Stefán Þór Eysteinsson verkefnastjóri Matís
Nýting hliðarstrauma í sjávarútvegi – Þörfin fyrir Lífmassaver Matís hefur á síðustu árum eflt starfsemi sína á landsbyggðinni í takt við áherslur eiganda síns. Hluti af þeirri uppbyggingu hefur verið fjárfesting í færanlegum tilraunarbúnaði sem er staðsettur í Neskaupstað. Þessi búnaður hefur gert það mögulegt að framkvæma tilraunir á eins fersku hráefni og völ er á, auk þess sem nú er gerlegt að vinna verðmætari afurðir úr hliðarstraumum matvælaframleiðslu. Með tækjabúnaði lífmassaversins hefur rannsóknargeta á landsbyggðinni verið aukin sem mun styðja við aukna sjálfbærni við matvælaframleiðslu og gera það kleift að fullnýta hliðarstrauma. Undanfarin ár hefur aukin áhersla verið lögð á betri nýtingu á öllum hliðarstraumum sem verða til í matvælaframleiðslu og þá sérstaklega í sjávarútvegi. Þegar rætt er um hliðarstrauma er í raun og veru átt við allt sem fellur til við framleiðslu á matvælum, svo sem hausar og innyfli frá fiskvinnslum. Í sjávarútvegi getur fallið til töluvert magn af hráefni í formi hliðarstrauma. Góður árangur hefur náðst hér á landi við nýtingu
Stefán Þór Eysteinsson, verkefnastjóri Matís
á hliðarstraumum sem myndast við vinnslu t.d. á þorski og hafa orðið til verðmætar afurðir sem seldar eru sem fæðubótarefni, lækningavörur og húðvörur svo dæmi séu tekin. Lykilatriði í þeim árangri sem hefur náðst við vinnslu á þorski er sú fullvinnsla sem hér fer fram, með tilheyrandi myndun á hliðarstraumum og tækifærum því tengdu. Aukin vinnsla á uppsjávartegundum á borð við makríl og síld hér á landi síðustu ár hefur haft í för með sér að mikið magn hliðarstrauma, t.a.m. hausar, beingarðar og afskurðir. Í dag er það svo að allir þessir hliðarstraumar eru nýttir við framleiðslu á fiskmjöli og lýsi. Rannsóknarog þróunarvinna Matís í nánu samstarfi við sjávarútveginn hefur stuðlað að mikilli framþróun í meðhöndlun og kælingu á afla. Þessi framþróun hefur þýtt að fiskur sem berst í fiskvinnslur er af betri gæðum en áður og sem skilar sér einnig í auknum gæðum hliðarstrauma. það gerir það að verkum að mögulegt er að vinna þá áfram í verðmætari afurðir með réttum búnaði og þekkingu.
Hluti af tækjasamstæðu lífmassavers Matís þar sem hægt er að vinna fjölbreyttan lífmassa
22
SJÁVARAFL APRÍL 2022