Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Meðal efnis í þætti vikunnar:
tta Sjónvarp Víkurfré
Í KVÖLD
PÓSTKORTUM RIGNIR YFIR MYLLUNEMA
FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN
vf.is
F IMMTUDAGUR 24. SE PTE MBE R 2 0 15 • 37. TÖLU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R
FJÖLBURAFJÖLDI Í FJÖLBRAUT Það að vera tvíburi er nokkuð merkilegt og hvað þá þríburi. Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur aldrei áður sést annar eins fjöldi tvíbura og þríbura. Þar eru í dag tuttugu og eitt par af tvíburum og tvö pör af þríburum. Þetta mun vera óstaðfest met í íslenskum framhaldsskóla því samkvæmt lauslegri könnun í stærstu framhaldsskólum landsins, þá komast þeir ekki með tærnar þar sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja hafði hælana. Hópurinn var kallaður saman í myndatöku á dögunum en þegar ná þarf 46 einstaklingum saman á mynd, þá vandast málið. Hér að ofan má sjá þá tvíbura og þríbura sem mættu í myndatökuna.
Skortur á íbúðum í bæ fullum af tómu húsnæði - ein af hverjum ellefu íbúðum í Sandgerði yfirgefin. „Þetta hefur bæði áhrif á bæjarmyndina og bæjarsálina.“
Í
FÍTON / SÍA
búðalánasjóður á um 90 fasteignir í Sandgerði sem eru flokkaðar sem íbúðir. Þetta eru ríflega 16% af öllum íbúðum í bæjarfélaginu. Fimmtíu íbúðir, eða rúmur helmingur þessara eigna Íbúðalánasjóðs standa auðar og yfirgefnar á sama tíma og íbúum í Sandgerði. Þetta þýðir að ein af hverjum ellefu íbúðum í Sandgerði er tóm. Atvinnulífið í Sandgerði blómstarar og samkvæmt öllu ætti bæjarbúum að vera að fjölga. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis, segir hins vegar að skortur á íbúðarhúsnæði valdi því að bæjarbúum fækki.
einföld reiknivél á ebox.is
Starfshópur skipaður fulltrúum Sandgerðisbæjar og Íbúðalánasjóðs hefur verið að skoða stöðu eigna sjóðsins í Sandgerði með það að markmiði að leggja fram tillögur um það hvernig megi bæta ástandið. Þessi vinna hefur leitt í ljós að stór hluti af þessum fasteignum Íbúðalánasjóðs sem standa auðar í bæjarfélaginu eru farnar að súrna. Hvað er átt við því að þær séu að súrna? Eignirnar eru verðlagðar of hátt og ástand eignanna er þannig að of dýrt er að koma þeim aftur á markað, hvort sem er í sölu eða leigu. Íbúðirnar eru sem sagt verðlagaðar þannig að þær seljast ekki og þegar kostnaður við viðhald
bætist við yrði dæmið kaupandanum ofviða. Þá þurfa eignirnar mikið viðhald og Íbúðalánasjóður hafi sett sér viðmiðunarupphæð í standsetningu húsnæðis fyrir leigu. Sé kostnaðurinn meiri en viðmið haldi Íbúðalánasjóður að sér höndum og eignin standi áfram auð og haldi áfram að súrna. Illa farnar eignir „Stór hluti eigna Íbúðalánasjóðs hér í Sandgerði eru það illa farnar að þær falla í þennan flokk þannig að Íbúðalánasjóður vill ekkert gera. Þetta eru þessar súru eignir og það sem verra er að þær súrna með hverju árinu
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
sem líður. Ástandið í þeim lagast ekkert og það er ekkert verið að gera fyrir þær. Þær verða sífellt þyngri og sitja í eignasafni Íbúðalánasjóðs sem losnar ekki við þær. Á sama tíma eru þessar eignir samfélagsmein hér hjá okkur í Sandgerði. Þetta eru oft eldri hús og við gömlu aðalgöturnar okkar, Suðurgötu og Brekkustíg. Þetta hefur bæði áhrif á bæjarmyndina og bæjarsálina,“ segir Ólafur Þór. Nánar er fjallað um málið í viðtali við Ólaf Þór í blaðinu í dag.
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Við Brekkustíg í Sandgerði standa margar yfirgefnar eignir í eigu Íbúðalánasjóðs. VF-mynd: Hilmar Bragi