17 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Beitir í Vogum Bræðralag boltans Skólahreysti Bæjarstjórinn

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA Vikulegur sjónvarpsþáttur frá Suðurnesjum Í vikulegum þætti Sjónvarps Víkurfrétta segjum við frá mannlífi, menningu, íþróttum og atvinnulífi á Suðurnesjum. Þátturinn fær áhorf um allt land á ÍNN og á vf.is. Þátturinn er einnig sýndur á rás Kapalvæðingar í Reykjanesbæ. Tilvalið fyrir fyrirtæki og aðila á Suðurnesjum að vekja athygli á sér út fyrir Suðurnesin. Hafið samband við auglýsingadeild VF í síma 421-0001 eða leitið tilboða hjá fusi@vf.is

Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 – og í HD á vf.is þegar þér hentar!

vf.is

F IMMTUDAGUR 3 0. AP R ÍL 2 0 15 • 17. TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Þ

að búa ekki öll börn við það að eiga foreldra sem geta sinnt hlutverkum sínum sem skyldi. Baklönd margra barna eru beygð eða brostin og þá reynir á úrræði til að tryggja sem besta velferð þeirra á mikilvægum mótunarárum. Sex börn og ungmenni eru í varanlegu fóstri hjá hjónunum Karen Jónsdóttur og Vilhjálmi Einarssyni í Akurhúsum í Garði. Fósturforeldrar sinna mikilvægu hlutverki við að móta og bæta líf barna. Að vera fósturforeldri felst lítið og annað meira en að vera foreldri; veita húsaskjól, fæðu, öryggi, hlýju og hlusta og hvetja. Í miðopnu Víkurfrétta í dag tökum við hús á heimilisfólkinu í Akurhúsum. Á myndinni hér til hliðar eru hins vegar þær Thelma Hafrós og Árný Inga, sem hafa verið fósturbörn í Garðinum síðustu ár, mættar í sauðburð í Garðinum í gær. Lömbin létu hins vegar á sér standa áður en blaðið fór í prentun.

Dæmi um að fólk hafi flutt lögheimili sitt úr Reykjanesbæ

L Sauðburður byrjaður á fósturheimili í Garði

■■Ferðaþjónustan á Suðurnesjum á fullri ferð. Hundruð nýrra starfa:

Fækkar ört á atvinnuleysisskrá

angflestir bæjarbúa sýna stöðunni skilning þó auðvitað séu þeir ekki sáttir við að þurfa að greiða hærri gjöld. Það er mikilvægt. En svo eru aðrir sem eru ekki svona skilningsríkir og hafa flutt lögheimili sitt út úr bænum til barna eða skyldmenna. Það er auðvitað stórfurðulegt mál en heilt yfir er viðhorfið gott. Það líður ekki sá dagur sem ég fæ ekki hvatningu frá fólki um hvort þetta fari ekki að lagast,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta um stöðuna, nýja ársreikninga, möguleikana í Helguvík og einnig hugsanlega mengun þar. Kjartan segir að unnið sé að því öllum árum að bæta fjárhagsstöðu bæjarfélagsins svo hægt verði að lækka álögur á bæjarbúa. „Það fyrsta sem verður gert hérna er að færa þessar álögur til baka, þannig að það verði áfram sama útsvar hér og í flestum öðrum sveitarfélögum," Viðtalið er birt í heild á Víkurfréttavefnum, vf.is en brot úr því verður einnig í sjónvarpsþætti vikunnar.

-fyrirtæki og stofnanir far að leita eftir starfsfólki út fyrir Suðurnesin

Þ

að er góður tími hjá okkur núna, mikið af störfum að koma inn og mikil fækkun á atvinnuleysisskránni,“ sagði Íris Guðmundsdóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Um hundrað manns hafa fengið störf á frá því í síðsta mánuði og talan á atvinnuleysisskránni mun lækka ört á næstu dögum og vikum. Á mars í fyrra voru 830 manns (7,5%) á atvinnuleysisskrá en

630 núna í mars (5,6%) eða um 200 færri. Núna mánuði síðar, í lok apríl, eru um 530 manns á skránni. Að sögn Írisar mun sú tala halda áfram að lækka alveg fram til 1. júní. Forsvarsmenn Isavia, IGS og fleiri aðila í flugstöðinni hafa þurft að leita út fyrir Suðurnesin eftir starfsfólki. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar kom inn á þetta í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta í vikunni. Hann segir að einhver dæmi séu um að fólk fái ekki vinnu

í flugstöðinni m.a. vegna þess að það fái ekki aðgangsheimild, þar sem það sé ekki með hreint sakavottorð. „Við erum með þungan hóp í hópi atvinnuleitenda sem er erfitt að miðla, m.a. vegna tungumálaerfiðleika, fólk sem hvorki talar íslensku né ensku. Þegar við bjóðum fólki störf spyrjum við alltaf út í sakavottorð,“ sagði Íris. Aðspurð um það að fyrirtæki séu farin að leita út fyrir svæðið að starfsfólki sagði hún að

þó hún myndi tæma atvinnuleysisskrána myndi það ekki duga. Skráin myndi aldrei geta fullnægt allri þörf eftir starfsfólki. „Þetta eru góðar fréttir fyrir svæðið. Ferðaþjónustan er lang stærsti aðilinn sem er að óska eftir starfsfólki um þessar mundir, aðilar í og við flugstöð en einnig hótel- og gistiheimili. Svo detta líka inn fyrirspurnir frá fiskvinnslu og öðrum aðilum.“

FÍTON / SÍA

SUMRI FAGNAÐ einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Fjölmenni var í skrúðgöngu að morgni sumardagsins fyrsta en það er gömul hefð í Reykjanesbæ að skátar gangi fylktu liði góðan hring um bæinn á leið til messu í Keflavíkurkirkju. Hér má sjá skátana með tónlistarfólki úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í göngunni á Hafnaragötu þegar sumri var fagnað í björtu en frekar köldu veðri.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.