Víkurfréttir
Nýr& betri opnunartími
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000
Virka daga 9-20
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17
Helgar 10-20 Nettó reykjaNesbæ
Auglýsingasíminn er 421 0001
vf.is
Þ R IÐ JUDAGUR 29. D ESE MBE R 2 0 15 • 5 1. TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R
Blásið í jólalúðra á Þorláksmessukvöldi
XXVerslunarmenn í Reykjanesbæ segja jólaverslun hafa gengið ágætlega í ár en þó var hún nokkuð misjöfn. Kristín Kristjánsdóttir kaupkona í Kóda segir að verslun hafi verið með örlítið betra móti í ár en í fyrra. Í K-sport varð hins vegar samdráttur frá því í fyrra. Myndin er tekin á Þorláksmessukvöldi framan við K-sport þar sem lúðrablásarar frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar léku jólalög fyrir gesti á Hafnargötunni. Nánar er fjallað um jólaverslunina í blaðinu í dag.
Kvenþjóðin sækir í björgunarsveitarstörfin Systur á Suðurnesjum segja björgunarsveitarstarfið lífsstíl sem konur hafi sótt meira í á undanförnum árum.
F
yrir tveimur áratugum síðan eða svo var yfirgnæfandi meirihluti björgunarsveitarmanna karlar en nú er það breytt. „Ég held að konur séu frakkari að fara bara af stað í starfið í dag. Kannski að við konur höfum áttað okkur á því að við getum þetta alveg,“ segja þær Anja og Alma Snæbjörnsdætur en þær eru meðal liðsmanna Björgunarsveitarinnar Suður-
nes. Þær eru 21 og 23 ára og segja starfið í sveitinni mjög skemmtilegt. Systurnar eru í eldlínunni núna fyrir áramót þegar flugeldasalan fer fram en það er stærsta fjáröflun björgunarsveitarinnar. Báðar eiga Alma og Anja kærasta sem þær kynntust í björgunarsveitinni og segja þær nokkur pör og hjón meðal björgunarsveitarfólks. „Stundum er það þannig að erfitt er
að skipta tímanum á milli fjölskyldunnar og björgunarsveitarinnar. Þá getur hjálpað að makinn eigi sama áhugamál. Stundum skiptast hjón á að fara í útköll, þá mætir annað og hitt er heima með börnin. Það er ekkert endilega móðirin sem er heima, heldur skiptir fólk þessu jafnt á milli sín,“ segir þær systur. Ítarlegra viðtal við þær er á bls 14.
ATH!
FÍTON / SÍA
NÝR OG BETRI einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
OPNUNARTÍMI Virka daga
10:00 – 19:00
Helgar
10:00 – 18:00
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
KASKO • IÐAVÖLLUM 14 • REYKJANESBÆ