
10 minute read
Þegar á reynir skiptir áræðni, sveigjanleiki og þrautseigja öllu máli
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. Ljósmynd: úr einkasafni.
Undanfarin tvö til þrjú ár hafa reynt mjög á og þá ekki síst á þá sem eru í fyrirtækjarekstri. Áskoranirnar samfara kórónufaraldrinum hafa verið margvíslegar og allir þurft að sýna sveigjanleika og áræðni til að halda í horfinu. Í Grindavík hefur fólk þó enn frekar þurft að tileinka sér æðruleysi þar sem náttúruhamfarir og válynd veður hafa einnig reynt á þolrifin. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, í Grindavík tekur undir þetta og segir að Vísir hf hafi komist sæmilega frá síðustu tveimur árum en árið í ár byrji heldur skrautlega.
Advertisement
Síðastliðin tvö ár hafa reynst mörgum þungbær enda hefur kórónuheimsfaraldurinn haft veruleg áhrif á daglegt líf. Allir hafa tekist á við áskoranir og þurft að finna nýjar lausnir. Á sama tíma tókust Grindvíkingar á við óblíð náttúruöflin, jarðskjálfta sem skóku bæinn í tíma og ótíma og að endingu opnaðist jarðskorpan og eldgos hófst í bakgarðinum hjá þeim. Í vetur hafa veðurguðirnir svo leikið landsmenn grátt og þá ekki síst þá sem hafa viðurværi af fiskveiðum og útgerð. Pétur segir að álagið sé vissulega orðið langvarandi en á sínu fólki sé engan bilbug að finna. „Það sem hefur haft hvað mest áhrif á rekstur Vísis er niðurskurður stjórnvalda á veiðiheimildum og nú er stóra spurningin hvaða afleiðingar stríðið í Úkraínu hefur á rekstur fyrirtækja og heimsbyggðina alla.“
Kórónufaraldurinn tekur í
Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf er rótgróið og framsækið fjölskyldufyrirtæki. Saga þess teygir sig allt aftur til ársins 1930 þó fyrirtækið hafi verið rekið í núverandi mynd í rúma hálfa öld. Á löngum tíma hafa stjórnendur fyrirtækisins oft staðið frammi fyrir krefjandi áskorunum en segja má að síðustu tvö til þrjú ár hafi þó slegið öll met þar sem hvert áfallið hefur rekið annað. „Okkur er þrautseigja í blóð borin og hún hefur vissulega komið sér vel undanfarin ár,“ segir Pétur og bætir við: „Við sluppum vel við kórónufaraldurinn framan af. Með allskyns aðgerðum tókst okkur að halda í horfinu. Við framfylgdum öllum þeim reglum sem stjórnvöld lögðu á landsmenn, auk mjög strangra reglna varðandi skimun sjómanna. Þetta varð til þess að við misstum ekki marga daga frá veiðum og vinnslu árin 2020 - 21. Rekstrarlega má segja að við höfum sloppið fyrir horn og án búsifja.“ Ef litið er yfir undangengin tvö ár má segja að verð fyrir afurðir hafi verið gott. „Við náðum að veiða, vinna og selja án mikilla truflana og birgðastaðan er góð. Þá búum við einnig yfir miklum sveigjanleika sem er einn okkar helsti styrkleiki. Við framleiðum ferskar, frystar og saltaðar afurðir, auk þess sem við höfum yfir að ráða mjög tæknilegum og sveigjanlegum vinnsluhúsum og getum þannig stýrt framleiðslunni í takt við þarfir markaðarins.“ Pétur segir að það sem af sé þessu ári sé annað uppi á teningnum. „Þetta ár byrjar alls ekki vel hjá okkur. Það má segja að veikindi starfsmanna, bæði í landi og á sjó, vegna kórónuveirunnar samsvari því að eitt af skipunum okkar hafi verið í landi í heilan mánuð. Við höfum staðið frammi fyrir því að hráefni hafi skort vegna veikinda sjómanna, auk þess sem bræla hefur einnig sett strik í reikninginn. Afköst í vinnslunni hafa einnig oft og tíðum verið minni en ætla skyldi vegna veikinda. Þetta þýðir svo aftur að rekstrarkostnaðurinn hækkar til muna.“ Þá segir Pétur að ofan á þetta bætist að Vísir hf hafi þurft að fækka um eitt skip þetta árið vegna niðurskurðar fiskveiðiheimilda.
Niðurskurður veiðiheimilda íþyngjandi
Í fyrra voru veiðiheimildir á þorski lækkaðar um 13%. Pétur segir að niðurskurðurinn komi illa við fyrirtækið. „Þessi niðurskurður kemur að fullu til framkvæmdar í ár. Svo fremi sem veiðiáætlanir okkar standa, sem ég geri fastlega ráð fyrir, þá vantar 10% upp á veiðiheimildirnar svo að við náum að halda uppi heilsárs vinnslu fyrir þann mannskap sem við erum nú með í vinnu.“ Hann segir að nú sé verið að skoða hvaða leiðir hægt sé að fara. „Við þurfum að finna út úr því hvernig við mætum þessum niðurskurði samtímis öðrum áskorunum eins og kórónuveirunni, náttúruöflunum og svo þeim afleiðingum sem verða væntanlega vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.“ Eins og áður segir hefur Vísir hf fækkað skipunum um eitt til að mæta niðurskurðinum en Pétur segir að það sé ekki nóg og honum er mikið niðri fyrir þegar hann bætir við: „Við skiljum ekki hvernig einn hópur sjómanna, strandveiðimenn, geti gert kröfu um að vera undanskildir niðurskurðinum og fari jafnvel fram á að þeirra veiðiheimildir verði auknar. Við sem erum í rekstri allt árið höfum þurft að horfa upp á það árum saman að veiðiheimildir þeirra sem stunda sjómennsku hluta úr ári eru hækkaðar á sama tíma og þeirra sem hafa haldið uppi heils árs vinnu eru lækkaðar. Mér finnst forystumenn smábáta sýna öðrum

Það gefur á bátinn, bæði á sjó og í landi. Kórónufaraldurinn hefur haft sitt að segja og tekið sinn skerf. Ljósmynd: úr einkasafni
sjómönnum lítilsvirðingu með því að setja sjálfa sig á hærri hest með skírskotun til atvinnusköpunar og gæða. Leyfilegur ráðlagður afli verður bara veiddur einu sinni og ég set fólk sem vinnur við þessa verðmætasköpun árið um kring framar í forgangsröðunina en hina sem vilja komast á sjóinn þegar þeim hentar.“ Pétur segir að mönnum reiknist til að u.þ.b. 50.000 tonn hafi verið tekin úr aflamarkskerfinu og að stærsti hluti þess hafi verið færður yfir í krókaaflamarkskerfið. „Þessar tilfærslur hafa alltaf verið framkvæmdar með smjörklípuaðferðinni og með sömu rökunum sem aldrei hafa haldið vatni. Öll aðlögun að minni afla og nýrri tækni hefur þar af leiðandi verið erfiðari og sársaukafyllri en ella hefði þurft að vera. Við sem erum í útgerð allt árið um kring höfum ekki upp á annað að hlaupa. Þetta er okkar eina vinna. Þeir sem leggja stund á strandveiðar eru hins vegar lungað úr árinu í annarri vinnu. Með fullri virðingu fyrir því ættu menn ekki að krefjast þess að aðrir líði fyrir þeirra aðkomu. Það á jafnt yfir alla að ganga enda gengið út frá því að niðurskurður verði til góðs sé litið til lengri tíma.“ Pétur ítrekar að málflutningur smábátasjómanna sé óskiljanlegur. „Allt tal um að þeirra sjómennska sé mikilvægari en annarra er með ólíkindum.“ Pétur hefur trú á því nú að sjávarútvegsráðherra láti ekki undan kröfum þeirra þó slíkt hafi margsinnis gerst áður. „Ég hef trú á því að nei hjá Svandísi þýði nei og að hún skilji samhengið á milli leyfilegs heildarafla og þeirra sem hafa heils árs vinnu við verðmætasköpunina. Þó að við séum ekki samherjar í pólitík þá hef ég trú á henni og að hún standi við orð sín og láti jafnt yfir alla ganga. Var ekki sagt í kórónufaraldrinum að við værum öll í þessu saman?“ spyr Pétur kíminn og bætir við: „Þetta er það sem pirrar mann mest, mismununin sem þarf ekki að vera til staðar. Hins vegar tekur maður eldgos, veirufaraldra og válynd veður bara á kassann enda ekkert annað að gera í þeirri stöðu.“
Jarðskjálftar og eldgosið í bakgarðinum
Þegar Pétur er spurður út í eldgosið, sem Grindvíkingar höfðu svo mánuðum skipti í bakgarðinum og áhrif þess á rekstur Vísis svarar hann kankvís: „Áhrif eldgossins á rekstur fyrirtækisins voru ekki teljandi. Það er ekki laust við að ég sakni þess að sitja með kaffibollann við gluggann til að taka stöðuna á gosinu og dást að því úr fjarlægð.“ Hann segir gosið gott dæmi um þá aðlögunarhæfni sem maðurinn býr yfir. „Við vorum skelfingu lostin þegar það byrjaði að gjósa hér rétt norðan við okkur en svo bara vandist maður því og fór að taka það sem sjálfsagðan hlut að fylgjast með eldgosi út um stofugluggann hjá sér.“ Pétur segir að jarðskjálftarnir sem voru undanfari gossins hafi aftur á móti haft meiri áhrif á fólkið í bænum. „Jarðskjálftarnir stóðu yfir í langan tíma og þeim fylgdi mikil óvissa og það var ónot í fólki.“ Hjá Vísi hf starfa margir starfsmenn af erlendum uppruna sem eru kannski ekki jafn vanir því að jörðin skjálfi undir fótum þeirra og Íslendingar. „Skjálftarnir tóku á alla í Grindavík, burt séð frá uppruna fólks. Þeir starfsmenn sem eru af erlendu bergi brotnir voru kannski ögn meira skelkaðir fyrstu dagana en þeir voru fljótir að aðlagast ástandinu eins og hægt er, rétt eins og innfæddir,“ segir Pétur og bætir við: „Við erum meðvituð um að það er enn landris hér á svæðinu og hugsanlega farin af stað atburðarás sem ekki er lokið. Við treystum því hins vegar að vísindamenn séu reynslunni ríkari og að þau mælitæki og sú þekking

Pétur segir að það vanti 10% upp á veiðiheimildirnar svo að það náist að halda uppi heilsárs vinnslu fyrir þann mannskap nú vinnur hjá fyrirtækinu. Ljósmynd: úr einkasafni.
sem er til staðar geri það að verkum að við fáum nægan tíma til forða okkur þyki ástæða til þess.“
Óblíð veðrátta og flóð
Það er óhætt að fullyrða að skammt hafi verið stórra högga á milli hjá Vísismönnum undanfarin ár og forsvarsmenn fyrirtækisins orðnir ýmsu vanir í þeim efnum. Jarðskjálftar, eldgos, kórónufaraldur, niðurskurður og svo var komið að flóði. Hinn 6. janúar létu veðuröflin heldur betur finna fyrir sér og allt fór á flot í höfninni í Grindavík með þeim afleiðingum að sjór flæddi inn í vinnsluhús Vísis hf. „Það voru einhverjir tugir sentimetra af sjó hér á gólfinu. Við erum enn að vinna úr þessu og meta tjónið en það er ljóst að þetta er tjón upp á nokkra tugi milljóna.“ Pétur segir að í raun hafi farið betur en á horfðist í fyrstu. „Í ljós kom að flest slapp til fyrir utan hluta afurðanna sem voru í húsinu. Það er hins vegar ljóst að það eru ákveðnir hönnunargallar hér í umhverfinu sem verið er að skoða og reyna að finna leiðir til að lagfæra þá.“ Menn hafa einnig nýtt tímann til að gera viðbragðsáætlanir sem fara á eftir þegar samskonar veðuraðstæður blasa við. „Við köllum þetta sandpokaspár en þá þarf að sækja sandpoka og hlaða fyrir hurðirnar. Það höfum við gert fjórum sinum frá flóði en sem betur fer hefur ekki reynt á þá enn.“ Pétur er sammála því að áskoranirnar hafi verið óvenju margar undanfarin misseri. Hann segir að sú þreyta sem sé helst til staðar núna snúi að félagslegu þáttunum. „Það hefur mikil áskorun falist í því að okkur starfsfólkinu hefur verið stíað í sundur þegar við höfum ef til vill mest þurft á því að halda að vera saman. Við höfum unnið
mikið heima vegna sóttvarnareglna og það getur verið snúið að taka erfiðar ákvarðanir og fást við áföll og erfiðleika einn síns liðs. Við erum félagsverur og þurfum á hvert öðru að halda, þannig fáum við stuðning og hvatningu, auk þess sem að bestu hugmyndirnar verða oft til í samtali – og þá er ég ekki að tala um samtal í gegnum tölvur eða síma. Þörfin fyrir samskipti liggur dýpra en maður áttaði sig á. Félagsleg samskipti eru dýrmætari en menn gerðu sér grein fyrir, fyrr en á reyndi.“
Áhrif stríðsreksturs Rússa hefur áhrif á alla
Þegar talið berst að stríðinu í Úkraínu verður Pétri tíðrætt um að áhrif þess á heimsbyggðina verði eflaust mjög mikil en hita og þunga „Við afleiðinganna beri úkraínska þjóðin. Þjáningar annarra sé lítil samanborið við þeirra enn sem komið er. köllum þetta „Pútin er búinn að hóta kjarnorkuvopnum. Það sandpokaspár en þá þarf að er því ómögulegt að spá fyrir um hver örlögin og áhrifin verða á þessari stundu. Ljóst er sækja sandpoka og hlaða fyrir að almenningur tekur þessum hótunum alvarlega og í Svíþjóð er joð til dæmis hurðirnar. Það höfum við gert fjórum uppselt.“ Pétur segir að ef hann líti sér nær eigi Vísir hf hvorki í beinum viðskiptum við sinum frá flóði en sem betur fer Úkraínu né Rússa. „En það er ljóst að olía og hefur ekki reynt á þá enn.“ aðföng munu hækka sem verður til þess að allur rekstrarkostnaður verður hærri. En það er ekki bara að aðföng muni hækka heldur verður óöryggi varðandi öflunar þeirra og hugsanlega verður skortur á einhverju sem við erum vön að hafa greiðan aðgang að, segir hann alvarlegur í bragði og bætir svo við: „Við getum kortlagt veiru, eldgos og veður en styrjaldarástand getur enginn kortlagt með vissu. Það er ómögulegt að segja til um hverju brjálæðingar úti í heimi taka upp á. Eitt er þó víst að stríðið mun hafa áhrif á alla, hvar sem fólk er statt í heiminum.“
