Bleikja í appelsínu og chili með tómat pasta Uppskrift fyrir fjóra Að þessu sinni gefur Hafið fiskverslun okkur eðal uppskrift. Fyrirtækið er á tveimur stöðum, önnur er í Hlíðasmára 8 í Kópavogi en hin í Spönginni 13 í Grafarvogi. Hafið er sérverslun með hágæða fiskafurðir fyrir kröfuharða neytendur. Heildverslun fyrirtækisins, fiskvinnsla og skrifstofur eru staðsettar á bryggjunni að Fornubúðum 1 í Hafnarfirði. Hafið fiskverslun er leiðandi á innanlandsmarkaði í sölu á ferskum fiski hvort sem er til neytenda, mötuneyta, grunnskóla eða annarra fiskverslana.
Uppskriftir og eldunaraðferðir má finna á heimasíðu Hafsins hafid.is Innihald:
Bleikja
600 g Bleikja í appelsínu og chili frá Hafinu 15 ml Olía
Aðferð Hitið olíu á pönnu og leggið fiskinn á pönnuna, ef fiskurinn er með roði þá fer það fyrst niður. Steikið þar til fiskurinn er hálfeldaður og roðið stökkt, snúið við og klárið eldunina í 2 – 3 mínútur.
Sósa: 200 ml hakkaðir tómatar 30 g tómat púrra 100 ml vatn 1 stk. grænmetis teningur 10 gr. fínt skorið basil 2 stk. hvítlauks geirar 1 tsk. chiliflögur 100 g grænn aspas 10 stk. kirsuberjatómatar 50 g Parmesan ostur
Aðferð Setjið vatnið, hakkaða tómata, tómat purée, grænmetis tening, basil, hvítlaukinn og chiliflögur í pottinn. Suðan fenginn upp og látið malla í 5 mín. 500 g spaghetti Fylgið leiðbeiningum á pakka. Aspasinn er létt steiktur á pönnu upp úr smjöri. kirsuberjatómatar skornir í helming. Allt blandast saman og rífið Parmesan ost yfir.
Sjávarafl óskar lesendum sínum gleðilegra páska
24
SJÁVARAFL APRÍL 2022