Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Höfum fengið nýt t símanúmer 590 5090
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
vf.is
F IMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2 0 15 • 2 8. TÖ LUB LA Ð • 36. Á RGA NGU R
Syntu nýtt Njarðvíkursund - Hreiðar Hreiðarsson, Kristinn Einarsson og Daníel Óskarsson syntu milli Njarðvíkanna. X„Við X byrjuðum að leika okkur í sjósundi í Nauthólsvíkinni í fyrra og fengum þá hugmynd að synda milli Njarðvíkanna,“ sögðu fyrrverandi körfuboltakapparnir Hreiðar Hreiðarsson og Kristinn Einarsson en með þeim var félagi þeirra Daníel Óskarsson. Þremenningarnir syntu frá Innri-Njarðvík inn í höfnina í Ytri-Njarðvík í fyrrakvöld. Nánar á bls 13.
Hreiðar Hreiðarsson, Daníel Óskarsson og Kristinn Einarsson hressir eftir sjósundið í höfninni í Njarðvík
Brýn þörf á að styrkja kvöldvaktir heimahjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja:
1800 fleiri vitjanir hjá heimaþjónustu HSS 18% aukning á milli ára. Rúmlega 28 þúsund vitjanir árið 2014.
FÍTON / SÍA
„Um leið og skapast svigrúm til að bæta þjónustu heimahjúkrunar tel ég brýna þörf að byrja á að styrkja kvöldvaktir heimahjúkrunar með viðveru hjúkrunarfræðings á kvöldvöktum en í dag eru eingöngu sjúkraliðar sem sinna kvöldvöktum í heimahjúkrun,“ segir Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar HSS. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru vitjanir á vegum
einföld reiknivél á ebox.is
heimsþjónustunnar 12.479. Á sama tíma í fyrra voru þær 10.607, sem gerir 18% aukningu á milli ára. Heildarfjöldi vitjana allt árið í fyrra var 28.073. Vegna hagræðingakrafna í kjölfar hrunsins voru bakvaktir styttar og að lokum voru þær teknar af en með fyrirvara um að hægt sé að setja á bakvaktir allan sólarhringinn þegar að-
stæður breytast vegna mikilla veikinda skjólstæðings t.d. vegna líknandi meðferðar í heimahúsi. Í dag eru hjúkrunarfræðingar á morgunvöktum alla daga vikunnar og eru stöðugildin 5,3. Sjúkraliðar vinna alla daga vikunnar á morgun- og kvöldvöktum og eru stöðugildin 6.3. Fyrir nokkrum árum voru bakvaktir hjúkrunarfræðinga kl 16:00-08:00 alla daga vikunnar.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
Vegna hagræðingakrafna í kjölfar hrunsins var byrjað á að stytta bakvaktir úr 16:00-08:00 í 16:00-22:00 og að lokum voru þær teknar af en með fyrirvara um að hægt er að setja á bakvaktir allan sólarhringinn þegar aðstæður breytast vegna mikilla veikinda skjólstæðings t.d. vegna líknandi meðferðar í heimahúsi. Nánar er fjallað um heimaþjónustu HSS í miðopnu Víkurfrétta.
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Heimaþjónusta Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er fertug
bls 8-9
Meistaramót golfklúbbanna
bls 15