS Orku höllina ásamt okkar stuðningsmönnum í byrjun október. Ég trúi ekki öðru en keflvískir stuðningsmenn muni bæta um betur á föstudaginn. Eftir leik ætla stuðningsmenn víst að sameinast og gera sér glaðan dag á Sjómannastofunni Vör hjá Villa og fyrir leikinn verða að sjálfsögðu grillaðir hamborgarar í Gjánni. Ég hvet alla Grindvíkinga og Keflvíkinga til að mæta og láta vel í sér heyra. Þetta ætti að rifja upp gömlu góðu tímana, ég get ekki beðið eftir þessum leik og ætla að mæta með sigur í farteskinu á Vörina eftir leik,“ sagði Óli að lokum.


Guðmundur Jónsson er meðlimur í mótorhjólaklúbbnum




„Það er æðislegt að vinna við áhugamálið,“ segir grindvíkingurinn ólöf Helga Pálsdóttir en hún tók við umsjón á bónus-körfuboltakvöldi kvenna á Sýn fyrr í vetur og ef hún er ekki fyrir framan myndavélina, þá er hún stödd í íþróttahúsinu að Hlíðarenda þar sem Valur er með sínar bækistöðvar og þjálfar þar unga og upprennandi körfuboltamenn - og konur. ólöf hefur komið sér vel fyrir í r eykjavík en hugurinn leitar oft til grindavíkur.

Þegar Ólöf byrjaði sjónvarpsferilinn var körfuboltakvöld hjá konunum ekki byrjað.
„Ég var fengin fyrir úrslitakeppni kvenna árið 2018 sem sérfræðingur en það ár mættust Haukar og Valur í úrslitunum. Svo byrjaði körfuboltakvöld hjá konum seinna og ég varð ein af sérfræðingunum eftir að ég hætti að þjálfa í efstu deild og hafði mjög gaman af þessu. Ég hef alltaf verið með sterkar skoðanir og hikaði ekki við að segja mína skoðun og þurfti aðeins að breyta um takt fyrir þetta tímabil þegar ég tók við umsjóninni. Þegar ég byrjaði þá var Kjartan Atli líka með körfuboltakvöld kvenna og svo tók Hörður Unnsteins við en mér var boðið starfið fyrir þetta tímabil. Ég er einstæð þriggja barna móðir svo þetta var ekki
alveg einföld ákvörðun en vinnuveitendur mínir hjá Val hvöttu mig óspart og barnsfaðir minn og foreldrar bakka mig upp svo þetta hefur gengið vel til þessa. Mér líður alltaf betur og betur í þessu nýja hlutverki en það eru búnir sex þættir. Ég vona að það sjáist munur á fyrstu þáttunum og til dagsins í dag. Þættirnir eru venjulega í beinni útsendingu og það setur mann einhvern veginn meira upp á tærnar, þó svo að það sama eigi sér stað þegar þáttur er tekinn upp og sýndur síðar, þá er auðvitað hægt að grípa inn í og laga ef eitthvað fer úrskeiðis en það hefur reyndar ekki gerst. Þegar bein útsending er í gangi þá gírar maður sig einhvern veginn öðruvísi upp, ég get ekki alveg útskýrt það en ég kann alltaf betur við mig í
beinni útsendingu. Ég er ennþá að læra í þessu nýja hlutverki, ég geri mistök en mér líður alltaf betur og betur og hlakka til að bæta mig enn frekar. Við vorum með skiptiborðið í fyrsta skipti í síðustu umferð, vorum þá í beinni útsendingu í þrjá klukku tíma. Það var öðruvísi en mjög skemmtilegt og munum við von andi gera meira af því í vetur. Uppgangurinn í körfuboltanum hefur verið ótrúlegur undanfarin ár og á Sýn stóran þátt í því með þessari miklu og faglegu umfjöllun og hefur verið gaman að vera þátttakandi. Þótt ég sé orðin þáttastjórn andi þá verð ég ekki vör við meiri athygli, það er helst að krökkunum sem ég er að þjálfa finnist skrýtið að sjá mig svona mikið í sjónvarpinu.“
leikmaður og þjálfari
Íþróttir hafa alltaf skipað stóran sess í lífi Ólafar sem ólst upp í Grindavík og lék körfuknattleik og knattspyrnu jöfnum höndum og fótum upp að 23 ára aldri.
„Grindavík er mikill íþróttabær og kom ekkert annað til greina hjá mér þegar ég var ung en að æfa íþróttir. Pabbi spilaði fótbolta með Grindavík og ég æfði bæði fótbolta og körfubolta þar til ég varð 23 ára gömul. Ég myndi
segja að ég hafi verið svipað góð í þessum greinum en valdi svo körfuboltann því ég var farin að glíma við hnémeiðsli,








unnum tvöfalt árið 2012 undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar. Ég var búin að skipta yfir í Grindavík en fór á vertíð á Vopnafjörð þaðan sem pabbi er en hann slasaði mig svo ferlinum lauk því hjá Njarðvík og kannski var það skrifað í skýin að honum ætti að ljúka sem fyrirliði Íslands- og bikarmeistara. Ég byrjaði að þjálfa körfuknattleik þegar ég var átján ára, hef þjálfað marga bráðefnilega leikmenn sem eru orðnir góðir í dag og náði þeim merka áfanga um daginn að hafa þjálfað feðga, pabbann þegar ég var í Grindavík og son hans skömmu fyrir rýmingu. Ég tók frí frá þjálfun á meðan ég spilaði með Njarðvík, svo flutti ég til Bandaríkjanna en síðan ég kom
heim árið 2015 hef ég verið að þjálfa á fullu. Ég þjálfaði fyrst unglingsstúlkur í Grindavík og var aðeins með puttana í meistaraflokknum. Ég tók síðan fyrst af alvöru við meistaraflokksþjálfun hjá Haukum árið 2018, tók svo við Grindavík 2020 og kom þeim upp í úrvalsdeildina árið 2021 en þurfti að hætta sökum barnsburðar. Var svo byrjuð að þjálfa ungviðið í Grindavík og var þá að þjálfa börnin mín svo það fór vel saman að blanda ástríðunni og fjölskyldunni. Svo gerist rýmingin í Grindavík og var mikið púsluspil að þjálfa þann vetur en ég er stolt af því að hafa farið með lið Grindavíkur á öll fjölliðamót vetrarins. Á einu mótanna tók framkvæmdastjóri
Vals eftir mér, hann var þar með sitt barn og mér var boðið starf hjá Körfuknattleiksdeild Vals. Ég er bæði verkefnastjóri og þjálfa ungviðið svo það má segja að ég sé að vinna við áhugamálið, þjálfun á mjög vel við mig og mér finnst gaman að kenna ungum börnum fyrstu skrefin í körfuknattleik. Þegar þjálfun lýkur sest ég fyrir framan upptökuvélina og tala um körfuknattleik, ég gæti ekki verið ánægðari í vinnunni,“ sagði Ólöf
Helga að lokum.


Tvö ungmenni frá Júdófélagi Reykjaensbæjar (JRB) unnu til gullverðlauna á alþjóðlegu móti sem haldið var í Reykjanesbæ nýlega.
Mótið var mjög sterkt og mættu sex þjóðir til að keppa en auk Íslands voru það Grikkland, England, Skotland, Króatía og Holland, alls 150 keppendur. Til að bera saman við Reykjavík International Games (RIG), þá er þetta nánast þrefaldur keppendafjöldi.
Júdófólk JRB stóð sig virkilega vel og komust margir á verðlaunapall og þrenn gullverðlaun unnust. Pamela Rós Ómarsdóttir vann til gullverðlauna í sínum flokki undir 15 ára og Arnar Einarsson vann sinn flokk í undir 15 ára og gerði svo gott betur og vann líka
gullverðlaun í flokki undir 18 ára. Arnar er ekki nema 13 ára gamall og kemur frá júdófjölskyldu, en afi hans Magnús Hersir Hauksson, keppti fyrir Keflavík á sínum tíma og var sigursæll júdókappi.
Júdóið í Reykjanesbæ hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarin tvö ár og sækir enn fram. Á sunnudeginum voru æfingabúðir þar sem yfirþjálfari JRB Dr. George Bountakis stýrði, fyrsta æfingin byrjaði kl.10:00 og síðasta æfingin endaði kl.18:00.
Stjórn JFR vill þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir óeigingjörn störf



og gríðarlega vinnu sem stóð að baki, þessi hjálp var ómetanleg. Einnig viljum við þakka fyrirtækjunum sem styrktu þetta mót en það voru:
• Myllan
• Nesraf
• Jysk
• Toyota
• Höldur
• Bílasprautun Magga Jóns
• Kaffitár
• Skipting
• Skólamatur
• Viking World
• Sigurjónsbakarí
• Bílageirinn

Fimleikakonan Jóhanna Ýr Óladóttir náði góðum árangri á haustmóti í áhaldafimleikum í húsakynnum Gerplu í Kópavogi nýlega en hún keppti í frjálsum æfingum.
Jóhanna var heldur betur í stuði og nældi sér í silfur á stökki. Hún er að koma úr langvarandi meiðslum eftir að hún sleit hásin fyrir um ári síðan. Hún kom til baka ennþá sterkari, keppti á öllum áhöldum og með sýndi nýjar æfingar á tvíslá og jafnvægisslá.
Möggumót í 4. - 5. Þrepi fór fram hjá Fimleikadeild Keflavíkur nýlega. Keflavíkur stúlkur áttu góðan dag og voru Möggumótsmeistarar í 4. og 5. þrepi úr Keflavík.
Möggumótsmeistari í 4. þrepi var Ester María Hólmarsdóttir, en hún á ekki langt að sækja fimleikahæfileikana þar sem að mamma hennar, Tinna Ösp Karadóttir var mjög efnileg fimleikakona hér árum áður og systir hennar, Kolbrún Eva hreppti Möggumótsmeistaratitilinn í öll þau skipti sem hún keppti á Möggumóti og er í dag í unglingalandsliðinu. Ester var jafnframt í 1. sæti á stökki og í
2. sæti á tvíslá og slá. Snædís Lind Davíðsdóttir átti einnig góðan dag og var í 2. sæti í fjölþraut, í 1. sæti á tvíslá og á gólfi. Júlía Sif Gísla dóttir nældi sér í bronsið í fjöl þraut, á tvíslá og á slá. Möggumótsmeistari í 5. þrepi var Bergrós Millý Kjartansdóttir. Fimmta þrepið var liðakeppni og einungis veitt verðlaun fyrir liða keppni og svo fjölþrautina.



Fyrir um 28 hundaárum síðan var ég bara glaður og kátur, nýkominn úr göngutúr í fallegu veðri um uppáhalds strandleiðina mína í Keflavík þegar mér var bara rétt sitt svona troðið inn í búr, eitthvað sem ég (frekar mikill forréttinda – sofauppí -hundurinn) var alls ekki vanur. Og svo var búrinu skellt inn flugvél og ég var settur með farangrinum. Mörgum hundaklukkutímum síðan – eða hundaárum eins og mér fannst það vera – var búrinu, með mér, skjálfandi og vælandi, svo skellt á færiband á Charles de Gaulle-flugvellinum í París þar sem pabbi sótti mig eins og hverja aðra ferðatösku. Það var fyrst þarna í þessari flugferð sem ég skildi hvað orðið „hundleiðinlegt“ merkir. En þegar heim var komið á nýja heimilið okkar í París og eftir fyrsta göngutúrinn um nýja hverfið mitt, þar sem ég merkti að sjálfsögðu hvern staur, sá ég fljótt að það voru margir góðir kostir við þetta nýja umhverfi. Hér eru í fyrsta lagi miklu fleiri hundar en í Keflavík, allt frá rytjulegum rökkum upp í mjög vel snyrtar og snobbaðar tíkur. Og þar sem ég kunni ekki að gelta á frönsku þegar ég mætti á svæðið var ég glaður að sjá að það er ekki bara á Íslandi þar sem hundar heilsast með því að þefa af rassinum á hverjum öðrum. Þetta er greinilega alþjóðlegt. Hundarnir eru almennt mjög næs og almennilegir –með örfáum undantekningum þegar við strákarnir „ennþá með kúlurnar“ mætumst.

En svo er það er ekki bara fjölbreytta hundalyktin hér í París sem gleður mig því að í hverfinu okkar er líka svo margt annað til að þefa af –slátrarar, bakarar og veitingastaðir við hvert fótmál og ilmurinn... maður/ hundur minn... er dásamlegur. Ég fæ vissulega aldrei neitt úr bakaríinu en þegar komið er við hjá slátraranum veit ég að von er á því að bitar geti dottið á gólfið. Mér þykir líka ótrúlega gaman að koma við á öllum þessum veitingastöðum í hverfinu þar sem við hundarnir erum alltaf velkomnir, og í viðbót við vatnið, sem mér er ávallt boðið og fært í fallegri silfurskál, detta stundum gómsætir bitar alveg óvart á gólfið. Ég hef því fengið að smakka á franskri matargerð eins og hún gerist best - en alltaf er ég þó glaðastur þegar eitthvert mitt fólk, eða gestur, kemur frá Íslandi og í töskunni leynist góðmeti eins og slátur, sviðasulta eða harðfiskur. Það að vera hundur, búandi í þessari borg lista og menningar, hef ég alveg fundið fyrir krefjandi þörf fyrir að skapa eitthvað stórkostlegt og hef ég fengið útrásina í vegglistinni, eins og hinn frægi Banksy. Andinn kemur vanalega yfir mig í sumum af mínum fjölmörgu göngutúrum og þá, í stað þess að kúka á gangstéttina eða á grasbala, vel ég vandlega mjög áberandi vegg, helst ljósan húsvegg, og smyr „málningunni“ listrænt á hann. Ég fæ síðan hjálp frá þeim sem er að ganga með mér, vanalega pabba eða mömmu, því þegar þau, frekar fúl yfir athæfi mínu, reyna að hreinsa þetta af veggnum, verður alltaf eftir eitthvað fallegt mynstur eða mynd sem gleður gangandi vegfarendur næstu daga. Fyrir ekki löngu náði pabbi til að mynda að strjúka þessu þannig að úr varð mynd af Eiffelturninum. En ég læt frekar fylgja þessa mynd af okkur herra Eiffel og kveð að frönskum sið – la voff!