Tæknin ýtir heiminum í átt að sjálfbærni
Sameining býður upp á mörg tækifæri
Valka Cutter.
Sigrún Erna Geirsdóttir
Samruni tæknifyrirtækjanna Marel og Völku býður upp á fjölmörg tækifæri til þróunar og sóknar á nýja markaði. Vatnsskurðarvélarnar minnka launakostnað og bæta nýtingu hráefnis. Úr nógu að velja Tæknifyrirtækin Marel og Valka runnu saman nú í upphafi árs en tilkynnt var um kaup Marel á Völku í júlí í fyrra. Þrátt fyrir að bæði fyrirtækin hafi starfað á svipuðum markaði voru þau ólík að mörgu leyti, sérstaklega vegna stærðar. Starfsmannafjöldi Völku var í kringum hundrað manns meðan 7000 manns störfuðu hjá Marel. Bjarni Valgeirsson, svæðissölustjóri Völku, og Halldór Þorkelsson, vörustjóri Marel, sögðu í viðtali við Sjávarafl að sameiningin byði upp á fjölmörg tækifæri til áframhaldandi þróunar. Þarna kæmi til Marel
26
SJÁVARAFL APRÍL 2022
mikil reynsla og tækniþekking þar sem Valka hefði t.d unnið mikið með myndgreiningu og á annan hátt en Marel. Marel fengi því þarna tækifæri til ýta fiskiðnaði heimsins enn hraðar í átt að meiri sjálfvirkni og sjálfbærni. Með sameiningunni væri fyrirtækið komið með mesta vöruúrval í vatnsskurðartækni í heimi þegar það kemur að matvælum, og þá sérstaklega í fiskiðnaði. ,,Þessi tæki sem Valka og Marel hafa verið að bjóða upp á hafa unnið hugi og hjörtu allra sem kynnast þeim og það verður áhugavert að sjá hvernig við spinnum þessar vörulínur saman í eina.” Þetta væri nokkuð sem fyrirtækið myndi nú skoða vandlega því sumir hlutir hentuðu betur með tækjum Völku meðan aðrir pössuðu betur við vörulínu Marel. Fyrirtækin hafi sérhæft sig í sitthvora áttina og því sé úr nógu að velja núna.
„Með sameiningu gefast einstök tækifæri til að samþætta bæði tækni og tæki Völku og Marel“