01 tbl 2016

Page 1

• Fimmtudagurinn 7. janúar 2016 • 1. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Milljóna tjón í innsiglingunni til Sandgerðis

Sparsamir í Garði ■■Í fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins G arðs f y rir ári ð 2016 er gert ráð fyrir að fjárfestingar og f r am kvæmdir nemi 65,2 mkr. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2016, útkomuspá ársins 2015 og ársreikningi 2014, nær sveitarfélagið þeim áfanga að standast jafnvægisreglu í fjármálareglum Sveitarstjórnarlaga, er varðar rekstrarniðurstöðu. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarstjórnar Garðs á fjárhagsáætlun áranna 2016 til 2019, sem tekin var til síðari umræðu og afgreiðslu í nýliðnum desember. Hlutfall heildarskulda og skuldbindinga af heildartekjum, skuldahlutfall, í árslok 2016 er áætlað 40,8%. Samkvæmt langtímaáætlun er gert ráð fyrir að í árslok 2019 verði skuldahlutfallið 36,8%.

■■Sandgerðishöfn er nú að kanna réttarstöðu sína gagnvart útgerð flutningaskips sem sigldi niður innsiglingarstaur í innsiglingarrennu Sandgerðisshafnar í júlí 2014. Tjónið er umtalsvert en viðgerð kostar um 16 milljónir króna. Það er óumdeilt að það var skipið Thor Scandia sem sigldi staurinn niður í lok júlí 2014 og eyðilagðist hann við áreksturinn. Samkvæmt kostnaðaráætlun í minnisblaði frá hafnarsviði Vegagerðarinnar frá því í september 2015 má gera ráð fyrir að það kosti um 16 milljónir kr. með virðisaukaskatti að gera við skemmdir. Hjá Sandgerðisbæ fengust þær upplýsingar að bæjaryfirvöld séu að kanna stöðu sína gagnvart þeim aðilum sem bera ábyrgð á viðkomandi skipi um að fá tjónið bætt.

Skipstjórnarmönnum hefur ekki alltaf gengið vel að ráða við innsiglinguna til Sandgerðis. Hér er flutningaskipið Fernanda strand við hafnarkjaftinn í Sandgerði.

Þarf að vera vilji og löngun „Aðalatriðið er að byrja á markmiðasetningu. Maður verður að vera tilbúinn að breyta um lífsstíl en ekki fara í átak í nokkrar vikur. Það þarf að vera vilji og löngun en ekki bara harka, þú tekur ekkert á hörkunni einni saman. Þú getur þó notað hörkuna til þess að koma þér yfir erfiðustu hjallana í þessu,“ segir Sævar Borgarsson þjálfari í Sporthúsinu en fjöldi fólks mætir til hans í Superform æfingakerfið. // 32

Menntun er leiðin út úr fátækt

Sigvaldi Arnar maður ársins

Sigvaldi Arnar Lárusson lögreglumaður og göngugarpur er „Maður ársins á Suðurnesjum 2015“. Þetta er í 26. sinn sem Víkurfréttir standa að þessu vali og Sigvaldi er vel að útnefningunni kominn. Hann var áberandi á árinu fyrir magnað afrek þegar hann gekk frá Keflavík til Hofsóss og notaði tilefnið til að safna peningum fyrir langveik börn. Þegar hann kom á leiðarenda fylgdi honum hópur fólks líkt og Forrest Gump í samnefndri mynd þegar söguhetjan hafði hlaupið nægju sína. Sigvaldi komst oftar en einu sinni í fréttirnar á árinu sem „dýralöggan“, ýmist vegna útkalla

tengdum uglu, nýfæddum kettlingum, köttum í brennandi íbúð eða hundi sem var farþegi bíls sem lenti í árekstri. Víkurfréttir ræða við Sigvalda um liðið ár og ýmislegt fleira en kappinn er Keflvíkingur í húð og hár. Viðtalið við Sigvalda er í miðopnu blaðsins í dag. Sigvaldi er einnig í þætti vikunnar hjá Sjónvarpi Víkurfrétta. Á myndinni hér að ofan má sjá þá Pál Ketilsson ritstjóra Víkurfrétta og Sigvalda með viðurkenningarskjal til staðfestingar á útnefningunni sem maður ársins 2015 á Suðurnesjum. VF-mynd: Hilmar Bragi

Mikil fjölgun útkalla í flugstöðina

FÍTON / SÍA

■■Sjúkrabílar frá Brunavarnum Suðurnesja fóru í 2276 sjúkraflutninga á árinu 2015. Það eru örlítið færri flutningar en árið áður en þá voru flutningar 2313 talsins. Þrátt fyrir að sjúkraflutningum fækki örlítið þá hefur útköllum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgað, sem er í sam-

einföld reiknivél á ebox.is

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

Rán opnaði Ófærð ■■Rán Ísold Eysteinsdóttir úr Keflavík leikur í þáttunum Ófærð sem sýndir eru á RÚV við miklar vinsældir. Hún sagði aðeins fáum frá hlutverkinu sínu svo það kom mörgum vinum og kunningjum á óvart að sjá hana á skjánum. Ekki aðeins er fyrsta stóra hlutverkið hennar í vinsælustu sjónvarpsþáttaröð á Íslandi heldur krafðist hlutverkið þess að hún léki nakin í kynlífsatriði. // 12

Bláa lónið þurrkað upp ■■Bláa lóninu var lokað á mánudagskvöld og hefur lónið verið tæmt. Framkvæmdir við stækkun og endurhönnun upplifunarsvæðis Bláa lónsins hófust þá en hluti framkvæmdanna var að tæma lónið sjálft. Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Bláa lónsins, sagði að verkefnið hefði farið vel af stað. // 26

ræmi við aukinn ferðamannastraum um stöðina. Á síðustu þremur árum hefur útkölluð fjölgað í stöðina úr 3% í 9%. Á síðasta ári var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað í samtals 191 verkefni. Það er svipaður fjöldi útkalla og árið áður.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

„Það skiptir okkur miklu máli að öll börn hafi jafnan aðgang að menntun og tómstundum,“ segir Þórunn Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju. Hún heldur utan um Velferðarsjóð Suðurnesja. Meðal verkefna sjóðsins er að styðja við ungmenni sem ekki eiga möguleika á að fara í framhaldsskóla vegna fátæktar. // 6

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
01 tbl 2016 by Víkurfréttir ehf - Issuu