hvað þurfti til að gera það. Einnig var farið vel yfir hinar ýmsu hliðar sjávarútvegsins, sem veitti góða innsýn í greinina. Þessi reynsla kemur sér líka vel þar sem að ég hef nýlega hafið störf sem verkefnastjóri hjá Konum í sjávarútvegi en markmið félagsins að gera konur sýnilegri bæði innan sjávarútvegsins og utan hans og fá fleiri konur til liðs við greinina.“
Full þörf á bókunarkerfi fyrir fisk í flugfragt Laufey Mjöll segir að í Sjávarakademíunni hafi kviknað hugmynd sem hún hafi þokað áfram. „Það má segja að hugmyndina hafi ég gripið úr fluginu en hún fólst í því að setja upp einfalt bókunarkerfi fyrir fiskflutninga í flugfragt. Ég hafði flogið farþegavélum sem einnig fluttu fragt yfir hafið, þar á meðal fisk. Slíkt bókunarkerfi hefur ekki verið til og eftir að hafa skoðað þetta fannst mér vera full þörf á að setja upp app í símanum sem framleiðendur gætu nýtt sér til að bóka flutning á fiskinum, án milliliða,“ sagði Laufey Mjöll og bætti við að hún hafi fengið tækifæri til þess að heyra í fólki í flutningadeild Icelandair,
tölvunarfræðingum, fulltrúum fisksölufyrirtækja og fleiri. „Allt víkkaði þetta sjóndeildarhringinn og ég fékk tækifæri til þess að fara inn á nýja braut sem ég hafði ekki áður kynnst.“
Enn með appið í maganum Grunnhugmyndin að þessu appi varð sem sagt til í Sjávarakademíunni en hún hefur ekki náð lengra í bili, sem kemur til af því að síðustu mánuði hefur Laufey Mjöll fyrst og fremst einbeitt sér að móðurhlutverkinu, hún eignaðist son í maí 2021. Hún segir vel koma til greina að halda áfram að þróa appið, tíminn muni leiða það í ljós. „Ég er enn með þessa hugmynd í maganum og það er aldrei að vita nema að ég haldi áfram með hana. Ég fann fyrir miklum áhuga hjá þeim sem eru að selja fiskinn og ég þekki líka að hluta þá hlið sem snýr að fluginu. Ég tel að slíku kerfi þurfi að koma á í framtíðinni, en vissulega geri ég mér grein fyrir því að það getur verið svolítið flókið. En það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi,“ segir Laufey Mjöll Helgadóttir.
Öðlaðist nýja sýn og hugsun í Sjávarakademíunni Sjávarakademían breytti öllu fyrir Arnar Hjaltested. Upplifun hans af náminu gerði það að verkum að hann tók u-beygju í lífinu, innritaði sig í fiskeldisnám í Fisktækniskólanum, fór í kjölfarið að starfa í fiskeldi á Þingeyri og hefur sett sér skýr markmið um að ná langt í fiskeldinu, enda liggi mikil tækifæri í atvinnugreininni.
Arnar Hjaltested er með smíðagenin í blóðinu. Faðir hans og afi hafa verið í smíðum og hann byrjaði snemma að smíða með pabba sínum. Það var því nokkurn veginn sjálfgefið að hann færi í húsasmíði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. En Arnar var efins, innst inni fann hann að þetta var ekki sú hilla sem hann var að leita að.
Átt þú rétt á styrk ? Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is
Sjómennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sjomennt@sjomennt.is
SJÁVARAFL APRÍL 2022
31