Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ undanfarin
átta ár, hefur ákveðið að hætta í pólitík og gefa ekki kost á sér í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor.
Hún segir það hafa verið bæði heiður og forréttindi að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ síðustu átta ár.
„Traustið sem flokksmenn hafa sýnt mér síðustu ár hefur verið mér ómetanlegt en í síðasta prófkjöri fékk ég stuðning yfir 80% flokksmanna,“ segir Margrét í færslu sinni.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur notið mikils fylgis í Reykjanesbæ á þessum árum og hlotið flest atkvæði allra flokka í síðustu tveimur kosningum.
Margrét þakkar bæjarbúum og samstarfsfólki fyrir traust og samstöðu og segir að starfið hafi verið bæði krefjandi og gefandi.
„Ég hef fulla trú á því að flokkurinn komist aftur í meirihluta að loknum kosningum, enda þörf á. Sjálfstæðisflokkurinn stendur sterkur með skýra framtíðarsýn og ég hef trú á að ný forysta muni halda áfram að byggja á þeim grunni sem lagður hefur verið,“ segir hún ennfremur.
Margrét hyggst á næstu misserum einbeita sér að ráðgjafafyrirtækinu sínu, Strategíu, og þeim stjórnum sem hún situr í.
Þá hefur það komið fram að Vilhjálmur Árnason, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, íhugar að bjóða sig fram í bæjarpólitíkinni fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ í
Gestir Safnahelgar á Suðurnesjum gátu meðal annars tekið þátt í því að föndra eldfjöll í Gryfjunni í Duus safnahúsum í Reykjanesbæ. Þátttaka í dagskrá Safnahelgar var góð og gestkvæmt á söfnum og sýningum um allan Reykjanesskagann. Fleiri myndir á vef Víkurfrétta. VF/Hilmar Bragi
Hagnast vel á hamförum
n Hagnaður öryggisfyrirtækisins Sigmanna ehf. jókst um 732% milli ára
Hagnaður öryggisfyrirtækisins
Sigmanna ehf. jókst um 732% milli ára og velta þess um 146%, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. Fyrirtækið, sem hefur sinnt öryggisþjónustu í Grindavík frá rýmingu bæjarins eftir náttúruhamfarirnar 10. nóvember 2023, hefur fengið greiddar samtals 191 milljónir króna frá Ríkislögreglustjóra vegna verkefnisins. Eigendur fyrirtækisins eru öryggisstjóri Grindavíkur og
Fyrirtækið Sigmenn ehf., sem hefur verið með starfsemi í Grindavík síðan snemma á síðasta ári vegna öryggisþjónustu, hefur birt ársreikning fyrir árið 2024. Fróðlegt er að bera saman tölur á milli ára en velta fyrirtækisins jókst um 146% og hagnaðurinn um 732% milli áranna 2023 og 2024. Öryggisstjóri á vegum fyrirtækisins var settur á í Grindavík af Rík-
islögreglustjóra snemma á síðasta ári. Eins og Víkurfréttir fjölluðu um fyrr á þessu ári hafði fyrirtækið rukkað Ríkislögreglustjóra um 191 milljón frá þeim tíma. Bara á þessu ári um 60 milljónir fram til 30. júní. Eftir að Víkurfréttir fjölluðu um málið lækkaði mánaðarlegur reikningur fyrirtækisins úr u.þ.b. tíu milljónum á mánuði, í sex milljónir í lok júlí og rúmar fjórar milljónir í ágúst.
Samkvæmt ársreikningi félagsins voru rekstrartekjur árið 2023 rúmar 58 milljónir en ári síðar, eftir að starfsemi hófst í Grindavík, rúmar 143 milljónir. Hagnaður ársins 2023 var rúmar 5 milljónir en hækkaði upp í rúmar 46 milljónir árið 2024.
Samkvæmt skýrslu stjórnar í ársreikningnum kemur fram að eigendur fyrirtækisins eru Öryggisstjóri Grindavíkur og eiginkona hans. Stjórn félagsins leggur til að
greiddur verði arður til eigenda félagsins að upphæð 55 milljónir.
Keflvíkingurinn Davíð Kristinsson og fjölskylda hans hafa skapað sér nýtt líf í fjallabæ á Tenerife.
MiðviKuDaguR 22. oKTóbeR 2025 // 31. Tbl. // 46. áRg.
Kalla eftir tafarlausum úrbótum á göngu- og hjólastígum við Fitjabraut
Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í Reykjanesbæ, lagði fram bókun á fundi bæjarstjórnar 7. október þar sem flokkurinn kallar eftir tafarlausum úrbótum á göngu- og hjólatengingum við verslunar- og þjónustusvæðið á Fitjum.
Í bókuninni segir að tengingarnar séu nauðsynlegar fyrir öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, bæði íbúa Ásahverfis og þeirra sem sækja verslanir á Fitjum. Umbót hafi ítrekað bent á þörfina fyrir úrbætur og kallað eftir umferðarljósum og öruggum tengingum yfir Fitjabraut, en málið hafi dregist á langinn.
„Nauðsynlegt er að tryggja fjármagn strax svo unnt verði að ljúka stígnum til norðurs og hanna lausnir til suðurs í átt að Ásahverfi án frekari tafa,“ segir í bókuninni. Umbót bendir á að meirihlutinn hafi nýlega tekið 800 milljóna króna lán og því ætti ekkert að standa í vegi fyrir að hluti þess verði nýttur í öruggar og vistvænar samgöngur. Flokkurinn leggur áherslu á að málið verði afgreitt hratt og framkvæmdir hefjist sem fyrst, þar sem íbúar hafi beðið nógu lengi eftir bættri aðstöðu.
Breyta deiliskipulagi við Grófina og Bergið
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Grófina og Bergið í Keflavík með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda. Tillagan var lögð fram af JeES arkitektum fyrir hönd RI Grófarinnar ehf.
Breytingin nær til lóða B og C á skipulagssvæðinu. Heildarstærð svæðisins helst óbreytt, en stærðir lóða breytast innbyrðis og gerðar eru ýmsar lagfæringar á byggingarreitum og hæðum. Byggingareitir á lóð B verða færðir lítillega og aðlagaðir að fyrirhuguðum mannvirkjum. Þá breytast hámarkshæðir fjögurra nýbygginga örlítið og heimilt verður að setja utanáliggjandi svalaganga, sem áður var ekki leyfilegt. Einnig verður heimilt að hafa svalir allt að 1,6 metra út fyrir byggingareit.
Dreifistöð rafmagns verður færð og fjöldi bílastæða minnkar úr 94 í 82. Þá verður athafnasvæði hafnar í vesturenda svæðisins minnkað úr
15 metrum í 7 metra og breytingin unnin í samráði við atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar. Hámarksbyggingarmagn ofanjarðar á lóð B hækkar úr 8.000 fermetrum í 9.520 fermetra og nýtingarhlutfall hækkar. Heimilt verður einnig að gera bílakjallara allt að 4.400 fermetra með innkeyrslu frá hliðarvegi innan lóðarinnar.
ATVINNA
Bílasprautun Magga Jóns ehf. óskar að ráða að bílamálara í fullt starf eða manni með svipaða hæfileika og bílamálari.
Nánari upplýsingar gefur Magnús á bilasprautun@simnet.is eða á skrifstofutíma að Iðavöllum 11, 230 Keflavík.
10 og 14 í Keflavík. Mynd fengin úr gögnum umhverfis- og skipulagsráðs.
128 íbúðir í fimm fjölbýlishúsum á gamla
n Nýtt deiliskipulag við Víkurbraut 10 og 14 í Reykjanesbæ
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að senda tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Víkurbraut 10 og 14 til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu. Tillagan var auglýst og engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
JeES arkitektar unnu tillöguna fyrir hönd Smáragarðs ehf. og felur hún í sér uppbyggingu nýrrar húsaþyrpingar sem samanstendur af fimm fjölbýlishúsum, þremur til sex hæða, með bílageymslu undir sameiginlegum inngarði. Heildarfjöldi íbúða á svæðinu verður um 128 íbúðir af fjölbreyttum
Gamla búð auglýst til leigu
Reykjanesbær leitar að áhugasömum aðilum til að taka á leigu Gömlu búð, eitt glæsilegasta uppgerða hús bæjarins á Keflavíkurtúninu, beint á móti Bryggjuhúsi Duus safnahúsa. Húsið er friðað og hefur lengi verið hluti af menningararfi bæjarins.
Markmið bæjarins er að sjá Gömlu búð blómstra á ný með lifandi starfsemi sem skapar líf, gleði og gildi fyrir samfélagið.
„Við viljum sjá húsið fyllast af lífi, hvort sem það verði í formi menningar, lista eða þjónustu sem laðar fólk að og styrkir bæjarlífið í Keflavík,“ segir í auglýsingu Reykjanesbæjar sem birt er í Víkurfréttum vikunnar.
Sérstaklega er horft til hugmynda sem tengjast veitingaeða kaffihúsarekstri, menningarstarfsemi, listviðburðum eða öðrum verkefnum sem efla samfélagið og stuðla að aukinni viðveru og mannlífi á svæðinu. Gamla búð stendur á sögulegum stað þar sem verslun og sjósókn mótuðu upphaf bæjarins. Húsið hefur verið endurgert af mikilli natni og er eitt best varðveitta söguhús Reykjanesbæjar.
Umsóknir skulu berast til Reykajnesbæjar fyrir 1. nóvember.
stærðum, frá 60 til 120 fermetrum, sem ætlaðar eru bæði einstaklingum og fjölskyldum.
Meginhluti bílastæða verður í bílageymslu neðanjarðar, en gestastæði verða ofanjarðar. Gert er ráð fyrir 1,5 bílastæði á hverja íbúð, í samræmi við viðmið Reykjanesbæjar.
Fjögur fjölbýli með alls 120 íbúðum
og bílageymslu undir inngarði n Deiliskipulagstillaga fyrir Brekkustíg 22–26 í Njarðvík
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur tekið til umfjöllunar tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Brekkustíg 22–26 í Reykjanesbæ. Tillagan var lögð fram af JeES arkitektum fyrir hönd EBS Invest ehf.
Markmið deiliskipulagsins er að þétta byggðina, styrkja götumyndir svæðisins og skapa lifandi og samfellda miðbæjarbyggð. Skipulagssvæðið er rúmlega 8.800 fermetrar að stærð og afmarkast af Brekkustíg, Bakkastíg og Hafnarbraut. Gert er ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum á þremur til fjórum hæðum, sem munu saman mynda heildstæða húsaþyrpingu með sameiginlegri hálfniðurgrafinni bílageymslu undir inngarði. Heildarfjöldi íbúða verður um 120, af fjölbreyttum stærðum, frá 60 til 120 fermetrum, og gert er ráð fyrir 1,5 bílastæði á íbúð, þar sem meirihluti bílastæða verður í kjallara. Byggingarnar raðast á jaðar lóðarinnar til að mynda skjólgóða inngarða á milli þeirra, og lögð er áhersla á græn svæði, göngustíga
og góða lýsingu. Samkvæmt tillögunni verða hæðir húsanna frá 10 til 13 metrar og þök flöt með lágum halla. Lóðin stækkar lítillega bæði til austurs og vesturs til að tryggja rými fyrir stíga og bílastæði innan svæðisins. Gert er ráð fyrir að meginaðkoma verði um Bakkastíg, þar sem verða fjórar innkeyrslur í staka bílageymslukjarna undir hverju húsi.
Í deiliskipulaginu er lögð áhersla á vistvæna hönnun, náttúrulegt efnisval og góða hljóðvist, í samræmi við aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020–2035. Vindvarnir og gróður verða hluti af heildarhönnun svæðisins, og gerðar eru útreikningar á skuggavarpi og vindáhrifum til að tryggja skjólgott umhverfi.
víkurbraut
breytt deiliskipulag við grófina og bergið í Keflavík hefur verið samþykkt.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir brekkustíg 22–26 í Reykjanesbæ.
Þrjár leiðir til að sækja um styrk
í starfsmenntasjóði VR/LÍV
Veldu eina leið
Einstaklingar
Einstaklingur sækir um styrk
Fyrirtæki sækir um styrk
Sameiginlegur styrkur
Sameiginlegur styrkur einstaklings og fyrirtækis
Sótt er um á Mínum síðum á vr.is. Félagsfólk annarra aðildar félaga LÍV sækir um hjá sínu stéttarfélagi.
Umsókn Reikningur
Greiddur reikningur verður að vera á nafni þess sem sækir um og staðfesting á að reikningur sé greiddur þarf að fylgja.
Upplýsingar
Lýsing á námi skal fylgja með umsókn ef óljóst er hvers konar nám/námskeið sótt er um.
Greiðsla
Styrkur greiddur inn á reikning félaga að uppfylltum skilyrðum sjóðsins.
Athugið
Veittur styrkur er 90% af reikningi vegna náms, starfstengdu námskeiðsgjaldi eða ráðstefnugjaldi.
Hámarksstyrkur er 180.000 kr. og 540.000 kr. þegar félagi á rétt á uppsöfnun. Veittur styrkur af tómstundanámskeiði er 50% að hámarki 40.000 kr. sem dregst frá árlegum hámarksstyrk.
Tómstundastyrkur hefur ekki áhrif á uppsöfnun.
Veittur ferðastyrkur vegna náms/starfstengdra námskeiða er 50% að hámarki 50.000 kr. sem dregst frá árlegum hámarksstyrk.
Umsókn Reikningur
Greiddur reikningur verður að vera á nafni fyrirtækis og staðfesting á að reikningur sé greiddur þarf að fylgja.
Upplýsingar
Lýsing á námi skal fylgja með umsókn og listi starfsfólks sem sóttu námið/námskeiðið (nafnkennitalastéttarfélagsaðild).
Greiðsla
Styrkur greiddur inn á reikning fyrirtækis að uppfylltum skilyrðum sjóðsins.
Athugið
Veittur styrkur er 90% af reikningi vegna náms, starfstengdu námskeiðsgjaldi eða ráðstefnugjaldi.
Hámarksstyrkur er 390.000 kr. fyrir hvern einstakling.
Hámarksstyrkur til fyrirtækja er kr. 4 milljónir á ári.
Nám verður að kosta að lágmarki 200.000 kr.
Kostnaður Reikningur
Það skiptir ekki máli á hvoru nafni greiddur reikningur er, á nafni fyrirtækis eða félaga.
Umsókn
Félagi sækir um styrkinn á Mínum síðum á vr.is eða hjá sínu LÍVfélagi og gildir sú umsókn einnig vegna styrks fyrirtækisins og þarf því ekki að senda inn sér umsókn fyrir fyrirtækið.
Yfirlýsing frá fyrirtækinu verður að fylgja með umsókninni þar sem fram kemur að um sé að ræða sameiginlega umsókn og að námið sé hluti af starfsþróunaráætlun starfskraftsins.
Afgreiðsla
Við samþykkt umsóknar dregst styrkupphæðin af rétti beggja. Miðað er við 50/50 en ef félagi á rétt á uppsöfnun þá er uppsöfnunin nýtt fyrst og svo réttur fyrirtækis.
Útborgun
Styrkupphæð greiðist inn á reikning beggja.
Upphæð styrks
Samanlagður styrkur er 90% af námsgjaldi – hámark 570.000 kr. (180.000 kr. réttur félaga + 390.000 kr. réttur fyrirtækis) eða að hámarki 800.000 kr. þegar félagi á rétt á uppsöfnun.
vr.is | attin.is | landssamband.is starfsmennt.is
Sótt er um á attin.is
Tók gildi 1. janúar 2024.
Ja, fussum svei!
n Kardemommubærinn í Frumleikhúsinu
Leikfélag Keflavíkur býður bæjarbúum og gestum í einn vinsælasta fjölskyldusöngleik allra tíma – Kardemommubæinn eftir norska rithöfundinn Thorbjörn Egner. Frumsýnt verður sunnudaginn 26. október kl. 16.00 í Frumleikhúsinu, og má finna allar nánari upplýsingar um sýningartíma á tix.is.
Það má með sanni segja að hvert mannsbarn á Íslandi þekki Kardemommubæinn – hvort sem það hefur séð sýninguna, hlustað á plötuna eða heyrt um ræningjana, Soffíu eða Tóbías. Sögurnar og lögin hafa fylgt kynslóðum og skapað hlýjar minningar.
Leikfélag Keflavíkur, eitt öflugasta áhugaleikfélag landsins, hefur fengið Gunnar Gunnbjörnsson til að leikstýra verkinu. Gunnar er margreyndur leikari og leikstjóri sem hefur komið að fjölda upp-
setninga, bæði hjá atvinnu- og áhugaleikhópum. Hann kemur að verkinu með ferskar hugmyndir og nýjan tón í þessa sígildu sögu. Leikarahópurinn er samansettur af reynslumiklum leikurum og nýliðum sem stíga sín fyrstu skref á sviði – en allir eiga það sameiginlegt að brenna fyrir því að gleðja áhorfendur og skapa töfra á sviðinu. Í þessari uppsetningu hefur tónlistin fengið lítið „tvist“ sem gefur verkinu nýtt líf, án þess að missa hið ástsæla eðli sínu.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GARÐAR MAGNÚSSON
frá Höskuldarkoti, Ytri-Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 10. október. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 30. október kl. 13.
Sigurður Tómas Garðarsson Þorbjörg Garðarsdóttir
Gylfi Garðarsson Garðar Garðarsson
Ólafur Garðarsson Kolbrún Garðarsdóttir
Guðfinna S. Skúladóttir
Ólöf María Ingólfsdóttir
Signý Hafsteinsdóttir
Josiany Elice Sierraalta Petit barnabörn og barnabarnabörn
Elsku eiginkona mín, móðir okkar, stjúpmóðir, amma, systir og frænka
JÓHANNA PÁLÍNA
SIGURBJÖRNSDÓTTIR WHEELEY
Bæjarstjórn vill halda hringtorgi við Þjóðbraut vegna öryggis og aukinnar umferðar
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 7. október að skipulags- og matslýsing á breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020–2035 verði auglýst. Samhliða samþykktinni lagði bæjarstjórn áherslu á að áfram verði gert ráð fyrir hringtorgi eða mislægum gatnamótum við Þjóðbraut og Reykjanesbraut, í stað þess að einungis verði um hægri beygjur að ræða eins og núverandi tillaga gerir ráð fyrir.
Í bókun bæjar stjórnar segir að þó margt hafi batnað í skipulagsvinnunni frá fyrstu drögum sé enn stórt atriði sem ekki gangi upp –fyrirhuguð umferðar skipan við Þjóðbraut.
„Það er einlæg ósk okkar allra sem stöndum að sýningunni að Suðurnesjamenn og gestir þeirra kíki á Kardemommubæinn,“ segir stjórn Leikfélags Keflavíkur.
„Þetta er sýning fyrir alla fjölskylduna – og það verður nóg um söng, gleði og hlátur.“
Bent er á að svæðið sé nú þegar að taka miklum breytingum þar sem rúmlega 1.000 nýjar íbúðir séu í byggingu eða á teikniborðinu, þar af um 900 í Hlíðarhverfi 2 og 3 og fjöldi íbúða á Akademíureitnum. Þar verði einnig reistur verslunarog þjónustukjarni og miðstöð almenningssamgangna.
Þá er minnt á að í næsta nágrenni sé mikil uppbygging íþróttamannvirkja við Reykjaneshöll, og að umrædd gatnamót séu mikið notuð af íbúum, nem-
mótunum eingöngu í beygjuakreinar til hægri.“ Bæjarstjórn vonast til að unnið verði áfram samkvæmt skipulagslýsingunni, en að tekið verði mið af þessum athugasemdum til að tryggja örugga og framtíðarhæfa lausn fyrir umferð og uppbyggingu í Reykjanesbæ.
Undir bókunina rituðu allir bæjarfulltrúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Löngu-bingó Margrétar GK – „Hrikalega vel gert drengir“
Það var heldur betur líflegt við Sandgerðishöfn fyrir helgi þegar Margrét GK 33 kom að landi með sannkallað löngu-bingó í lestinni.
Skipverjar á Margréti GK höfðu lagt leið sína suður í Röst þar sem þeir hittu á stórfenglega löngutorfu. Veiðin var svo mikil að þeir urðu að skilja hluta línunnar eftir, með áætlun um að sækja restina síðar um nóttina.
Aflinn sem þeir lönduðu í fyrri ferðinni nam 17.217 kílóum, og samkvæmt færslu á síðu Sandgerðishafnar voru „allar dósir vel fullar“. Þar fylgdi líka stutt og hnitmiðuð hróssetning: „Hrikalega vel gert drengir.“
Ævintýrið endaði þó ekki þar. Daginn eftir fór Margrét GK aftur út, sótti restina af línunni og lagði smotterí í viðbót. Þá var landað 10.060 kílóum, þar af um helmingi stórri og fallegri löngu. Þessi tvíþætta veiðiferð mun eflaust lengi verða í minnum höfð hjá Margrétar-mönnum.
Lítil fjölgun á Suðurnesjum á árinu
Íbúum á Suðurnesjum hefur lítið fjölgað það sem af er ári, samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. Þann 1. október síðastliðinn voru íbúar svæðisins samtals 31.777, sem er einungis 45 manns meira en 1. desember 2024 – eða aukning um 0,1%.
Reykjanesbær er langfjölmennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum með 24.589 íbúa, og hefur bæjarbúum þar fjölgað um 276 manns, sem jafngildir 1,1% fjölgun frá síðustu áramótum.
Lést þann 13. september sl. í Virginia Beach, USA. Útför hennar hefur þegar farið fram, frá Útskálakirkju, Garði.
Wayne Carter Wheeley
Ómar Emilsson
Reynir Emilsson Anna Pigott Basurto Wendy, Jón, Stella og Sara Wheeley
Valdís Sigurbjörnsdóttir Ægir Frímannsson
Eiríkur Sigurbjörnsson Barnabörn og aðrir aðstandendur
Lömunarveiki, sá hræðilegi sjúkdómur sem rændi þá sem fyrir urðu hreyfigetu og lífsgæðum er sjaldan í umræðunni á Íslandi. Það er þakkarvert að vegna bólusetninga er lömunarveiki ekki vandamálið sem það var fyrir 70 árum á Íslandi. Börn eru ekki lengur fórnarlömb í samfélagi okkar.
En hið sama verður ekki sagt um önnur lönd. Árið 1985 hófst átak fyrir tilstilli Rótarýhreyfingarinnar, Rotary International, Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinar, WHO, Sameinuðu Þjóðanna og ríkisstjórna margra ríkja, til þess að útrýma lömunarveiki. Í upphafi var ætlunin að því mikla verki lyki árið 2005 á 100 ára afmæli Rótarýhrefingarinnar. Það tókst ekki, því margar hindranir urðu í veginum, sumar vegna andstöðu fólks á afskekktari
Sveitarfélagið Vogar sýnir hlutfallslega mesta vöxtinn. Íbúar þar eru nú 1.942, sem er aukning um 149 manns eða 8,3%.
Í Suðurnesjabæ búa nú 4.368 manns, og hefur íbúum fjölgað um 150, sem er 3,6% fjölgun.
svæðum og fordóma í garð afskipta vestrænna ríkja. Nú er svo komið að enn er við vanda að fást, einkum í Pakistan og Afganistan. Hægt og bítandi sækir þó átakið á. Rótarýhrefingin hefur lagt mikið fé í þessa baráttu ásamt miklu starfi sjálfboðaliða, sem farið hafa í bólusetningarferðir einkum í Afríku og Asíu hin síðari ár. Hinn 24. október ár hvert er dagurinn sem sérstaklega er minnst baráttunnar við lömunarveiki, Polio, sem gengur undir nafninu Polio Plus meðal
Þar sem mest ber á breytingum er í Grindavíkurbæ, þar sem íbúum hefur fækkað stórlega í kjölfar náttúruhamfaranna sem þar hafa átt sér stað. Þann 1. október voru 878 manns skráðir til heimilis í Grindavík, sem er 530 færri en 1. desember í fyrra – eða 37,6% fækkun.
Þegar mest var, þann 1. desember 2023, voru 3.720 Grindvíkingar skráðir í bænum.
október
Rótarýfélaga og ítrekar skyldur klúbbana til að styðja við þessa herferð. Rótarýklúbbur Keflavíkur og félagar hans eru þar engin undantekning og leggur að jafnaði samsvarandi 100 bandaríkjadölum á hvern félaga ár hvert. Það er framlag okkar til þess að gera heiminn betri í þessu samhengi. Við fögnum því á þessum degi að leggja þessu mikilvæga málefni lið, sem þó er aðeins eitt af mörgum sem Rótarýklúbbur Keflavíkur leggur lið, einng í nærumhverfinu. Við skulum því láta 24. október 2025 vera okkur áminningu um að láta gott af okkur leiða.
Ólafur Helgi Kjartansson, Rótarýfélagi og baráttumaður Polio Plus
af öllu garni & hannyrðavörum til 3. nóvember
OPIÐ ALLA VIRKA DAGA 9 – 18 LAUGARDAGA 10 – 17
Gáfu björgunarsveitunum á Suðurnesjum tíu milljónir króna
Björgunarsveitirnar á Suðurnesjum tókuá sunnudag við stórri gjöf úr minningarsjóði Kristjáns Ingibergssonar. Sjóðurinn var í vörslu Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis á Suðurnesjum. Um er að ræða tíu milljónir króna til að efla björgunarsveitirnar á svæðinu.
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Vísir á Suðurnesjum hefur sameinast Félagi skipstjórnarmanna. Vísir hefur frá árinu 2017 verið með þjónustusamning við Félag skipstjórnarmanna en hefur nú sameinast félaginu að fullu. Samhliða því verður starfsemi Vísis aflögð á Suðurnesjum.
Eitt af síðustu verkum Vísis var að úthluta eign minningarsjóðs Kristjáns Ingibergssonar til björgunarsveitanna á Suðurnesjum. Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 1990 eftir sviplegt fráfall Kristjáns, sem lést langt fyrir aldur fram. Kristján hafði verið formaður Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, og lét sig varða slysavarnir og björgunarmál.
Frá stofnun minningarsjóðsins höfðu verið gefnar úr honum níu milljónir króna. Stærsta gjöfin var afhent 1995 til kaupa á búnaði í þá væntanlega björgunarþyrlu. Þá höfðu allar björgunarsveitirnar á Suðurnesjum áður verið styrktar. Minningarsjóðurinn var fjármagnaður með tíund af félagsgjöldum
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
félaga í Vísi og sölu minningarkorta.
Að þessu sinni er minningarsjóðurinn gerður upp og tæmdur með veglegum gjöfum til Björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði, Skyggnis í Vogum, Þorbjarnar í Grindavík, Suðurnes í Reykjanesbæ og Ægis í Garði. Hver sveit fékk að gjöf tvær milljónir króna til að efla starfið innan sveitanna.
Gjafirnar voru afhentar í húsnæði Björgunarsveitarinnar Suðurnes í Reykjanesbæ, þar sem jafnframt var efnt til kaffisamsætis við þetta tækifæri.
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Vísir á Suðurnesjum hefði orðið 80 ára á næsta ári en það hefur nú verið sameinað Félagi skipstjórnarmanna sem var stofnað 2004 og varð til með sameiningu þriggja gamalgróinna félaga, þau voru Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan sem var eitt elsta stéttarfélag landsins stofnað 1893, Skipstjóraog stýrimannafélag Norðlendinga stofnað 1918, og Félag íslenskra
Rétturinn
Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga
skipstjórnarmanna sem varð til með sameiningu þriggja eldri félaga árið 2000, en á rætur að rekja aftur til ársins 1919. Á síðari stigum varð Skipstjóra- og stýrimannafélagið Sindri aðili að Félagi Skipstjórnarmanna og einnig Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á Vestfjörðum. Þegar Farmanna og Fiskimannasamband Íslands FFSÍ var lagt niður í nóvember 2017, gerðu Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi í Vestmannaeyjum og Vísir á Suðurnesjum þjónustusamning við Félag Skipstjórnarmanna. Nú er Verðandi í Vestmannaeyjum eina skipstjóra- og stýrimannafélagið sem stendur utan Félags skipstjórnarmanna.
„Lífið hérna er yndislegt“
n Disley Torralba flutti með fjölskylduna frá Reykjanesbæ til Tenerife þar sem hún þjónustar nú íslenska ferðamenn á eyjunni.
Disley Torralba býr á Tenerife þar sem hún starfar sem þjónustufulltrúi fyrir íslenska ferðaskrifstofur. Hún segir lífið á eyjunni vera ljúft og notalegt, þó að fyrstu mánuðirnir hafi verið erfiðir eftir flutninginn frá Íslandi.
Góð veiði í októberblíðu á Suðurnesjum
AFLAFRÉTTIR
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Það fer lítið fyrir því að veturinn sé á leiðinni. Veðrið í október hefur verið með eindæmum gott og síðustu daga hefur hreinlega verið blíða. Svo gott var veðrið að nokkrir færabátar gátu haldið út, alla leið út að Fjalli og Boðanum við Eldey. Þessi veiðisvæði eru í um 45 til 53 sjómílna fjarlægð frá Sandgerði.
Þrátt fyrir langa leið gekk veiðin vel hjá bátunum. Séra Árni GK kom með 4,8 tonn í einni löndun, Hawkerinn GK var með 2,6 tonn í tveimur róðrum og Dóra Sæm HF landaði um 3 tonnum eftir tvo róðra.
Heyrðu umskiptin,
HEYRN.IS
Bjössi á Dímon GK hefur róið stíft núna í október, jafnvel einn úti þegar aðrir bátar sátu í höfn. Hann hefur sótt fast í Röstina og farið alls níu róðra þangað á mánuðinum, með 7,3 tonn í afla, mest ufsa. Það merkilega er að Bjössi er, þegar þessi pistill er skrifaður, þriðji aflahæsti handfærabátur landsins og sá sem hefur róið flesta róðra. Það er afrek út af fyrir sig. Nú fer þó að hægjast á því hjá Bjössa því
Dímon GK fær nýja vél, sem verður 100 hestöflum öflugri en sú gamla. Ekki aðeins færabátar hafa gert góða veiði í Röstinni, því að línubátarnir Margrét GK og Særif SH fóru báðir þangað og lentu í mokveiði, einkum af löngu. Margrét GK kom til Sandgerðis með fullfermi, um 17 tonn, og daginn eftir
Dúddi Gísla GK með 66 tonn í tíu, Hemmi á Stað GK með 35 tonn í sex á Skagaströnd, Auður Vésteins SU með 144 tonn í fjórtán á Neskaupstað og Óli á Stað GK með 127 tonn í tólf róðrum á Siglufirði. Erling KE er nýkominn úr slipp í Njarðvík og fer brátt á veiðar. Báturinn á eftir um eitt þúsund tonn í kvóta, mest allt þorsk, og verður því spennandi að fylgjast með þegar hann leggur af stað á ný. Friðrik Sigurðsson ÁR er á ufsaveiðum austan við Vestmannaeyjar og hefur gengið vel hjá honum.
Netabátarnir sem landa í Keflavík hafa einnig veitt vel að undanförnu. Addi Afi GK er með 29 tonn í fjórtán róðrum og mest sex tonn, Halldór Afi KE með 24 tonn í þrettán róðrum og mest 5,2 tonn, Emma Rós KE með 37 tonn í tólf róðrum og mest níu tonn í einni löndun, Svala Dís KE með 21 tonn í tólf róðrum og Sunna Líf KE með níu tonn í átta. Þessir bátar hafa verið á veiðum í Faxaflóa og út við Garðskagavita þar sem aflabrögð hafa verið góð í októberblíðunni.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Hólmbergsbraut 13, (bil 1), 230 Keflavík, sími 421-0000. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is.
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamaður: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, sigurbjorn@vf.is. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Prentun: Landsprent.
Frá afhendingu gjafarinnar til björgunarsveitanna á Suðurnesjum. vF/Hilmar bragi
erfiðir,“ segir Disley. „En núna sé ég að þetta var alveg rétt ákvörðun hjá okkur. Nú er þetta bara þægilegt og lífið hérna er yndislegt.“
Frá Kúpu til Íslands – og svo til Tenerife
Disley er upprunnin frá Kúpu en flutti ung til Íslands. Fjölmargir íbúar Reykjanesbæjar kannast við hana úr Sundmiðstöðinni í Keflavík og Sporthúsinu. Hún flutti til Íslands með fyrrverandi eiginmanni sínum. Þau skildu og Disley fór aftur til Kúbu þar sem hún sótti æskuástina og flutti með hana til Íslands. Þar eign uðust þau tvö börn, tvo stráka, sem heita Jón og Jóhann.
Þjónustar íslenska ferðamenn Í dag vinnur Disley sem þjón ustufulltrúi hjá Sumarferðum, Plúsferðum, Úrval Útsýn og Heimsferðum. Hún sinnir bæði hópum og einstaklingum sem ferðast til Tenerife.
svo tvær vikur í frí. Á frídögunum hjálpa ég oft Íslendingum sem dvelja hérna, hvort sem það er að leigja bíl, finna lækni eða bóka skoðunarferð. Ég hef líka hjálpað fólki sem þarf túlkaþjónustu á spítölum eða hjá lögreglu. Það er lítið af fólki hér sem talar bæði spænsku og íslensku, þannig að það kemur sér oft vel.“
Tengslin við Reykjanesbæ haldast Eins og áður segir bjó fjölskyldan áður í Reykjanesbæ. „Það er alltaf gaman þegar ég hitti fólk sem þekkir mig þaðan,“ segir hún og brosir. „Margir sem koma hingað í frí senda á mig á samfélagsmiðlum og spyrja um hitt
vF/Hilmar bragi
og þetta, hvar er best að borða, hvað á að sjá, eða hvernig er veðrið. Ég fæ mjög mikið af fyrirspurnum og fólk hefur mikinn áhuga á Tenerife.“
Hún hefur einnig verið virk á samfélagsmiðlum, þar sem hún kynnir eyjuna fyrir ferðafólki. „Ég byrjaði að setja inn myndbönd á TikTok og það fór strax á flug,“ segir hún. „Síðan hef ég haldið áfram að deila myndum og ráðum, og fólk hefur tekið mér ótrúlega vel. Það er líka hópur á Facebook sem heitir Tenerife tips þar sem ég set stundum inn ráð og myndir af áhugaverðum stöðum.“
„Margir sem koma hingað í frí senda á mig á samfélagsmiðlum og spyrja um hitt og þetta, hvar er best að borða, hvað á að sjá, eða hvernig er veðrið. Ég fæ mjög mikið af fyrirspurnum og fólk hefur mikinn áhuga á Tenerife.“
lífið á eyjunni
Disley býr með fjölskyldu sinni í rólegu hverfi nálægt flugvellinum, aðeins um fimmtán mínútna akstur frá ferðamannasvæðinu.
„Mér finnst gott að búa aðeins út úr öllu fjörinu,“ segir hún.
„Ef okkur langar í ferðamannastemningu keyrum við bara niður í bæ. Annars njótum við þess að hafa ró og næði. Það er dásamlegt að geta gengið út að sjó hvenær sem er.“
Hún segir að íslenskir ferðamenn sem koma til Tenerife geti
fengið nær alla þjónustu hjá henni og eiginmanni sínum.
„Hann tekur mikið af myndum fyrir hópa og fjölskyldur, þannig að fólk getur í raun fengið allan pakkann, þjónustu, túlkun og fallegar minningar í myndum,“ segir hún hlæjandi.
„við seldum allt og fluttum með fimm töskur“
Fjölskyldan seldi nánast allt sem hún átti á Íslandi áður en flutt var út.
„Við fórum út með fimm ferðatöskur, ein þeirra var bara leikföngum barnanna,“ segir Disley.
„Við skiljum allt eftir og ákváðum að byrja upp á nýtt. Það var frelsandi. Nú reynum við að lifa einföldu lífi og njóta þess.“
ngin hugmynd að flytja til baka „Krakkarnir eru ekki spenntir að flytja aftur,“ segir hún. „Þeir geta gengið í skóla, farið á ströndina og eru úti að leika sér allan daginn. Þeir myndu aldrei vilja fara aftur í kuldann. En auðvitað hlökkum við til að koma heim í heimsókn, í frí.“
Aðspurð um lífið í umferðinni á Tenerife hlær hún:
„Þeir kunna ekkert að keyra í hringtorgum! Ég segi alltaf við Íslendinga sem leigja bíl: haldið ykkur á ytri hringnum! Ég lenti einu sinni í því að keyra í innri hring og það gerist ekki aftur.“ Hún segir veðrið á eyjunni almennt frábært, þó að hitabylgjur og calima-ryk geti gert loftið þungt.
„Þá verður maður bara þreyttur og fer að slaka á. En annars er veðrið alltaf gott, aldrei of heitt, aldrei of kalt.“
Þakklát fyrir viðtökurnar
Disley segir að Íslendingar taki vel á móti henni, bæði þeir sem koma í frí og þeir sem búa á Tenerife.
„Fólk hefur sýnt mér mikla hlýju. Sumir hafa meira að segja boðið mér í kaffi, og margir vilja fá mynd með mér þegar við hittumst,“ segir hún brosandi. „Ég er bara þakklát og ánægð. Lífið hérna er gott.“
TENERIFE
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Disley og Yosvany með drengina sína, Jón og Jóhann.
Nýtt líf undir sólinni á Tenerife
Keflvíkingurinn Davíð Kristinsson og fjölskylda hans hafa skapað sér nýtt líf í fjallabænum guía de isora á suðvesturhluta Tenerife, þar sem friður, sól og eðlur sem heimiliskettirnir eltast við eru hluti af daglegu lífi.
TENERIFE
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Á sólríkum sunnudegi í bænum Guía de Isora, uppi í fjöllunum á suðvesturhluta Tenerife, tekur á móti blaðamanni Keflvíkingurinn Davíð Kristinsson. Hann býr þar ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk Elíasardóttur, dætrunum Elísa betu (14 ára) og Agnesi Ingu (10 ára) – og ekki má gleyma köttunum Póló og
götustrákarnir
Simba, sem hlaupa um garðinn á eftir eðlum á meðan spjallið stendur yfir.
„Þeir eru sannkallaðir götustrákar,“ segir Davíð og brosir þegar einn þeirra birtist með sand á nefinu. „En þeir hafa gefið heimilinu alveg nýtt líf.“
Þriðja dóttirin, Alís Lilja (17 ára í desember), er í framhaldsskóla á Íslandi.
Friður, ró og betra líf
Þegar Davíð er spurður hvað hafi dregið fjölskylduna suður í sólina er svarið skýrt: „Friður, ró og möguleikinn á betra lífi.“
Kanarí-búum. Við erum ekki ferðamenn heldur íbúar.“ Húsbygging í fjöllunum
„Við lærðum heilan helling,“ segir Davíð um byggingarferlið. „Ég hef þurft að henda út tuttugu mönnum úr vinnu. Kanarí-mennirnir eru frábærir verkmenn ef maður stýrir þeim rétt.“
Hann segir að verkefnið hafi hafist í mars og að þau hafi flutt inn rétt fyrir jól, þó margt hafi verið eftir.
breytti öllu hafi verið árið 2016, þegar þau komu fyrst í frí til Tenerife.
„Við áttum okkur á því að við höfðum ekki farið í neina sólarlandaferð frá 2002! Þá fékk ég loksins frið í hugann og áttaði mig á því að það er í lagi að slaka á.“
Eftir þá ferð fór fjölskyldan oftar til eyjunnar og árið 2018 hófu þau að skoða möguleikann á að kaupa eign.
„Við vorum með mörg járn í eldinum á Íslandi og þá langaði okkur að eignast friðarrými. Þegar maður er með mikið af verkefnum þarf maður stundum að láta sig hverfa.“
Fyrsta húsið – og ferðalag í gegnum CoviD
„Við keyptum fyrsta húsið okkar rétt fyrir COVID,“ rifjar Davíð upp.
„Það var raðhús sem við fengum afhent í júní 2020. Við þurftum að komast hingað út í gegnum krókaleiðir því ekkert beint flug var í gangi.“
Húsið notuðu þau fyrst sem tilraun til að prófa lífið á Tenerife, og það gekk vonum framar.
„Við ákváðum að leigja húsið út og fara í stærra verkefni. Þá keyptum við uppsteypt hús sem hafði staðið óklárað í átta ár. Það var bara hringur af súlum, múrsteinshlaðið á milli og engar lagnir.“
Davíð og Eva tóku til hendinni og breyttu húsinu í heimili.
„Við sögðum frá byrjun að þetta myndi taka þrjú ár og við erum nú komin 80–90% með það. Húsið er um 550 fermetrar á íslenskan mælikvarða, en Spán-
verjarnir telja svalir með og segja þetta 750!“ guía de isora – bæjarandinn og fólkið Bærinn sem fjölskyldan býr í heitir Guía de Isora, sem er jafn framt nafn héraðsins.
„Þetta er rólegur og rótgróinn bær. Kirkjan hér í miðbænum er frá árinu 1760 og allt svæðið í miðbænum er á minjaskrá UNESCO,“ segir Davíð. Íbúarnir tóku Íslendingunum með forvitni.
„Fyrst var svona: ‘Bíddu, hver eruð þið eiginlega?’“ segir hann og hlær.
„En svo sáu þeir að við ætluðum að gera þetta fallegra og betra. Eftir mánuð vorum við orðin heimamenn, borgum skatta, eigum fyrirtæki og vinnum með
„Við héldum svo áfram eftir því sem fjárhagurinn leyfði.“ Í dag rekur Davíð eigið fyrirtæki í byggingaverktöku og er með þrjú hús í gangi. „Ég verkstýri verkefnum fyrir Íslendinga, Þjóðverja og fleiri og er að klára byggingafræðina mína í desember.“
Frá rafiðnfræði í byggingafræði Davíð kláraði rafiðnfræði í Háskólanum í Reykjavík áður en hann sneri sér að byggingafræði. „Mig hefur alltaf langað að verða arkitekt, en byggingafræði er meira lausnamiðuð. Það hentar mér betur.“ Hann segir að námið hafi gengið vel þrátt fyrir flutninginn. „Ég flýg reglulega heim í staðlotur, það er ekkert mál. Flugið hingað tekur aðeins fimm og hálfa klukkustund.“
Á meðan við tölum liggja kettirnir Póló og Simba úti á veröndinni, hálfsofandi í sólinni. Skyndilega þýtur Póló af stað, eltir eðlu undir útigrillið á þaksvölunum og hefur betur í viðureigninni. „Þeir eiga hér sitt eigið paradísarlíf,“ segir Davíð. Lífið hjá kisunum hefur þó ekki alltaf verið paradís. Þeir eru „götustrákar“ sem fjölskyldan tók að sér og hafa ekki alltaf farið var-
lega.
Davíð og eva með börnunum sínum, elísabetu, agnesi ingu og alís lilju.
Húsið sem fjölskyldan hefur byggt sér í guía de isora.
Svona var húsið og lóðin þegar Davíð sá það fyrst. Mikið vatn runnið til sjávar á Tenerife síðan þessi mynd var tekin.
Davíð og eva hafa unun af því að hjóla um Tenerife og þar eru margar fallegar og krefjandi hjólaleiðir.
Simbi og Póló, sem í dag eiga heimili hjá fjölskyldunni, láta fara vel um sig í sólinni.
Simbi búinn að fanga eðlu.
Tenerife.
„Póló hefur einu sinni dottið ofan af þaksvölunum, átta metra niður á stéttina,“ segir Davíð. „Við brunuðum með hann til dýralæknis, en í dag lætur hann eins og það hafi aldrei gerst.“
Veðrið í Guía de Isora er, að sögn Davíðs, fullkomið.
„Við erum um fjórum gráðum svalari hér uppi í fjöllunum en niðri við ströndina. Það er alltaf gott veður, þó stundum sé skýjað. Kaldasti tíminn er um 15 gráður á næturnar – það finnst okkur bara notalegt!“
Húsið er vel einangrað og notast er við viftur til loftkælingar. „Ég keypti samt litla kælingu fyrir hitabylgjur. Það er eiginlega meiri lúxus en nauðsyn.“
Sjálfbær framtíð
Davíð sýnir stoltur þaksvalirnar þar sem sólarsellur glansa í sólinni.
„Sólskyggnið er í raun rafmagnsframleiðsla,“ útskýrir hann. „Þegar við setjum upp síðustu panelana á bílskúrinn sem ég byggi næst get ég aftengt húsið
alveg frá rafveitunni. Þá verðum við fullkomlega sjálfbær.“
Vatnið kemur svo beint úr fjöllunum.
„Guía de Isora er vatnsmesta héraðið hér á suðurhlutanum.
Ég setti samt upp hreinsibúnað, þannig að við drekkum bara kranavatn – alveg tært.“
Börnin ganga í opinberan skóla í bænum.
agnes inga, elísabet, eva og Davíð á sundlaugarbakkanum.
„Við erum um fjórum gráðum svalari hér uppi í fjöllunum en niðri við ströndina. Það er alltaf gott veður, þó stundum sé skýjað.“
Sá samverustaður fjölskyldunnar sem er mest notaður á heimilinu er úti undir svölum. Þar er útieldhús og allt til alls.
„Við prófuðum einkaskóla fyrst, en þar var umhverfið kalt og þau lærðu ekki spænsku. Í opinbera skólanum var tekið frábærlega á móti okkur – allt hlýlegt og manneskjulegt.“
Davíð og Eva hyggjast sjálf fara í spænskunám á nýju ári.
„Ég tala góða iðnaðarmannaspænsku,“ segir hann og hlær, „en nú ætlum við að verða reiprennandi. Námið er tvisvar í viku og þar er bara talað – og talað!“
Nýtt jafnvægi
Fjölskyldan lifir nú á leigutekjum bæði á Íslandi og á Tenerife.
„Ég þarf í raun ekki að vinna nema tvær til þrjár klukkustundir á dag,“ segir Davíð.
„Þá get ég sinnt verkefnum og fjölskyldunni í ró og næði. Þetta er draumi líkast.“
Þau reka þrjú hús í skammtímaleigu undir nafninu gisting-
tene.is og Davíð sinnir einnig teiknivinnu, meðal annars fyrir Keflvíkinga.
ldfjöll, Kalíma og lífið áfram Á meðan kettirnir skjótast hjá, eflaust að eltast við smáeðlu, nefnir Davíð að Tenerife sé lifandi eldfjallaeyja.
„Við búum rétt hjá El Chinyero, sem hefur ekki gosið í 907 ár. Þegar við fengum SMS vegna almannavarnaæfingar á dögunum þá bara yppti maður öxlum –þetta er hluti af lífinu hér.“
Og þegar Kalíma-sandstormurinn blæs upp úr Sahara?
„Þá þarf bara að þvo veröndina,“ segir hann hlæjandi.
ið erum ekki að fara neitt“
Davíð segir að þau hafi upphaflega ætlað að prófa að búa á Tenerife í þrjú ár. Nú eru þau liðin og enginn vill flytja heim í kuldann á Íslandi.
„Okkur líður vel. Þetta er heimilið okkar. Ég er ekki tilbúinn að skipta þessu út.“ Á veröndinni liggja Póló og Simba í skjóli pálmatrjánna. Lífið á Tenerife virðist ekki aðeins hafa heillað fjölskylduna heldur líka kettina sem nú njóta lífsins í sínu eigin sólríka ævintýri.
Nánar er rætt við fjölskylduna í þætti vikunnar sem verður sýndur á vf.is síðar í vikunni.
Fimmtudaginn 30. október kl. 14:00
Alzheimersamtökin, heilabilun og samskipti
Nesvöllum
Njarðarvöllum 4, Reykjanesbæ
Fundarstjóri: Friðjón Einarsson. Kaffiveitingar í boði FEBS. Allir velkomnir aðgangur ókeypis !
Fræðsluerindi með Thelmu Jónsdóttur, fræðslustjóra og Ástu Kristínu Guðmundsdóttur, ráðgjafa Alzheimersamtakanna
Vinkonukvöld Æsu með gleði og góðu gengi
HINFLÚENSU BÓLUSETNINGAR 2025
Áhættuhópum sem eru skráðir á HSS er boðið upp á inflúensu bólusetningar á eftirtöldum stöðum:
Kirkjulundi, Kirkjuvegi í Reykjanesbæ mánudaginn 27. október og mánudaginn 17. nóvember, kl. 9-12
Heilsugæslu Vogum 21. október kl. 10-12 og 23. okt. kl. 13-15 Heilsugæslu Suðurnesjabæjar 22. og 29 október kl. 11-12 og 13-14. Reykjanesapótek er í samstarfi við HSS og er að bólusetja við inflúensu alla virka daga eftir 1. nóvember.
Hægt er að bóka tíma á heilsuvera.is eða í síma 422-0500 á milli kl. 8-16. Einnig munu einstaklingar í forgangshópum fá sms boðun.
SÓTTVARNALÆKNIR MÆLIST TIL AÐ EFTIRTALDIR ÁHÆTTUHÓPAR NJÓTI FORGANGS VIÐ INFLÚENSUBÓLUSETNINGAR:
ÁHÆTTUHÓPAR INFLÚENSU ERU:
n Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
n Börn fædd 2020 eða síðar sem náð hafa 6 mánaða aldri við bólusetningu.
n Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, offitu, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
n Barnshafandi.
n Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
n Fólk í starfstengdri áhættu vegna samsmits árlegrar inflúensu og fuglainflúensu sbr. frétt í okt. 2023
Sóttvarnalæknir mælist til þess að ofangreindir forgangshópar fái bóluefnið sér að kostnaðarlausu en til að svo megi verða þarf einungis að krefja þessa einstaklinga um greiðslu fyrir umsýslukostnaði.
Kveðja, Heilsugæsla HSS
ið árlega Vinkonukvöld Lionsklúbbsins Æsu var haldið föstudaginn 10. október síðastliðinn. Að venju ríkti bleikt þema í samræmi við Bleikan október, og skapaði það hlýlega og jákvæða stemningu í salnum.
Gestum var boðið upp á ljúf fengar veitingar að hætti félags kvenna, og barinn var opinn fyrir þá sem vildu fríska sig við. Gunnheiður Kjartansdóttir stýrði kvöldinu sem kynnir og hélt uppi fjörinu eins og henni einni er lagið. Í ár var happdrætti kvöldsins tileinkað Minningarsjóðnum Erninum, sem styður börn og ungmenni sem misst hafa náinn ástvin. Til að kynna verkefnið komu þær Þóranna og Viktoría og sögðu frá starfi sjóðsins. Nánari upplýsingar má finna á arnarvaengir.is.
Auk þess styrktu Æsusystur Krabbameinsfélag Suðurnesja með sölu á Bleikri októberrós og Bleika Pardusinum, sem jafnframt var notaður til að skreyta salinn. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Ungleikhúsið mætti og sýndi „brot af því besta“, og félagskonur héldu tískusýningu á íslenskum búningum sem vöktu mikla athygli fyrir fjölbreytni og fegurð. Að lokum steig trúbador á svið og hélt uppi stemningunni fram á kvöld.
Það er óhætt að segja að Vinkonukvöld Æsu hafi tekist einstaklega vel, fullt af hlýju, samveru og stuðningi við góð málefni.
Myndirnar frá kvöldinu segja þó meira en mörg orð. Fleiri myndir á vef Víkurfrétta, vf.is
Kærar þakkir fyrir, Sigfríð Andradóttir, netstjóri og varaformaður Lkl. Æsu
AÐALFUNDUR ÞROSKAHJÁLPAR Á SUÐURNESJUM
verður haldinn fimmtudaginn 6. nóvember 2025 í húsi félagsins að Hrannargötu 6, kl. 18.00. Stjórnin.
1. Skýrsla stjórnar
2. Önnur mál.
Hafðu heppnina með þér.
Alla fimmtudaga.
Tryggðu þér miða á das.is
Þrjátíu bláar milljónir frá Góðgerðarfesti
Góðgerðarfest BLUE Car Rental var haldið í sjötta sinn síðasta laugardag og sló öll fyrri met. Reiðhöllin hjá Mána breyttist í einstakt hátíðarrými þar sem tónlist, gleði og samhugur voru í forgrunni. Eins og nafnið gefur til kynna er markmið hátíðarinnar einfalt:
Að safna fjármunum til góðra mála.
Frá því hátíðin var fyrst haldin fyrir fimm árum hefur hún stækkað með hverju árinu og í þetta sinn mættu um þúsund manns til að taka þátt. Þá voru rúmlega 100 fyrirtæki og einstaklingar sem styrktu verkefnið og söfnuðust yfir 30 milljónir króna sem munu renna til 25 málefna.
Blue Car Rental vill senda innilegar þakkir til fyrirtækja, félaga, listamanna, sjálfboðaliða, gesta og allra þeirra sem tóku þátt í að gera Góðgerðarfest 2025 að ógleymanlegri hátíð.
Styrkir ársins verða formlega afhentir næstkomandi fimmtudag.
Blue Car Rental þakkar eftirtöldum fyrirtækjum fyrir að leggja okkur lið á Góðgerðarfestinu.
Með ykkar aðstoð og aðstoð fjölmargra einstaklinga söfnuðust rúmlega 30 milljónir króna sem munu renna í góð og þörf málefni í nærsamfélagi okkar.
ÞÓRUKOT
Smári Helgason ehf
Sævar Jóhannsson með Quiet Presence
Píanóleikarinn og Tónskáldið Sævar Jóhannsson fagnar útgáfu nýrrar Hljómplötu: ‘Quiet Presence’ – djúpstæð, persónuleg hugleiðing um heimili og að tilheyra. Innblásin af bernsku sem var mótuð af tíðum flutningum sem skildu eftir miklar tilfinningar um rótleysi og spurninguna, hvað er heimili? Hljómplatan miðlar fjölbreyttum, jafnvel andstæðum tilfinningum; sorg og létti, eftirsjá og sátt og kannar hvað það þýðir að finna öryggi í heimi breytinga. En fyrir Sævar var tónlist; það að fá að fara í tónlistarskóla, spila í lúðrasveit með öðrum krökkum, að upplifa sig sem hluta af litlu samfélagi, það sem hjálpaði honum að finna “sitt” heimili. Við vonum að þessi hljómplata gefi hlustendum frið og rými til að hugleiða hvað heimili sé fyrir þeim.
Strengirnir voru hljóðritaðir í Greenhouse Studios með Valgeiri Sigurðssyni (Björk, Feist) og skartaði einstaklega flottum hljóðfæraleikurum, Una Sveinbjarnardóttir á fiðlu, Agnes Eyja á fiðlu, Ásta Kristín Pjetursdóttir á víólu og Hrafnhildur M. Guðmundsdóttir á selló. Píanóleikur Sævars var tekin upp í Studíó Varða af kvikmyndatónskáldinu Eðvarði Egilssyni. Umslag plötunnar er eftir ljósmyndarann Yael B.C. – mynd af Sævari fljótandi í jökulvatni – fangar tilfinningalegan kjarna plötunnar: að vera á reki milli heimila í leit að kyrrðinni.
Sævar er þekktur fyrir tilfinningarík tónverk en hann hefur m.a. gefið út tvær plötur undir eigin nafni. Fyrsta platan ‘Whenever You’re Ready’ vann ‘You Should Have Heard This’ verðlaunin frá Reykjavík Grapevine Music Awards 2023. Hann hefur einnig
samið tónlist fyrir stuttmyndir og leikhús en nýlega starfaði hann sem tónlistarstjóri og flytjandi fyrir fjórar óperu uppfærslur (þ.á.m. Brím, óperu eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson sem vann tónlist ársins á Grímunni 2025) og frumsýnir La Bóheme með Sviðslistahópnum Óði í Borgarleikhúsinu 6. desember næstkomandi.
Ertu vélstjóri eða vélfræðingur eða með svipaða menntun?
Kalka sf. leitar að vélstjóra, vélfræðingi eða aðila með svipaða menntun eða reynslu til starfa í brennslustöð fyrirtækisins í Reykjanesbæ.
Starfið felst m.a. í stjórnun á brennslulínu stöðvarinnar, viðhaldi og þrifum á vélbúnaði, tækjum o.fl.
Kröfur um menntun og færni:
Umsækjendur þurfa að hafa góða tölvufærni, íslensku- og enskukunnáttu. Starfið krefst mikilla samskipta, getu til að vinna sjálfstætt og undir álagi. Lyftarapróf er kostur.
Við leitum að manneskju sem:
Hefur áhuga á að sinna fjölbreyttum verkefnum í umhverfi í stöðugri þróun.
Hefur ástríðu fyrir stöðugum umbótum og vill gera betur í dag en í gær.
Kalka er eina sorpbrennslustöðin sem starfrækt er hér á landi og þar starfa um 20 manns.
Upplýsingar veitir Ingþór Karlsson í síma 862-3505.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til ingtor@kalka.is fyrir 1. nóvember 2025.
Í Kölku vinna rúmlega 20 manns í dag en verkefnum fjölgar og Kalka þarf að stækka. Kalka hefur verið fyrirmyndarfyrirtæki í úttekt Creditinfo frá árinu 2020. Áhersla er lögð á gott vinnuumhverfi og að vinnufyrirkomulag sé sem sveigjanlegast. Í Kölku er starfsmannafélag sem af og til bryddar upp á einhverju skemmtilegu fyrir sína félagsmenn. Berghólabraut 7 - 230 Reykjanesbær • sími 421 8010 • kalka@kalka.is • www.kalka.is
Hljómplatan kemur út 1. nóvember 2025 á streymisveitum og vínyl. Útgáfutónleikar verða 8. mars 2026 í Tjarnarbíó.
Skipulag í Reykjanesbæ
Dalshverfi 2. áfangi - breyting á deiliskipulagi
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi þann 7. október 2025 að auglýsa skv 1 mgr 43 gr skipulagslaga nr 123/2010 tillögu að nýju deiliskipulagi sbr uppdrátt Kanon arkitekta dags 02 09 2025
Breytingu á deiliskipulagi í Dalshverfi, 2 áfanga, felur í sér að bætt er við 14 íbúðum í einnar hæðar sérbýlum á suðvesturhluta svæðisins Þar verða 10 einbýlishús ásamt tveimur parhúsalóðum Markmið breytingarinnar er að koma til móts við óskir um aukið sérbýli og halda samtímis í umhverfisleg gæði hverfisins með miðlægu opnu grænu svæði Athugasemdir berist skriflega í skipulagsgátt
Skipulagsstofnunar málsnúmer: 1404/2025
Athugasemdafrestur er til og með 30 nóvember 2025
Hlíðarhverfi 3. áfangi – deiliskipulag
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi þann 7 október 2025 að auglýsa skv 1 mgr 41 gr skipulagslaga nr 123/2010 tillögu að nýju deiliskipulagi sbr uppdrátt Arkís arkitekta dags 16 12 2024 Arkís arkitektar leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir þriðja áfanga Hlíðarhverfis f h Miðlands ehf Um er að ræða 492 íbúðir í fjölbýlishúsum og sérbýli Uppbyggingin er á tveimur svæðum aðskildum með grænum geira Athugasemdir berist skriflega í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar málsnúmer: 1405/2025 Athugasemdafrestur er til og með 30 nóvember 2025
Reykjanesbraut - breyting á aðalskipulagi Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi þann 7 október 2025 að auglýsa skipulags- og matslýsingu á breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 skv 2 mgr 30 gr skipulagslaga nr. 123/2010. Vegna fyrirhugaðrar tvöföldunar Reykjanesbrautar er auglýst á skipulags- og matslýsingu á breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 sbr gögn VSÓ ráðgjafar dagsett í september 2025
Athugasemdir berist skriflega í skipulagsgátt
Skipulagsstofnunar málsnúmer: 1406/2025
Athugasemdafrestur er til og með 16 nóvember 2025
Athugasemdir berist skriflega í skipulagsgátt
Skipulagsstofnunar en fyrirspurnir berist á netfangið skipulag@reykjanesbaer is
Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar
Ljósmynd: Magnus Andersen
Ljósmynd: Yael B.C.
Keflvíkingar fagna sigri á Þórsurum á mánudagskvöld í vÍS bikarnum. vF/pket
ólafur björn gunnlaugsson,
„Gaman að taka við þjálfun Keflvíkinga sem stefna alltaf hátt“
– segir
Daníel Guðni Guðmundsson, nýr þjálfari körfuboltaliðs Keflvíkinga. Sigur á Þór í VÍS bikarnum á heimavelli.
Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga var ánægður með sigur sinna manna á Þór Þorlákshöfn í Blue höllinni í Keflavík í leik liðanna í VÍS bikarkeppnni í körfubolta. Daníel Guðni tók við Keflavíkurliðinu í haust og hann segir byrjunina hafa verið þokkalega og sé bjartsýnn á veturinn framundan.
„Við vorum seinir í gang í þessum leik og lékum ekki þessa vörn sem við vorum að gera gegn Stjörnunni í síðasta leik okkar,“ en þá sigruðu Keflvíkingar Íslandsmeistara Stjörunnar með sannfærandi hætti og þá sérstaklega með góðri vörn. Hún var ekki alveg að
virka í leiknum við Þór í fyrri hálf leik og gestirnir náðu mest 15 stiga forskot í fyrri hálfleik.
„Menn sáu það svart á hvítu eftir fyrri hálfleikinn hvað þyrfti að gera og mættu þannig í síðari hálf leik. Ég þurfti ekki að halda neina þrumuræðu. Menn sáu þetta sjálfir og mættu einbeittir til leiks í síðari hálfleik og þá hrukkum við í gang og unnum góðan sigur.“
Daníel Guðni segir virkilega gaman að vera kominn til Kefla víkur og taka þátt í starfinu hjá félaginu sem hefur verið gott í áratugi og metnaðurinn mikill.
„Maður er náttúrlega uppalinn á svæðinu og ég þekki því marga
Páll Ketilsson pket@vf.is
Þau Einar Haraldsson og Magndís Alexandersdóttir bættust í hóp heiðursfélaga UMFÍ á Sambandsþingi UMFÍ fyrr í mánuðinum og voru sæmd með sérstökum heiðursfélagakrossi. Þetta er æðsta viðurkenning Ungmennafélags Íslands.
Einar var um árabil formaður og framkvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, og Magndís var formaður Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH). Bæði hafa þau auk þess setið í stjórn UMFÍ.
Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, las upp stutta tölu einstaklingana fjóra og afhenti heiðursviðurkenningarnar.
Jóhann las upp eftirfarandi um Einar Haraldsson: „Einar Haraldsson hefur haft djúpstæð áhrif á íþróttastarf á Suðurnesjum í mörg ár. Það er kannski ekki á allra vitorði en Einar er aðfluttur í Keflavík, fæddur í Reykjavík og alinn upp í Garðahreppi og útskrifaður úr húsasmíði frá Iðnaskólanum í Hafnarfirði. Einar flutti ekki til Keflavíkur fyrr en árið 1977. En það skiptir auðvitað engu fyrir okkar sögu og íþróttamál í Keflavík því hann er fyrir löngu orðinn rótgróinn hluti af samfélaginu.
Ferill Einars í keflvísku íþróttalífi spannar rúm 40 ár. Hann var kjörinn í varastjórn Ungmennafélags Keflavíkur árið 1985 og varð síðasti formaður félagsins níu árum síðar. Um mitt ár 1994 varð Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag til úr sex íþróttafélögum.
Einar stóð vaktina af elju í 39 ár, þar af 26 sem formaður og 25 ár sem framkvæmdastjóri Keflavíkur.
Einar hefur auk þess látið til sín taka í stjórn UMFÍ. Hann sat í varastjórn UMFÍ um fjögurra ára skeið, frá 2003 til 2007 og í aðalstjórn næstu fjögur ár á eftir. Stjórnarseta hans taldi því 8 ár. Hann sat þar í framkvæmdastjórn ásamt fleiri nefndum og á nú sæti í fjárhags- og greiningarnefnd.
Hann hefur auk þess tekið þátt í öðru starfi UMFÍ eins og í starfi Almannaheilla.
Þar utan sat hann í stjórn Íþróttabandalags Reykjanesbæjar í áratug, bæði sem varaformaður og formaður.
Einar hefur ekki aðeins sinnt félagsmálum af mikilli ábyrgð heldur einnig verið drifkraftur í uppbyggingu, samstöðu og árangri Keflavíkur. Hann hefur verið traustur leiðtogi, hlýr félagi og orðstír hans afar góður,“ sagði formaður UMFÍ um Einar Haraldsson.
GRÆNIR ÚT
Njarðvíkingar léku á sama tíma gegn Álftnesingum á útivelli og máttu þola tap 9993 og eru því dottnir út úr VÍS bikarkeppninni. Grindvíkingar sátu hjá í 32 liða úrslitum en verða því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitum karla.Það eru leikir í þessari viku í VÍS bikarnum og í deildinni hjá körlum og konum. Sjá úrslit og umfjöllun á vf.is
Hópurinn: (efri röð vinstri):
n SportHiit hópur úr Reykjanesbæ tók þátt í Spartan
Þrettán manna hópur sem æfir saman í SportHiit, Sport húsinu í Reykjanesbæ, tók þátt í Spartan-keppni sem haldin var í Hvar í Króatíu dagana 11. og 12. október. Spartan er krefjandi þol- og hindrunarkeppni þar sem þátttakendur hlaupa 5, 10 eða 21 kílómetra og takast á við fjölbreyttar áskoranir á leiðinni – meðal annars að klífa veggi, burðast með þunga hluti og synda í sjó. Sara Stefánsdóttir náði einstöku afreki þegar hún lauk öllum þremur vegalengdunum og hlaut þar með svo kallaða Trifecta, sem telst mikið afrek – ekki síst þar sem brautin í Hvar er þekkt fyrir að vera bæði löng og krefjandi. Hópurinn hafði æft saman undir handleiðslu þjálfaranna Árna Freys og Hafdísar Ýrar, þar sem lögð er áhersla á úthald, þol og styrk. Þjálfararnir hvöttu hópinn áfram á keppnis dagana og stuðluðu að frábærum árangri allra. Samstaðan var sterk og hvöttu þátttakendur hvert annað áfram uns allir náðu sínum markmiðum.
Eftir vel heppnaða ferð er hópurinn þegar farinn að skoða næstu Spartan-keppni. Áfangastaðirnir eru fjölmargir og áskoranirnar ólíkar – en spennandi fyrir þá sem sækjast eftir líkamlegu og andlegu ævintýri í útlöndum.
nýliði í Keflavíkurliðinu er hér að verja skot frá Þórsara. ólafur átti mjög góðan leik.