DREIFT Á SUÐURNESJUM OG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ÓKEYPIS EINTAK

![]()

Keflvíkingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir unnu sannfærandi 4–0 sigur á HK í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á Laugardalsvelli á dögunum. Frá fyrstu mínútu var ljóst að bítlabæjarliðið var komið til að klára verkið – og það gerðu þeir með glæsibrag. Stefán Ljubičić kom Keflavík yfir á 14. mínútu með laglegu skallamarki eftir sendingu frá Muhamed Alghoul, sem átti stórleik. Fjórum mínútum síðar bætti Eiður Orri Ragnarsson við öðru marki eftir frábæran undirbúning Muhameds. Fyrirliðinn Frans Elvarsson tryggði svo 3–0 stöðu með skalla rétt fyrir hálfleik. Í síðari hálfleik kláraði Kári Sigfússon dæmið með fjórða markinu eftir sendingu frá Viktori Elmari Gautasyni. Keflvíkingar fögnuðu innilega í leikslok, öruggir um að vera aftur með í hópi þeirra bestu á næsta ári. Sjá nánari umfjöllun á síðu 15 í blaðinu í dag. VF/pket.
Sveitarstjórnir á Suður nesjum gagnrýna að ekki hafi verið haft nægilegt samráð við þær um fyrir hugaða brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem rísa gæti á svæðinu.
Þetta kom fram á aðal fundi Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) um helgina, þar sem Þorbjörg Sig ríður Gunnlaugsdóttir dóms málaráðherra kynnti frumvarp til laga um brottfararstöðvar. Frumvarpið, sem nú er í samráðsgátt, kveður á um heimildir til að vista einstaklinga sem hafa fengið endanlega synjun á hælisumsókn og ber að víkja af landinu.

Á aðalfundinum kom fram að sveitarfélögin hafa áhyggjur af því að frumvarpið sé lagt fram án þess að tekið hafi verið fullt tillit til áhrifa á nærumhverfið. Ekki komi skýrt fram hvar brottfararstöðin verði staðsett, en þar sem ábyrgðin hvílir á lögreglustjóranum á Suðurnesjum er talið líklegt að hún verði reist á svæðinu. Á fundinum komu fram áhyggjur um þjónustu við börn, einkum varðandi skólaskyldu. Ráðherra lagði þó áherslu á að börn án fylgdar verði áfram vistuð samkvæmt gildandi Ráðherra sagði á fundinum að hún sýni áhyggjum sveitarfélaganna fullan skilning.

Sjálfstæðismenn í Grindavík vilja að stefnt sé að daggæsla verði hafin að nýju vorið 2026 og skólahaldi um haustið. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Grindavíkur ályktaði um málið á aðalfundi í gærkvöldi.
„Ályktunin er sett fram þar sem að ákalli Grindvíkinga um stefnu í skólamálum þarf að svara. Málaflokkurinn er í dag á valdi Grinda
lögunum starfar framkvæmdanefndin tímabundið en lögin falla úr gildi við næstu sveitarstjórnarkosningar árið 2026. Því telur sjálfstæðisfélag Grindavíkur ekki óvarlega farið að stefna að daggæslu í Grindavík næsta vor og að skólahald hefjist haustið 2026 að því gefnu að atburðir taki ekki óvænta stefnu,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN ANDRÉS SNÆLAND
tollvörður, Reykjanesbæ,

lést á Hlévangi í Reykjanesbæ mánudaginn 29. september. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 14. október klukkan 13:00. Fjölskyldan þakkar starfsfólki HSS og Hlévangs fyrir einstaka umönnun og alúð.
Kristín Guðbjörg Snæland Friðrik Kristján Jónsson Sigurbjörn Arnar Jónsson
Sigurður Leó Snæland Ásgrímsson Magnea Ósk Sigurhansdóttir
Alexander, Jón Stefán, Friðrik Rúnar, Alma Karen, Óli Viðar, Sævar Þór og Frosti Hrafn
Okkar ástkæra
HELGA GUNNLAUGSDÓTTIR
Faxabraut 19, Keflavík,

lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi föstudaginn 19. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ættingjar þakka starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Hlévangi fyrir yndislega umönnun.
Við getum aldrei þakkað ykkur nóg fyrir að gefa mömmu öryggi, virðingu, gleði, faðmlög og kossa hennar síðustu ár. Og okkur endalausa þolinmæði og skilning.
Oddgeir Fr. Garðarsson Björg Garðarsdóttir Birna Hilmarsdóttir Hilmar Örn Jónasson


Starfsmenn SAMGUS, samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga sótti Suðurnesin heim nýlega. Þeir komu við í húsakynnum Íslandshúsa sem kynntu þeim framleiðslu sína en Íslandshús hefur selt mikið
af sínum vörum til stofnana og sveitarfélaga.
„Það er okkur mikil ánægja þegar fyrirtæki og sveitarfélög vilja koma í heimsókn til okkar. Við fengum að kynna þeim fyrir vörum okkar og þjónustu. Áttum
gott spjall um framtíðarvörur og hvað þeim vantar í sínum störfum,“ sagði Óskar Húnfjörð, eigandi Íslandshúsa en fyrirtækið stækkaði nýlega við húsakost sinn á Ásbrúen þar fór kynningin fram.
Flugafgreiðslufyrirtækið Airport Associates hefur þurft að segja upp rúmlega 50 starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli í kjölfar falls flugfélagsins Play, sem var einn stærsti viðskiptavinur fyrirtæk isins. Airport Associates veitir almenna flugafgreiðsluþjónustu fyrir fjölda flugfélaga á vellinum. Samkvæmt gögnum Isavia stóð Play undir um 12 prósentum af heildarflugframboði til og frá Keflavíkurflugvelli og var því einn

mikilvægasti viðskiptaaðili Airport Associates.
Þrátt fyrir að Play hafi verið stór viðskiptaaðili hjá Airport Associates var umfangið þó minna en þegar WOW air fór í þrot árið 2019. Þá voru nokkur hundruð starfsmanna sem var sagt upp. Vitað er um fleiri fyrirtæki á Suðurnesjum sem hafa orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum vegna gjaldþrots Play.
Landsbyggðarstrætó hættir með stoppistöðvar í Keflavík og Ásbrú - bæjarráð mótmælir
Bæjarráð Reykjanesbæjar telur að gríðarleg skerðing verði á þjónustu við íbúa Reykjanesbæjar þann 1. janúar 2026 þegar stoppistöðvum mun fækka úr átta í tvær í sveitarfélaginu ef áætlanir Vegagerðarinnar ná fram að ganga um nýtt leiðakerfi landsbyggðarstrætó. Vegagerðin telur þörf á að gera þessar breytingar þar sem illa gengur að halda tímaáætlun í akstri sökum þungrar umferðar
á höfuðborgarsvæðinu. Breytingin felur í sér að engin stoppistöð verður í hverfi Keflavíkur eða Ásbrúar. Akstur innanbæjarstrætó hjá Reykjanesbæ hefst kl. 7:00 alla virka daga, sem þýðir að íbúra muni ekki geta tekið landsbyggðarstrætóinn fyrr en 7:45 frá miðstöð. Þessi breyting á tímatöflu Vegagerðarinnar felur í sér mjög alvarlega þjónustuskerðingu við íbúa Reykjanesbæjar sem sækja vinnu og nám á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum síðasta fimmtudag og telur óásættanlegt að ekki hafi verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem komu fram á fundum sveitarfélaga á Suðurnesjum með Vegagerðinni í aðdraganda þessara breytinga og skorar á Vegagerðina að endurskoða breytingu þeirra á leiðarkerfi leiðar 55 í samráði við sveitarfélagið.
Steinar Sigtryggsson, umboðmaður Olís á Suðurnesjum lést 1. október á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Steinar var fæddur og uppalinn Keflvíkingur. Hann byrjaði að vinna í fiski fyrir fermingu og þar kynntist hann eiginkonu sinni, Birnu Martínsdóttur þegar þau unnu bæði í fiskverkuninni Litlu milljón í Keflavík. Birna lést fyrir tveimur mánuðum.
Steinar fékk svo vinnu ungur að árum í Slippnum við að mála síldarbátana fyrir komandi vertíð, fór svo á sjóinn á síldarárunum. Steinar vann í framhaldi af sjómennskunni um tíma í hlaðdeildinni hjá Loftleiðum á Keflavíkurflugvelli áður en hann var ráðinn til að sjá um innheimtu

hjá BP (forvera Olís). Steinar gerist umboðsmaður Olís árið 1975 og starfaði til ársins 2022, í tæp fimmtíu ár og var jafnan
kallaður „Olíukóngurinn“ meðal góðra vina sinna. Steinar var duglegur í félagsmálum í Keflavík og skipti sér af pólitík og íþróttum. Hann var varaformaður Ungmennafélags Keflavíkur á áttunda áratugnum og þá sat hann um tíma í stjórn Golfklúbbs Suðurnesja en Steinar var duglegur kylfingur eftir að hann kynntist golfíþróttinni. Steinar var líka félagi í Oddfellowstúkunni Nirði í Keflavík og stundaði stúkustarfið af áhuga. Steinar var í áhugaverðu viðtali í Víkurfréttum 2022 þegar hann var að ljúka störfum rúmlega sjötugur. Útför Steinars verður frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 16. október kl. 13:00.


n Fjölbreytt dagskrá og frítt inn 11.-12. október
Safnahelgi á Suðurnesjum hefur verið við lýði allt frá árinu 2009 og hefur verkefninu stöðugt vaxið fiskur um hrygg og um helgina fer Safnahelgin 2025 fram þar sem boðið verður upp á sýningar og viðburði í öllum sveitarfélögunum. Kynningarfundur var haldinn í Grindavík þriðjudaginn 7. október, í Gula húsinu svokallaða en það hefur verið félagsheimili knattspyrnudeildar UMFG síðan húsið var reist árið 1986. Segja má að Gula húsið sé búið að vera olnbogabarn í Grindavík undanfarin ár en nú er búið að finna húsinu nýtt og göfugt hlutverk, það mun hýsa ferðafólk sem kemur til Grindavíkur og verður m.a. hægt að horfa á stuttmynd um sögu hamfaranna, sem grindvíski kvikmyndagerðarmaðurinn Óskar Kristinn Vignisson vann.
Ásrún Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, hún lítur á Safnahelgi á Suðurnesjum árið 2025, sem merk tímamót í upprisu Grindavíkurbæjar.
„Ég er mjög ánægð að vera hér í Gula húsinu í dag en við höfum grínast með að það hefur verið nett olnbogabarn hér í Grindavík en sem betur fer er búið að finna húsnæðinu gott verkefni til framtíðar. Hugmyndin kemur í raun út frá samstarfsverkefni nokkurra aðila, landslagshönnuða og -arkitekta. Þegar vinna hófst við að skipuleggja hvernig við getum tekið á móti ferðamönnum og ákveðinn hringur ferðamannsins myndaður, benti einn arkitektanna á að Gula húsið væri tilvalinn upphafspunktur. Hér verður hægt að sjá stuttmyndina um hamfarirnar sem Óskar Kristinn gerði, hér verður hægt að bjóða upp á veitingar og ferðamaðurinn getur skipulagt ferðalag sitt um Grindavík hér í Gula húsinu. Gula húsið geymir hluta sögu Grindavíkur og er frábært að það þjóni öðruvísi tilgangi í framtíðinni. Það er frábært tækifæri að opna þetta á Safnahelginni
og hvet ég hér með alla Suðurnesjabúa og aðra gesti og sjá það sem fyrir augu ber í öllum sveitarfélögunum.“
Safnahelgi á Suðurnesjum síðan 2009
„Þetta er skemmtilegt samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, öll söfn verða opin, aðgangur er ókeypis og vonandi munu sem flestir kíkja á okkur yfir helgina,“ segir Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og

opnaður og við gátum boðið upp ljósmyndasýningu frá hamfaratímanum á planinu við Festi og sú sýning stendur enn. Í ár erum við mjög stolt yfir að geta boðið upp á sýningu í Gula húsinu sem flestir tengja við fótboltann, húsið breytist að hluta í bíósal og erum við spennt að sýna myndina sem Óskar Kristinn vann um áhrif hamfaranna á líf Grindvíkinga. Myndin hefur farið víða um heiminn en er fyrst núna komin í

Fyrir hjól atvinnulífsins
Landfari býður smurþjónustu fyrir allar gerðir atvinnubíla á Álfhellu 15 í Hafnarfirði.
Renndu við og við smyrjum bílinn á meðan þú bíður.
Eggert hefur trú á að umræðan um Grindavík muni breytast og er bjartsýnn á framtíð bæjarins.
„Grindavík hefur iðað af lífi í sumar, fjölmargir viðburðir haldnir og fjöldi erlendra ferðamanna hefur verið mikill. Ég myndi vilja sjá landa mína gefa Grindavík betri gaum og vonandi fer öll umræða að vera bara á jákvæðum nótum.
Það er búin að vera umræða eftir sjónvarpsþátt á dögunum en ég held að margir Íslendingar viti ekki hvernig staðan er í Grindavík og því hvet ég alla til að kíkja til okkar í heimsókn og sjá sjálf hvernig staðan er. Í leiðinni minni ég á fjölmargar flottar sýningar
á Safnahelginni annars staðar á Suðurnesjum.
Á vefnum safnahelgi.is má sjá fjölbreytt úrval viðburða sem verða í boði á safnahelginni 11.12. október.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að halda áfram undirbúningi framkvæmda við göngu- og hjólastíg milli Garðs og Reykjanesbæjar. Verkefnið verður unnið í samstarfi við Vegagerðina og Reykjanesbæ, og er markmiðið að bæta tengingu sveitarfélaganna fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Tillagan var samþykkt með atkvæðum fulltrúa O- og S-lista, en fulltrúi B-lista greiddi atkvæði á móti. Í bókun fulltrúa B-lista kom fram að hann teldi forgangsröðun verkefna ekki rétta. Að hans mati ætti að setja í forgang að tengja sveitarfélagið við stærsta vinnustaðinn á svæðinu – Flugstöð Leifs Eiríkssonar – með hjóla- og göngustíg upp Sandgerðisveg að Rósaselstorgi. Samþykktin markar áframhald í undirbúningi að mikilvægu samgöngu- og öryggisverkefni, en nánari tímasetningar framkvæmda liggja ekki fyrir að svo stöddu.




Það eru gerðar miklar kröfur til sveitarfélaganna á Íslandi. Ekki einungis af íbúum þeirra, heldur hefur ríkisvaldið sett auknar skyldur á sveitarfélögin án þess að þeim skyldum fylgi auknar tekjur. Flest sveitarfélög hafa brugðist við með því að hækka gjaldskrá sveitarfélaganna og auka skatttekjur sínar, en tekjustofnar sveitarfélaganna eru ekki eins og hjá venjulegu fyrirtæki. Þar er í flestum tilfellum um að ræða þjónustugjöld sem eiga að standa undir viðkomandi þjónustu og kostnaði við málaflokkinn sem íbúarnir greiða og útsvar.

Við íbúarnir í Reykjanesbæ höfum tekið á okkur stóran skammt af hækkuðum gjöldum og kostnaði vegna uppbyggingar í samfélaginu. Þegar skuldahlutfall bæjarsjóðs var komið niður í ásættanlega stöðu og fram undan var tími endurheimtra lífsgæða í formi lægri gjalda og skatta ríður yfir covidfaraldur og mygla herjar á opinberar byggingar og skóla.
Áföll og uppbygging
Ég sem íbúi í þessum bæ sem á ekki lengur börn sem sækja skóla í sveitarfélaginu hef eins og aðrir fylgst með þessari holskeflu áfalla sem mygla í skólabyggingum hefur haft á skólasamfélagið og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins okkar. Öll þessi áföll hafa gerst frá því að ég flutti hingað árið 2003 og á sama tíma hefur sveitarfélagið mitt tekist á við að byggja upp innviði og þjónustu fyrir tvöföldum íbúa á 22 árum. Þegar litið er til baka hefur sveitarfélagið tekið stórstígum framförum í öllum umhverfismálum og þjónusta þess og innviðir á við það besta sem gerist á Íslandi. Og því til viðbótar var ekkert sveitarfélag á Íslandi sem axlaði meiri ábyrgð og kostnað af hælisleitendum en Reykjanesbær. Ég hef verið ófeimin við að segja það að allan þennan tíma þá hef ég tekið ofan fyrir sveitarstjórnarmönnum í Reykjanesbæ að komast í gegnum þessa mörgu og þykku skafla sem við höfum saman þurft að takast á þegar hríðin var sem mest.
Það er þess vegna ekkert óeðlilegt að mönnum hafi greint á í meðferð fjármuna bæjarins og hvernig tekjurnar hafa verið sóttar
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
í vasa okkar bæjarbúa. Þar finnst mér að allir hafi átt sína góðu stundir og líka þær slæmu.
Öflugt atvinnulíf undirstaða nýrra tekna
Nú vinnur bæjarstjórnin að fjárhagsáætlun fyrir kosningaárið 2026 og eðlilega verður öllu til tjaldað til að vopna baráttuna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí á næsta ári. Tekist verður á um gjaldastefnu og framkvæmdir, þarfar og óþarfar, mikilvægar og minna mikilvægar. Í mínum huga er ekki lengur hægt að fara neðar í vasa skattborgara í bænum til að afla frekari tekna fyrir sveitarfélagið. Nú þarf að fara nýjar leiðir, sem felst í sókn og vörn fyrir atvinnulífið. Í vörn fyrir þau fyrirtæki sem eru hér í bænum og fjárfestar af höfuðborgarsvæðinu ásælast og flytja nú höfuðstöðvar rótgróinna fyrirtækja burt frá Reykjanesbæ inn á höfuðborgarsvæðið. Hér eru fjölmennum skrifstofum lokað, fyrirtækin flytja í burtu og þjónustan og samfélagslegt framlag þeirra hverfur annað. Ég hringdi í eiganda fyrirtækis sem héðan var flutt og hafði stutt Skötumessuna okkar dyggilega í tæp 20 ár. Nýi eigandi spurði mig, „hvað er í því fyrir mig?“ Hann taldi sig engar skyldur hafa lengur gagnvart samfélaginu sem var ástæðan fyrir vexti og tilurð fyrirtækisins sem hann flutti í burt frá okkur. Það verða ekki margir stuðningsmenn íþróttafélaganna sem fara niður í Krossmóa og fá stuðning frá Samkaupum til rekstur félaganna, eða til að fá glaðning fyrir herra- og konukvöldin þrátt fyrir að búðirnar mali gull. Hvaða fyrirtæki fer næst ef við stöndum ekki föst í vörninni?
Besti bærinn
Við þurfum að hefja stórsókn fyrir öflugra atvinnulíf í Reykjanesbæ,
Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til
HEYRN.IS

Ég hringdi í eiganda fyrirtækis sem héðan var flutt og hafði stutt
Skötumessuna okkar dyggilega í tæp 20 ár. Nýi eigandi spurði mig, „hvað er í því fyrir mig?“ Hann taldi sig engar skyldur hafa lengur gagnvart samfélaginu sem var ástæðan fyrir vexti og tilurð fyrirtækisins sem hann flutti í burt frá okkur.

fjölga eggjunum í körfunni og vera óþreytandi að sækja og bjóða nýjum fyrirtækjum aðstöðu á besta atvinnusvæði á landinu. Hvernig væri að bæjarstjórnin hefði samband við nefnd innviðaráðherra um strandsiglingar og benti nefndinni á tækifærin í Helguvíkurhöfn. Innan fárra ára þarf að koma 80 þúsund tonnum af laxi frá Vestfjörðum í flug og skip. Umhverfisvænar og traustar strandsiglingar nokkrum sinnum í viku að Vestan í Helguvík, þar sem stórskipahöfn og
bestu samgönguæðar við alþjóðaflugvöllinn í 15 mínútna akstursfjarlægð frá skipshlið, og klukkustundarakstur í Faxaflóahafnir og Þorlákshöfn. Hafnsækin þjónusta og tækifæri þegar við bætist 40 þúsund tonna laxeldi Samherja á Reykjanesi er nýja ævintýrið okkar á Suðurnesjum. Þarna verða til krónurnar sem sveitarfélaginu vantar í kassann og hlífa vösum íbúanna. Ég gæti lengi talið upp afleiddu störfin og nýsköpunina sem mun skjóta upp kollinum í
en við verðum að halda í fyrirtækin, hvert starf, fjölga þeim og auka verðmæti starfanna. Það er grunnurinn að því að samfélagið okkar rís undir þeim skuldbindingum og kröfum sem við gerum til þess, án þess að hækka skatta á íbúana. Það kostar þrotlausa vinnu og dugnað áhugasamra sveitarstjórnarmanna að bæta kjör okkar íbúanna í „Besta bænum, Reykjanesbæ.“
Ásmundur Friðriksson rithöfundur og fv. alþingismaður.
AFLAFRÉTTIR
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Maður er varla fyrr búinn að skrifa að nýr mánuður sé kominn en sá er runninn sitt skeið. Nú er september liðinn, mánuðurinn sem jafnan hefur verið sá fjörug asti hjá bátum á dragnót í Faxa flóa — eða „bugtinni“ eins og það er gjarnan kallað. Óhætt er að segja að mikið afla hrun hafi orðið í flóanum, einkum í þorski. Flestir bátarnir sem hófu veiðar þar snemma í september eru nú farnir, nema tveir bátar Nes fisks, Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK, sem héldu út allan sept ember á sömu slóðum útaf Garði og inn með ströndinni.

Nesfiskbátarnir veiddu vel á dragnót
Það gekk vel hjá þessum tveimur dragnótabátum. Siggi Bjarna GK var með 120 tonn í 14 róðrum og Benni Sæm GK með 106 tonn í 14 róðrum. Uppistaðan í aflanum hjá þeim var koli, og mest af sandkola.
Línubátarnir norðan og austan með mokveiði
Línubátarnir, sem flestir hafa verið fyrir austan eða norðan, veiddu afar vel í september. Áhöfnin á Páli Jónssyni GK mokveiddi og endaði með 641 tonna afla í sex löndunum. Aflanum var að mestu landað á Djúpavogi og Neskaupstað, þar sem báturinn var mest að veiðum.
Sighvatur GK var með 476 tonn í fjórum löndunum, og báðir bátarnir voru svo til jafnir í stærstu
hvatur GK mest með 149,6 tonn. Óli á Stað aflahæstur í 30 tonna flokki
Í flokki 30 tonna báta var Óli á Stað GK frá Stakkavík ehf. aflahæstur. Hann réri allan september frá Siglufirði og gekk mjög vel, alls 260 tonn í 25 róðrum. Í síðustu tveimur róðrunum í mánuðinum veiddi báturinn samanlagt 43 tonn.
Línubátar frá Suðurnesjum byrjaðir að róa
Aðeins tveir línubátar réru frá Suðurnesjum í september, báðir frá Sandgerði. Margrét GK var með 18 tonn í þremur róðrum og Særif SH, sem einnig landaði á Arnarstapa, var með 70 tonn í sjö róðrum. Þeir hafa báðir hafið róðra nú í október og byrjunin lofar góðu. Særif SH er með 24 tonn í tveimur róðrum og Margrét GK með 21 tonn í þremur. Búast má við að línubátum hér fyrir sunnan fjölgi eitthvað þegar líður á október.
Netaveiðin var fremur lítil í sept ember. Bátarnir sem veiða fyrir Hólmgrím reru flestir í um 12 róðra, en þar var Halldór Afi KE aflahæstur með 28 tonn í 12 róðrum. Emma Rós KE var með 24 tonn í 12, Addi Afi GK með 18 tonn í 12, Sunna Líf KE með 27 tonn í 12 og Svala Dís KE með 12,5 tonn í átta róðrum.
Október byrjar ágætlega
Allir þessir bátar hafa þegar landað afla í október og byrjar vertíðin ágætlega. Halldór Afi KE hefur landað 4,8 tonnum í fjórum róðrum og Sunna Líf KE 5 tonnum í fjórum róðrum. Emma Rós KE er með 4,1 tonn í tveimur róðrum og Svala Dís KE með 1 tonn í tveimur róðrum.
Erling KE er í slipp, en Friðrik Sigurðsson ÁR, sem mun veiða fyrir Hólmgrím í vetur, er byrjaður austan við Vestmannaeyjar og eltir þar ufsa. Hann hafði ekki landað þegar þessi pistill var skrifaður.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Hólmbergsbraut 13, (bil 1), 230 Keflavík, sími 421-0000. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is.
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamaður: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, sigurbjorn@vf.is. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Prentun: Landsprent.

OPIÐ ALLA VIRKA DAGA 9 – 18 LAUGARDAGA 10 – 17

Kristjana Benediktsdóttir er þrjátíu og eins árs tannlæknir í Keflavík og ætlar að gefa vinnuna sína föstudaginn 10. október til Krabbameinsfélagsins í tilefni af bleikum degi í bleikum október en mánuðurinn er tileinkaður krabbameini. „Þetta félag er mér er mér mjög kært eftir mína reynslu eftir að hafa greinst með krabbamein aðeins 23 ára,“ segir hún. Kristjana verður ekki ein því tanntæknirinn hennar, hún Nellý ætlar að vera henni til halds og trausts og gefa sömuleiðis afkomu sína þennan dag. Blaðamaður Víkurfrétta heimsótti Kristjönu í vikunni og ræddi við hana um þetta og reynsluna við að greinast með krabbamein.
„Ég greindist með mjög sjaldgæft krabbamein sem er kallað slétt vöðvafrumu krabbamein, og er yngsti einstaklingurinn hér á landi sem hafði greinst með þá tegund í marga áratugi, aðeins 23 ára. Þannig að ég hef farið sjálf í gegnum þessa baráttu en er samt heilsuhraust og gengur vel í dag. Þannig að þetta er skiptir mig rosalega miklu máli, þetta málefni og ég vil hjálpa til.“
Nýbyrjuð í tannlækninum
Kristjana var nýbyrjuð í tannlæknanáminu þegar hún greindist og búin með eitt ár í náminu þegar áfallið skall á. „Lífið breytist rosalega mikið eftir svona reynslu og ég
að díla við þetta aðeins í dag þótt þetta sé búið. Það er alltaf einhver smá heilsukvíði í manni en á móti hefur þetta líka styrkt mann alveg rosalega mikið. Þrátt fyrir erfiða reynslu er ég líka þakklát fyrir hana því mér finnst ég að lifa að eins öðruvísi lífi en kannski margir jafnaldrar mínir sem lifa svolítið hratt þó maður lifi auðvitað líka hratt. En ég var fljót að koma mér niður á jörðina. Núna lifi ég bara í núinu og geri ég bara nákvæmlega það sem mig langar að gera og bíð ekki með hluti.“
Þannig að þetta hefur breytt við horfi þínu til lífsins?
„Algjörlega og ég passa mig að drekkja mér ekki í of mikla vinnu


... Lífið breytist rosalega mikið eftir svona reynslu og ég átti mjög erfitt heilt ár eftir krabbameinið því ég svaf mjög lítið út af martröðum. Svo er maður ennþá að díla við þetta aðeins í dag þótt þetta sé búið....
„Demantaskrautið“ á tönnum Kristjönu.
og ég fór í vinnuna morguninn eftir. Þá var ég flugfreyja hjá Wow og ég fór í morgunflug daginn eftir
því ég ætlaði ekki að láta þetta stoppa mig en maður var bara í einhverju móki.“
Áfallið og andlegir djöflar
Hvernig gerðist þetta í byrjun, hvernig eru fyrstu viðbrögðin?
„Þetta var mjög skrýtið. Ég fékk bréf eins og allar konur fá, þegar ég var 23 ára um að koma í leghálsskoðun. Ég var komin í klásus og klára mig í gegnum hann og mig grunaði að ég væri komin með smá einkenni. En ég ætlaði sko ekki að láta neitt stoppa þennan klásus af og ég frestaði
Þetta var allt svo skrítið, maður fer bara í eitthvað svona „survival mode“, einhvers konar björgunargír getum við sagt. Mamma fær alveg áfall og svo bara byrjar boltinn að rúlla. Ég fer í myndatökur og blóðprufur og svo í aðgerð þremur dögum eftir að ég greinist og svo fer ég þremur vikum eftir það í jáeindaskanna í Danmörku.
Þannig að þetta var bara áfram gakk og ég hélt áfram að vinna strax eftir greiningu en fann svo að það gekk ekki upp. Ég fór í morgunflug daginn eftir að ég greinist og ég grenjaði bara alla heimleiðina í fluginu. Þá kom áfallið einhvern veginn yfir mig. Það var nokkrum mánuðum eftir allt ferlið og ég orðin frísk að þá
... „Ég hef sett reglulega myndbönd inn á TikTok og leik mér aðeins þar. Mér finnst það ótrúlega skemmtilegt. ...
kom einhvern veginn höggið. Manni líður einhvern veginn eins og allir séu búnir að gleyma þessu en maður er ennþá að díla við andlegu djöflana sem koma eftir svona áfall.“
En hvernig er þetta svona nokkrum árum eftir þetta, ertu í stöðugu eftirliti?
Já, ég var í þéttu eftirliti fyrstu fimm árin en krabbameinslæknirinn minn vill hafa mig í eftirliti einu sinni á ári því þetta er þannig tegund af krabbameini, sarcoma heitir það og getur verið svolítið aggressíft. Þannig að ef það er eitthvað vill hann að ég komi og hann skoðar mig mjög vel. Við tökum enga sénsa. En annars er ég bara fullfrísk.“
Þú ert búin að vera eitthvað að leika þér á samfélagsmiðlum með tannlækningarnar. Hvað ertu búin að vera að gera?
„Ég hef reglulega sett inn mynd bönd á TikTok og leik mér að eins þar. Mér finnst það ótrúlega skemmtilegt. En svo er ég bara með minn Instagram reikning sem er reyndar lokaður þannig að ég stjórni því hverjir komi þar inn, því ég er með lítið barn sem ég vil ekki að allir sjái. En það var gaman núna í haust á Ljósanótt. Ég get verið svolítið hvatvís og datt í hug að setja á mig svona tannskraut. Við köllum það demanta. Ég ætlaði að setja fyrst bara einn, þetta eru nú bara svona tannsteinar eða skraut en áður en ég vissi af var ég búin að setja þrjá og tanntækn arnir hérna, vinkonur mínar, búnar að setja á sig steina. Það varð svona hjarðhegðum hjá okkur í fjörinu á föstudegi á Ljósanótt,“ segir Krist jana og hlær.
Varstu að setja eitthvað meira á TikTok?

Mamma Kristjönu, Inga Árnadóttir, er iðulega með annan fótinn á stofunni í ýmsum störfum eða verkefnum. Nú var hún í hlutverki sjúklings Kristjönu sem við sjáum í sjónvarpsinnslaginu.

„Já, svona aðeins tannlækna tengt, ætlaði þó ekki mikið í það því það getur verið krefjandi. Ég fékk hugmynd eftir að einn einstaklingur kom til mín og sagði mér að öll fjölskyldan skoli á hjúkrunarheimilum eða sjúkrahúsinu, kannski einn dag í viku. Ég hef mikinn áhuga á eldra fólkinu. Það er búið að lifa lífinu og vill spjalla og hefur oft fallega sögu að segja, og er síðan mjög þakklátt fyrir góða þjónustu. Það gefur manni mikið að spjalla við það. Þetta verður oft spjall á persónulegum nótum.“
Hvað með börnin og yngra fólkið,


„Það er líka gaman að hafa börnin og allan aldur. Það getur verið krefjandi að vera með barn í stólnum því maður vill ná góðri
stök týpa til að vera að vinna svona í munni fólks?
Kristjana hlær. „Ég heyri þetta mjög oft. Mér finnst þetta ekkert ógeðslegt. Ég gæti til dæmis ekki unnið við að gera eitthvað við tær fólks.“
Blaðamaður freistast til þess að spyrja ungu konuna hvernig sé þegar fólk er með andremmu?
„Við erum náttúrulega með maska og finnum lyktina ekki eins sterkt. Það er rosalega mismunandi hvað veldur andremmu. Það geta verið hálskirtlar eða bakflæði en líka auðvitað tengt tönnunum.


hvað nýtt í tannumhirðunni, t.d. hvað varðar burstun?
„Það sem flestir gleyma í burstun er að bursta vel upp á tannholdið og nota tannþráð. Það er mikilvægt. Svo bara að bursta tvisvar á dag, morgnana og fyrir svefninn.“ Við bíðum eftir að sjá það á TikTok.
Við sýnum líka frá þessari heimsókn í innslagi á vf.is og í Suðurnesjamagasíni.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Sólrún, Ástrós, Jón Ingi, Andrea, Heiða og Halla taka þátt í Línu langsokk.

n Keflvíkingurinn Elma Rún Kristinsdóttir stýrir dansog hreyfingum í Línu Langsokk:
n Elma Rún Kristinsdóttir dansar

Elma Rún Kristinsdóttir hefur lengi látið sig dreyma um að koma að uppsetningu á stóru leikverki í atvinnuleikhúsi á Íslandi og nú hefur sá draumur ræst fyrr en hún þorði að vona. Tækifærið kom í uppsetningu á hinum þekkta söngleik um Línu Langsokk sem var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu nýlega. „Þetta
hefur verið draumur lengi en draumur sem ég hélt að myndi ekki rætast svona snemma.“
Tækifærið kom að eigin sögn eftir mikla vinnu og vaxandi verkefni undanfarin ár. „Ég hef verið að semja og vinna mikið. Þegar tækifærið kom, þá bara greip ég það –ótrúlega heppin.“
Elma stofnaði Ungliðahúsið í fyrra og var þar áður í stóru hlutverki hjá Danskompaníi. Hún telur að þessi vinna hennar og verkefni hafi hjálpað henni að þróast sem listamaður. „Maður byggir upp þekkingu og opnar ný tækifæri,“ segir hún. Með aukinni reynslu hefur hún stigið inn í fjölbreyttari hlutverk – nú síðast sem dans- og
Áhættuhópum sem eru skráðir á HSS er boðið upp á inflúensu bólusetningar á eftirtöldum stöðum:
Kirkjulundi, Kirkjuvegi í Reykjanesbæ mánudaginn 20. október, mánudaginn 27. október og mánudaginn 17. nóvember, frá kl. 9-12
Heilsugæslu Vogum 21. október kl. 10-12 og 23. okt. kl. 13-15
Heilsugæslu Suðurnesjabæjar 22. og 29 október kl. 11-12 og 13-14. Reykjanesapótek er í samstarfi við HSS og er að bólusetja við inflúensu alla virka daga eftir 1. nóvember.
Hægt er að bóka tíma á heilsuvera.is eða í síma 422-0500 á milli kl. 8-16. Einnig munu einstaklingar í forgangshópum fá sms boðun.
SÓTTVARNALÆKNIR MÆLIST TIL AÐ EFTIRTALDIR ÁHÆTTUHÓPAR NJÓTI FORGANGS VIÐ INFLÚENSUBÓLUSETNINGAR:
ÁHÆTTUHÓPAR INFLÚENSU ERU:
n Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
n Börn fædd 2020 eða síðar sem náð hafa 6 mánaða aldri við bólusetningu.
n Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, offitu, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
n Barnshafandi.
n Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
n Fólk í starfstengdri áhættu vegna samsmits árlegrar inflúensu og fuglainflúensu sbr. frétt í okt. 2023
Sóttvarnalæknir mælist til þess að ofangreindir forgangshópar fái bóluefnið sér að kostnaðarlausu en til að svo megi verða þarf einungis að krefja þessa einstaklinga um greiðslu fyrir umsýslukostnaði.
Kveðja, Heilsugæsla HSS
hreyfihöfundur í stórsýningu Þjóðleikhússins, Lína Langsokkur.
„Ég sé um allar dans- og sviðshreyfingar,“ útskýrir hún. „Öll dansatriði, sviðskiptingar, númer – þetta er mjög kraftmikil sýning.“ Hún vann eftir handriti en leyfir innsæinu að móta uppsetninguna. „Ég fæ handritið, les mig inn í söguna og heiminn og byrja bara að synda – þetta kemur með reynslunni.“
„Ekki bara leikrit – heldur orka“ Elma segir að sýningin standi upp úr fyrir kraft og fjölbreytni.
„Núna eru stór hópatriði og mikið af börnum sem gefa sýningunni sérstakan kraft.“ Þrátt fyrir að hafa ekki menntað sig formlega í leikstjórn eða sviðshreyfingum, þá hefur hún byggt hæfileikana upp með vinnu. „Þetta er eitthvað sem maður lærir með því að gera – maður hoppar bara út í djúpu laugina og lærir á meðan maður syndir.“
Að taka þátt í sýningu á þessu stigi hefur þó ekki verið átakalaust. „Ég vissi að ég gæti þetta, en þetta hefur líka verið krefjandi. Ég hef þurft að leysa ýmsa hluti sem ég hafði ekki prófað áður – en það er líka það sem gerir þetta svo skemmtilegt.“
Þjóðleikhúsið: Draumasamstarf
Víkurfréttir hittu Elmu Rún fyrir nokkrum vikum, rétt fyrir frumsýningu á Línu. Hún segir að tilfinningin að mæta til vinnu í Þjóðleikhúsinu hafi verið í smá tíma að síast inn. „Þetta er bæði faglegt og skapandi. Það ríkir mikil samvinna og góð orka í húsinu – maður fær innblástur á hverjum degi.“
Hún segir það sérstaka upplifun að koma úr litlu framleiðsluumhverfi, þar sem fáir unnu öll hlutverk og verkefnin, yfir í stórt teymi með lýsingu, búninga og tækniliði. „Það verða eiginlega bara töfrar til þegar svona margir snillingar koma saman.“
Ungt fólk frá Suðurnesjum í sviðsljósinu
Elma hefur einnig glaðst yfir því hve mörg ungmenni af Suðurnesjum hafa náð árangri í leiklistarverkefnum en sex krakkar frá Suðurnesjum taka þátt í Línu Langsokk. „Þriðjungur ungmenn anna í Línu er frá Suður nesjum – það segir sitt um hæfileika þeirra.“ Yfir 800 manns sýndu áhuga á að vera með í Línu og mættu í prufur fyrir sýningar og því er það athyglisvert hversu mörg ungmenni frá Suðurnesjum hafi verið
valin. „Það er svo mikil stemning í gangi. Ég held að það væri auðvelt að setja upp sýningu eingöngu með fólki frá Suðurnesjum.“
Eru fleiri ungmenni frá svæðinu í öðrum sýningum?
„Já í nokkrum verkum, m.a. í Blómunum á þakinu í Þjóðleikhúsinu. Svo eru fimm í Jólapartí Skoppu og Skrýtlu í Borgarleikhúsinu og tvær komast í Galdrakarlinn í Óz eftir áramót. Það eru sjö í Þjóðleikhúsinu og sjö í Borgarleikhúsinu – stórkostlegt!“ Ungleikhúsið áfram í stuði
Heldur þú áfram með Ungliðahúsið?
Já, við ætlum að halda áfram – þetta hefur verið svo ótrúlega gaman.
Elma segir að starfið í Ungleikhúsinu haldi áfram eftir frábæran árangur á heimsmeistaramótinu í dansi í sumar. Þið náðuð frábærum árangri á heimsmeistaramótinu í sumar – hvernig upplifðirðu það?
„Það var eiginlega pínu rugl. Maður áttaði sig ekki á umfangi þess fyrr en eftir á. Þetta var stórt og mikið og maður þurfti smá stund til að melta það.
Eru krakkarnir okkar svona klárir og duglegir?
„ Já, þau eru ótrúlega dugleg. Þetta er mikil vinna – æfingar allt árið, líka um jól og páska. Þegar þau leggja svona mikið á sig, þá skilar það sér.“
Það er freistandi að fá að vita hvernig venjulegur vinnudagur líti út hjá þér?
„Yfirleitt snýst allt um vinnuna. En ég reyni alltaf að komast í göngutúr – oft á kvöldin með heyrnartól að hlusta á eitthvað. Annars er ég að alltaf að klippa tónlist, skrifa, eða vinna í verkefnum.
Elma og hennar fólk gerðu mjög flott video innslög í vor sem voru sýnd á samfélagsmiðlum og og eitt sló í gegn á Youtube og hafa nokkrar milljónir horft. Til stendur að gera nýtt núna í haust.
Viðtal við Elmu Rún verður einnig í Suðurnesjamagasíni í vikunni.


Margt verður á boðstólum helgina 11.–12. október þegar Safnahelgi á Suðurnesjum fer fram. Þá bjóða sveitarfélögin á Suðurnesjum landsmönnum að heimsækja fjölbreytta flóru safna, setra og sýninga, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Sérstakur opnunarviðburður og kynningarfundur Safnahelgar verður haldinn þriðjudaginn 7. október kl. 10:00 í Gula húsinu við íþróttamannvirkin í Grindavík. Þar verður sýnd stuttmynd sem dregur upp mynd af áhrifum hamfaranna á líf íbúa bæjarins. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjar-

stjórnar Grindavíkur, opnar Safnahelgina formlega og Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkur, kynnir hugmyndir um uppbyggingu viðkomustaða fyrir ferðamenn. Alla dagskrá má nálgast á safnahelgi.is. Meðal viðburða má nefna fjölbreyttar sýningar og leiðsagnir um öll Suðurnes, ljóðaupplestur, myndlistarsýningar og fjölskylduvæna dagskrá fyrir börn.
Fulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum hafa unnið sameiginlega að undirbúningi og er verkefnið styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
Aðgangur að Safnahelginni er ókeypis og eru gestir hvattir til að taka fjölskylduna með sér í ferðalag um svæðið og uppgötva það sem söfn, setur og sýningar á Suðurnesjum hafa upp á að bjóða.
Alls komu fjögur skemmtiferðaskip til Keflavíkurhafnar í sumar og var heildarfarþegafjöldi sem með þeim kom 822 farþegar af 26 þjóðernum.
Farið var yfir framkvæmd mót töku þeirra skemmtiferðaskipa sem komu til Keflavíkurhafnar í sumar á fundi Atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar 24. september.
Ráðið lýsir ánægju sinni með hvað vel hefur tekist til við mót töku þeirra skemmtiferðaskipa sem komu til Keflavíkur og vonar að þetta sé aðeins smjörþefurinn af því sem koma skal. Þessi vegferð að markaðssetja Keflavíkurhöfn fyrir smærri skemmtiferðaskip hófst
árið 2019 og er langhlaup sem töku ferðamanna í sveitarfélaginu

Bíósalurinn í Duus húsum fer að nötra sunnudaginn 19. október kl. 16:00. Þar verður ekki kvikmynd á ferðinni heldur leiksýning, söngleikhús sem Hanna Dóra Sturludóttir leiðir með tali og tónum. Þannig er að Atli Ingólfsson hefur um ævina notað íslensk þjóðlög í ýmsa rétti, blásið í þau nýju lífi, endursagt eða misskilið á ýmsan hátt. Nú hefur hann tekið tólf útsetningar sínar og raðað saman í sérstakt samfellt verk, auk þess sem í miðjunni trónir hroll-





Dóru flytja verkin sönghópurinn Kammeróperan og hljóðfæratríó, þær Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Gerður Gunnarsdóttir, fiðla, og Þuríður Jónsdóttir, flauta, en þær deila vangaveltum, hálfkæringi eða skætingi með Hönnu Dóru. Verkið er bæði broslegt og íhugult, ögrandi og huggandi.
Sýningin heitir ÍSL#NSK ÞJÓÐLÖG og er hluti af Óperudögum. Miða má nálgast á tix.is eða við innganginn. Önnur sýning verður sunnudaginn 26. október kl. 16:00. https://www.operudagar.






n Magnús Ólafsson, nýr rekstrarstjóri, er eldri en tvæ vetur í bransanum
„Ég ætla að gera Brons að flottasta skemmti-, sport-, viðburða- og veitingastað Íslands,“ segir Magnús Ólafsson, nýr rekstrarstjóri Brons, sem hefur nýlega tekið við stjórnartaumunum og er þegar byrjaður að koma sínu handbragði á staðinn.

Magnús sér mikla möguleika í Brons og segir staðinn í raun vera eins og óslípaðan bronsstein — með fullt af tækifærum sem bíða þess að fá glansinn fram.
Vill setja sinn svip á Brons
„Brons verður þriggja ára í desember og vel hefur tekist til, en að mínu mati er hægt að gera enn betur,“ segir Magnús og bætir við að hann sjái „gullin tækifæri“ til að þróa staðinn áfram.
Hann segir að þó Brons hafi fengið sterka byrjun hafi það ekki enn náð að mótast alveg í sitt eigið sérkenni. „Staðurinn byrjaði sem afþreyingarstaður með pílu, karaoke og boltann í sjónvarpinu. Ári síðar bættist maturinn við, en ég vil nú leggja meiri áherslu á matarhlutann og þjónustuna,“ útskýrir hann.
„Vængirnir okkar eru frábærir, borgararnir góðir og ég mun bæta við ýmsum smáréttum fyrir lounge-rýmið. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hversu góður maturinn er hér á Brons.“
Magnús segir að mikil áhersla verði lögð á betri þjónustu og þægilegra andrúmsloft. „Við höfum hætt því að láta gesti sækja matinn í lúguna við eldhúsið. Nú fær fólk matinn beint á borðið og getur
Steik og Bernaise á föstudögum
Magnús hefur þegar innleitt nokkrar breytingar og fleiri eru í vinnslu.
„Við erum nú með föstudaga sem steik- og Bernaise-daga, og það hefur fengið frábærar viðtökur. Þetta er hluti af því að byggja upp nýja og ferska stemningu,“ segir hann.
Hann bendir á að Suðurnesin séu krefjandi markaður, þar sem nálægðin við höfuðborgina spili stórt hlutverk. „En ég ætla að breyta því. Brons á að verða staður sem fólk kemur sérstaklega á — ekki bara einhver staður á leiðinni.“
Lounge fyrir ró og kjörinn vettvangur fyrir gleði
Brons býður upp á fjölbreytt rými: „Á efri hæðinni er frábært lounge þar sem fólk getur komið eftir vinnu, fengið sér drykk og slakað á við góða tónlist,“ segir Magnús. „Á miðhæðinni er svo stemningin fyrir íþróttaaðdáendur, þar sem hægt er að horfa á allan boltann og kasta pílu. Neðst er karaoke-rýmið fyrir þá sem vilja sleppa sér og syngja af hjartans lyst.“

„Töttugu o fem ár“ í bransanum
Að sögn Magnúsar verður áfram boðið upp á trúbadora á fimmtudagskvöldum og kraftmikla helgarstemningu. „Við ætlum að auglýsa viðburði mánuð fram í tímann svo fólk geti skipulagt sig. Brons á að vera staður sem þú getur alltaf

Magnús hefur áralanga reynslu úr veitinga- og skemmtanabransanum. „Ég útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 1997 og bætti síðar við mig viðskiptamenntun árið 2008 með áherslu á sölu og markaðsmál,“ segir hann. Hann rak veitingastaðinn Úrillu Górillu í miðbæ Reykjavíkur árið 2012, tók síðar við Library í Reykjanesbæ árið 2018, starfaði sem veitingastjóri á Hótel Keflavík og stýrði veitingarekstri á Konvinhótelinu á Ásbrú. Nýverið sinnti hann starfi rekstrarstjóra veitingasviðs í Gróðurhúsinu/Greenhouse í Hveragerði og var jafnframt framkvæmdastjóri Kokteilstofu Kormáks og Skjaldar.
„Þegar mér bauðst svo að taka við Brons var ég ekki lengi að hugsa mig um. Þetta er einstakur staður með ótrúlega möguleika. Ég hef verið hér í tvo mánuði og mér líst bara betur og betur á þetta,“ segir hann.
Bottomless brunch og fjölbreytt viðburðadagskrá
Eitt af því sem Magnús hefur kynnt á Brons er svokallaður bottomless brunch.
„Þetta er vinsælt í höfuðborginni, og nú vil ég kynna það hér. Hópar geta komið á laugardögum kl. 12 og notið smárétta og drykkja til kl. 14. Það kostar 6.990 krónur fyrir matinn, en 10.980 krónur ef drykkir eru innifaldir — og þá má fá eins marga Mimosa, Prosecco, bjóra eða gosdrykki og hugurinn girnist,“ útskýrir hann.
Að sögn Magnúsar er þetta frábær leið til að byrja helgina — hvort sem um er að ræða saumaklúbb, vinahóp, steggjun eða gæsun. „Fólk veit bara ekki af þessu, þess vegna er ég hér í viðtali hjá Víkurfréttum,“ segir hann og hlær.
Viðburðir, tónlist og framtíðarplön Magnús segir að Brons geti tekið við allt að 250 manns í stærri viðburðum eins og árshátíðum, afmælum, Oktoberfest og tónleikum. „Við sýnum allan boltann — frá Evrópudeildinni til enska boltans í hádeginu um helgar. Við viljum að Brons verði samkomustaður Suðurnesjafólks þar sem alltaf er eitthvað í gangi,“ segir hann. Stærstu tónlistarmenn landsins hafa þegar stigið á svið á Brons, meðal þeirra Birnir, Daniil, Sigga Beinteins og Hr. Hnetusmjör. „Við erum að vinna að nýju viðburðadagatali svo fólk geti séð allt sem framundan er,“ segir hann.
Breytingar í burðarliðnum
Magnús stefnir á frekari endurbætur á húsnæðinu. „Barinn er ekki á hentugum stað í dag, það myndast flöskuháls þegar mikið er að gera. Ég vil færa barinn nær setustofunni og breyta rýminu þannig að flæði verði betra,“ segir hann.
Þær breytingar verða þó ekki ráðist í strax. „Fyrst vil ég auka veltuna og styrkja reksturinn, en þegar við klárum þessar breytingar verður Brons einn flottasti og skemmtilegasti veitinga- og skemmtistaður landsins. Það er ég sannfærður um,“ segir Magnús að lokum.

Vísindaakademía Suð urnesja hefur það hlut verk að efla vísindaum ræðu og stuðla að vís indastarfi og fræðslu á Suðurnesjum. Aðeins þeir sem eiga lögheimili á Suðurnesjum fá aðild að akademíunni.
Vísindaráð: Þau sem lokið hafa doktorsgráðu (PhD) eða mótsvarandi frá viðurkenndum háskóla geta sótt um aðild að vísindaráði akademíunnar. Doktorsnemar geta sótt um aukaaðild hafi þeir birt að minnsta kosti eina ritrýnda grein sem fyrsti höfundur, eða mótsvarandi. Formaður vísindaráðs er jafnframt rektor


og Birkir Snær Níelsson
Búsett í Reykjanesbæ
Ljósmóðir: Hugljúf Dan Jensen
akademíunnar og sker úr um álitamál.
Fræðsluráð: Auk vísindastarfa vinnur akademían að fræðslu fyrir almenning. Þau sem lokið hafa tveggja ára mastersgráðu frá viðurkenndum háskóla (university) geta sótt um aðild að fræðsluráði akademíunnar.
Áhugafólk um ólík mál mynda með sér fræðasvið. Hvert fræðasvið útnefnir sviðsstjóra sem jafnframt ber ábyrgð á starfi sviðsins í samvinnu við rektor.
Almenn aðild: Það kostar ekkert að taka þátt í störfum akademíunnar. Hægt er að skrá sig
í almenna aðild óháð formlegri menntun. Áhugafólk um alþýðufræði og vísindi er hvatt til að stofna sér fræðasvið innan akademíunnar í samvinnu við fræðsluog/eða vísindaráð að fengnu samþykki rektors. Öll þau sem hafa áhuga á fræðum og vísindum og vilja fá tilkynningar um atburði eru hvött til að skrá sig á póstlista akademíunnar. Akademían hefur enga heimasíðu enn sem komið er, en hægt er að skrá sig með því að senda e-póst á asgeirr@ru.is
Dr. Ásgeir R. Helgason, formaður vísindaráðs

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti afla heimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarút vegsfyrirtækja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en útgerð og fiskvinnsla Vísis í Grindavík er í eigu þess. Auk þess að hætta útgerð ísfisktogarans Gullvers NS 12 hefur Síldarvinnslan einnig ákveðið að hætta útgerð ísfisktogarans Jóhönnu Gísladóttur GK 357 sem gerður hefur verið út af Vísi ehf. í Grindavík. Skipin eru 42 og 27 ára gömul, smíðuð 1983 og 1998.
Ákvörðunin er áfangi í endurskipulagningu á starfsemi samstæðunnar sem nauðsynlegt var að grípa til. Uppsögn tveggja áhafna nær til 40 sjómanna. Gert er ráð fyrir að hluti þeirra fái pláss á ísfisktogaranum Birtingi NK og öðrum skipum samstæðunnar. Birtingur NK verður skipaður tvöfaldri áhöfn. Síldarvinnslan festi kaup á Birtingi NK í lok árs 2024 frá Skinney-Þinganes hf.
Ljósmæðranemi: Rósa Þórhildur Lárusdóttir Nýr þáttur í þessari viku á vf.is
finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is
Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?
Sendu okkur línu á vf@vf.is
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Rétturinn
Ljú engur heimilismatur í hádeginu
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Opið: 11-13:30 alla virk a daga





Til sölu 95,7 fm iðnaðarbil við Grófina 6 (bil 7) í Keflavík. Um er að ræða steypt endabil, búið er að stúka af salerni. Málað gólf er í eigninni, loftræstikerfi og stór innkeyrsluhurð.
Aðkoman að bilinu er góð, malbikað bílaplan.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðmundsson Löggiltur Fasteignasali, sími 661-9391 halli@studlaberg.is.


sínum frá Njarðvík og unnu ör uggan sigur, 109-96. Keflvíkingar unnu ÍR en Keflavíkurkonum gekk ekki eins vel, þær töpuðu sínum fyrsta leik á móti Val en bæði Grindavík og Njarðvík unnu sína leiki.
Önnur umferð kvennanna fór af stað um það leyti sem Víkurfréttir fóru í prentun og karlaliðin leika á fimmtudag en Njarðvíkingar ekki fyrr en á laugardag.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEINAR SIGTRYGGSSON
umboðmaður Olís, Efstaleiti 29, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, miðvikudaginn 1. október Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 16. október klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Kraft-stuðningsfélag Kt. 571199-3009 Banki: 327-26-112233
Kjartan Steinarsson
Ásgeir Steinarsson
Sigtryggur Steinarsson
Sólrún Steinarsdóttir
María Sigurðardóttir Lejon Þór Pattison
Ingiþór Sigurgíslason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
skipstjóri og bóndi, frá Grindavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 1. október í faðmi ástvina. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju mánudaginn 13. október klukkan 13.
Vinsamlegast komið ekki með ilmefni eða rakspíra á ykkur vegna ofnæmis aðstandenda.
Streymt verður frá athöfninni á https://www.livey.events/utfor-streymi
Ágústa Guðrún Ólafsdóttir Þórlaug Ólafsdóttir
Bergsteinn Ólafur Ólafsson
Sigurður Ólafsson Ólafur Ragnar Ólafsson
Gunnar Kristinn Ólafsson
Jóhanna Ólafsdóttir Halldóra Ólafsdóttir
Baldur Rafn Sigurðsson
Páll Ágúst Jónsson
Fríða Egilsdóttir
Linda Ólafsson
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir
Jón Þór Tómasson
afa og langafabörn
þriðjudagskvöldið 7. október í fyrsta heimaleik sínum í Grindavík síðan í nóvember 2023 en stjórn kkd. UMFG hefur tekið ákvörðun um að liðin leiki alla sína leiki í Grindavík á þessu tímabili.
Valur - Njarðvík Keflavík - Hamar/Þór Þ.
Bónusdeild karla Grindavík - Njarðvík 109-96 Mjög góð mæting var á þennan fyrsta heimaleik Grindavíkur síðan

Keflavík - ÍR 92-83
Næstu leikir: Fimmtudagskvöld 9. október kl. 19:15


Níu keflvískir taekwondo keppendur sóttu á dögunum tvenn mót í Lettlandi og var árangurinn mjög góður. Annars vegar var um Evrópumót smáþjóða að ræða þar sem tíu þjóðir höfðu þátttökurétt og voru alls 200 keppendur á því móti, hins vegar Riga open sem er alþjóðlegt stigamót og voru 500 keppendur skráðir til leiks.
Evrópumót smáþjóða var fyrst á dagskrá og eftir langan keppnisdag fengu Amir Maron Ninir og Heiða Dís Helgadóttir gullverðlaun. Þorsteinn Helgi Atlason nældi í silfurverðlaun og þau Oliwka Waszkiewicz, Julia Marta Bator, Mikael Snær Pétursson, Ragnar Zihan Liu og Fjóla Sif Farestveit hlutu bronsverðlaun.
Tveimur dögum síðar keppti hópurinn á Riga Open sem er alþjóðlegt stigamót og þar vann Amir Maron aftur til gullverðlauna eftir tvo bardaga og stórkostlega frammistöðu gegn Evrópumeistara ungmenna frá því í fyrra. Viktor Berg Stefánsson tók bronsverðlaun eftir harða baráttu í tveimur góðum bardögum.

n Stefán Ljúbicic skoraði fjögur mörk fyrir Keflavík í síðustu þremur leikjunum

Fransi fyrirliði skoraði í sínum 500. leik
til svars þegar hann var spurður hvort hann myndi þjálfa liðið áfram. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru.“

„Við erum komnir á staðinn þar sem við eigum heima. Við vorum mjög einbeittir í leiknum og það var gaman að klára dæmið,“ sagði Frans Elvarsson, fyrirliði Keflvíkinga og markaskorari í leiknum en aðspurður um það hvort hann stefndi á að spila áfram með liðinu svaraði hann: „Á meðan mér finnst þetta skemmtilegt og ég get eitthvað þá reynir maður líklegast eitthvað áfram.“
Frans er 35 ára og hefur verið á annan áratug hjá Keflavík en fékk blómvönd fyrir að leika sinn 500. leik á vegum KSÍ en hann lék sinn fyrsta opinbera leik 15 ára með Sindra á Hornafirði en fór þaðan til Njarðvíkur. Þaðan lá leið hans til Keflvíkinga.
Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2025

Menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar óskar eftir tilnefningum vegna menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2025 Tilnefna skal einstaklinga, hópa eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum í bæjarfélaginu
Tilnefningu ásamt stuttum rökstuðningi skal skilað á netfangið: menningarfulltrui@rnb is í síðasta lagi föstudaginn 19 október næstkomandi Upplýsingar um verðlaunahafa fyrri ára og nánari reglur má finna á vef Reykjanesbæjar undir flokknum „Mannlíf “
Menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar
Hér má sjá skallamark Fransa á Laugardalsvelli. Hann fékk boltann á kollinn í miðjum teig og þaðan sveif hann yfir markvörð HK og í netið, 3-0. Aldursforsetinn í liðinu fagnaði svo með heljarstökki.
Þetta er í þriðja sinn á níu árum sem Keflvíkingar vinna sig upp í efstu deild en þar léku þeir síðast árin 2021-2023. Í fyrra enduðu þeir í 2. sæti deildarinnar en töpuðu þeir fyrir Aftureldingu í úrslitaleik á Laugardalsvelli.

Tækifæri til að gefa sögulegu húsi nýtt líf

Reykjanesbær leitar að áhugasömum aðilum til að taka á leigu Gömlu búð sem staðsett er á Duusgötu 5, 230 Reykjanesbæ Gamla búð er friðað og fallegt hús í hjarta bæjarins sem hefur lengi verið hluti af menningararfi Reykjanesbæjar. Við viljum sjá húsið blómstra með nýrri starfsemi sem skapar líf, gleði og gildi fyrir samfélagið Sérstaklega er horft til hugmynda eins og reksturs veitinga- eða kaffihúss, menningarstarfsemi eða listviðburða og verkefna sem efla samfélagið og styrkja bæjarlífið Umsóknir og fyrirspurnir sendist til ghs@rnb is fyrir 1 nóvember 2025






















Nýjasta æðið hjá æskulýðnum í dag er lítil vera sem kallast því góða og gilda nafni Labúbú. Fyrir þá sem ekki vita eru þetta hinir ófrýnilegustu bangsar sem kosta hálfan handlegg eða allt upp í 15.000 krónur stykkið, takk fyrir pent. Og nú vilja mín börn líka eignast slík djásn. „Já mamma! Labúbú! Það eiga allir svoleiðis!“ Einmitt… Ég reyndi að gera dóttur minni grein fyrir því að í Hong Kong væri maður að nafni Kasing Lung sem væri í þessum töluðu orðum að græða á tá og fingri einungis vegna þess að litlum kollum finnast bangsarnir sem hann hannar algjörlega ómissandi. Og ekki nóg með það heldur koma þeir í lokuðum kassa svo að það er með öllu ómögulegt að vita hvaða týpu eða hvaða lit þú færð. Eftir tvo mánuði verða svo allir hættir að vilja Labúbú og þá munu Rauða Kross búðir og fjölsmiðjur fyllast af slíku góssi. Bara svona eins og með Dubai súkkulaðið sem kostaði á tímabili 1800 krónur en fer nú hríðlækkandi í verði. Væri líklegast komið niður fyrir fimm hundruð kallinn ef ekki væri fyrir rísandi kakóverð á heimsmælikvarða. Ég var farin að fussa og sveia yfir þessu, rétt eins og eldri kynslóðin gerði þegar ég var lítil. En það er nefnilega ekkert svo langt síðan að undirrituð VARÐ að eignast Pokémon spjöld, lukkutröll, kærleiksbangsa og Pogs spjöld. Sem svo seinna meir urðu Diesel gallabuxur, plastarmbönd, Buffaló skór og samlokusími. Ef maður ætlaði að vera maður með mönnum varð maður að eignast þessa hluti. Ætti ég þá sem foreldri að berjast á móti neysluhyggjunni og tískubylgjum eða verð ég að játa mig sigraða? Kannski er það bara þannig að hver kynslóð á sinn Labúbú. Við foreldrar getum reynt að synda á móti straumnum og rökrætt verðmiðana en á endanum verða þessi litlu æðisgengnu undur bara hluti af barnæskunni – alveg eins og Pogs, Buffaló og samlokusímar voru fyrir okkur. Og kannski er það bara allt í lagi. Því þegar upp er staðið, þá hverfur æskan en minningarnar um það sem okkur þótti ómissandi lifa áfram – hvort sem það var Labúbú eða lukkutröll.
Ef að Vegagerðin fær að ráða verður engin brottfararstöð á Suðurnesjum fyrir hælisleitendur alveg eins og það verður engin brottfararstöð fyrir strætófarþega í Keflavík og á Ásbrú ...