Sjávarafl 1.tbl 9.árg 2022

Page 12

Félag kvenna í sjávarútvegi

Í pallborði sátu Elliði Vignisson, Erla Ósk Pétursdóttir, Guðmundur Kristjánsson og Ásta Dís Óladóttir en Edda Hermannsdóttir leiddi pallborðsumræðurnar.

Fjölbreytileikinn og framtíðin í sjávarútvegi Konur í sjávarútvegi rannsaka stöðu kvenna innan greinarinnar Nýlega kynnti félagið Konur í sjávarútvegi niðurstöður rannsóknar sem félagið lét framkvæma með það að markmiði að kortleggja stöðu kvenna innan sjávarútvegsins með því að safna tölulegum upplýsingum um konur og kanna viðhorf til þeirra innan greinarinnar. Niðurstöður skýrslunnar voru gefnar út nú um miðjan febrúar. Rannsóknin var send á æðstu stjórnendur um 500 fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdum greinum, en sambærileg rannsókn var gerð á vegum félagsins árið 2016 og voru niðurstöðurnar nýttar til samanburðar til þess að sjá hvort að það hafi orðið einhver breyting á þessu 5 ára tímabili. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á opnum fundi félagsins í höfuðstöðvum Íslandsbanka á dögunum. Helstu niðurstöður sýndu að í heildina hefur konum í greininni fjölgað í öllum flokkum, en sjávarútvegurinn hefur verið að búa til fleiri störf sem hefur leitt til fjölgunar bæði karla og kvenna. Fjölgun kvenna var helst í flokki framkvæmdastjóra en þar var hlutfallið 16% árið 2016 en er nú komið í 24% og þar virðast þau störf hafa færst til kvenna í auknum mæli, því eins og áður sagði fjölgaði körlum líka í öllum greinum nema í flokki framkvæmdastjóra. Könnunninn leiddi einnig í ljós að vinnustöðum sem hafa enga konu hefur fækkað verulega úr 27% 2016 niður í 12% árið 2021, en vert er að benda á að fjórðungur þessara fyrirtækja hafa færri en 5 starfsmenn. Konum sem sinna tækniog sérfræðistörfum fjölgaði einnig en spurt var hvort að talið væri að sjálfvirknivæðing hefði áhrif á störf kvenna og töldu flestir, eða 86% að það myndi ekki hafa nein áhrif á stöðu kvenna, en þegar spurt var

12

SJÁVARAFL APRÍL 2022

nánar út í þetta í opnum svörum kom fram að erfið störf í snyrtingu væru horfin og léttara álag á fiskvinnslufólki en á móti aukið álag hjá tæknifólkinu sem eru líka konur. Þegar spurt var um viðhorf til kvenna í greininni komu fram áhugaverð svör. Árið 2016 töldu 75% svarenda þörf á fleiri konum en árið 2021 var hlutfallið komið niður í 40%. Einnig voru karlar frekar á þeirri skoðun að fjölga þurfi konum í greininni. Agnes Guðmundsdóttir, formaður félagsins sagði í erindi sínu á fundinum ,,að þessar niðurstöður væru vert að skoða’’ og velti

Gunnvör – KIS konur í heimsókn á Ísafirði


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Sjávarafl 1.tbl 9.árg 2022 by Sjávarafl - Issuu