Sjávarafl 1.tbl 9.árg 2022

Page 4

Markmiðið HD er að vera ávallt fyrsta val viðskiptavina fyrir véla- og tækniþjónustu. Mikil reynsla og þekking er á allri hönnun sem styður við alla þjónustu sem fyrirtækið veitir. Ljósmynd; ENNEMM

Kristborg Bóel Steindórsdóttir

„Reynum okkar besta til að vera alltaf á réttum tíma á réttum stað“ Hamar hefur frá fyrstu tíð lagt áherslu á þjónustu til fyrirtækja í iðnaði og sjávarútvegi. Félagið hefur nú sameinað reksturinn við félögin Deili tækniþjónustu, NDT og Vélar undir nafninu HD. Fyrirtækið heldur úti sex starfsstöðvum vítt og breitt um landið og markmið þess er að vera ávallt fyrsta val viðskiptavina fyrir véla- og tækniþjónustu. Hamar var stofnað árið 1998 og var frá fyrstu tíð leiðandi fyrirtæki í þjónustu á sviði málmtækni iðnaðar og almennri viðhaldsþjónustu til fyrirtækja í iðnaði og sjávarútvegi. Árni Rafn Gíslason, forstjóri HD, segir breytingarnar einkar jákvæðar og fyrirtækið geti nú boðið upp á breiðara vöruúrval og öflugri þjónustu en nokkru sinni. „Í því sambandi má nefna tæknilegar ástandsgreiningar véla og sívöktun vélbúnaðar, hönnun, framleiðslu og þjónustu við dælu-og lagnakerfi, viðhald á jarðgufutúrbínum og rafölum orkuvera, innflutning á vél- og tæknibúnaði, uppsetningar, varahlutaöflun og aðra þjónustu,“ segir Árni.

4

SJÁVARAFL APRÍL 2022

Samruni fyrirtækjanna hófst fyrripart ársins 2021 með sameiningu Hamars og Deilis, sem farið hefur fyrir þjónustu við virkjanir og veitur hérlendis. „Hjá Deili er gríðarleg þekking á flóknum vélbúnaði ásamt dýrmætum mannauði. Um mitt árið rann NDT svo inn í rekstur okkar, en þaðan kom einnig mikil þekking og reynsla, ásamt vottuðu starfsfólki í hverskonar titringsmælingum, sprunguleit og hljóðbylgjuprófunum, ásamt öllu því er viðkemur fyrirbyggjandi viðhaldi. Seinni hluta ársins eignuðumst við svo allt hlutafé í Vélum og með því jukum við enn á úrval og sérþekkingu okkar í þjónustu við útgerð og fiskeldi,“ segir Árni og bætir því við að á þessum tímamótum hafi fyrirtækið ráðist í mikla stefnumótandi vinnu varðandi framtíðarsýn hins nýja félags. „Ákveðið var að taka upp nýtt nafn og auðkenni sem er HD ehf. Nafnið stendur fyrst og fremst fyrir því að þessi tvö stóru fyrirtæki, Hamar og

„Starfsfólk félagsins hefur víðtæka reynslu og breiða menntun á véla- og tæknisviði sem gerir okkur kleift að hámarka virði veittrar þjónustu.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.