Haustskrá 2025 fótbolti

Page 1


Knattspyrnudeild Haustskrá 2025

Knattspyrnudeild ÍBV

Haustskrá 2025

Knattspyrnuráð 2024

Eyrún Sigurjónsdóttir

Guðrún Ágústa Möller

Karl Sigurðsson

Magnús Sigurðsson

Óskar Jósúason

Örn Hilmisson

Sigurbergur Ármannsson

Svanur Gunnsteinsson

Framkvæmdastjóri: Óskar Snær Vignisson

Ánægðari viðskiptavinir

Íþróttabær

Guðmundur Tómas Sigfússon, þjálfari hjá ÍBV

„hefur

aukið lífsgæði manns mikið að halda með Arsenal“

Guðmundur Tómas Sigfússon er einn efnilegasti yngri flokka þjálfari landsins og hefur verið að gera frábæra hluti í öflugu yngri flokka starfi félagsins Þrátt fyrir ungan aldur er hann kominn með mikla reynslu í þjálfun. Hann hefur verið að stíga sín fyrstu skref í mfl. þjálfun og væntir félagið mikils af honum í framtíðinni

Gummi eins og hann er alla jafnan kallaður er mikill Arsenal aðdáandi eins og honum á kyn til.

Við byrjuðum á að spyrja hann út í hvort nú væri loks komið að Arsenal á þessu tímabili og það mundi vinna deildina?

Ég vonast til þess að þetta verði árið okkar en maður hefur líka vonað það síðustu ár, það hefur aukið lífsgæði manns mikið að halda með Arsenal á meðan við erum eitt besta lið í heiminum en ekki brunarústir eins og þegar Emery var með liðið.

Ertu ánægður með boltann sem þeir spila ?

Heillaðist mest af fótboltanum sem Wenger lét okkur spila en hef nú hallast aðeins meira að úrslitamiðuðum fótbolta hjá Arsenal þar sem það gefur mér einstaklega lítið að fylgjast með okkur spila flottan fótbolta og tapa á móti hræðilegum fótboltaliðum sem geta refsað grimmt

Hvað varð til þess að þú fórst út í þjálfun ?

Áhugi minn lá alltaf í íþróttum og spilaði ég fótbolta og handbolta upp alla yngri flokkana hjá ÍBV þangað til að ég kláraði 2. flokks aldurinn beggja megin. Þegar ég áttaði mig á því að ég hefði ekki það sem til þurfti til að ná alla leið í atvinnumennsku í annarri hvorri íþróttinni ákvað ég að hella mér í þjálfun af fullum krafti og þá hafði hjálpað mér mikið að hafa verið að aðstoða við það árin á undan.

Ég fékk að kynnast þjálfun frá þeim fjölmörgu þjálfurum sem voru að þjálfa mig í yngri flokkunum og var Eysteinn Húni að þjálfa mig í fótboltanum á þessum tíma og hjálpaði hann mér mikið á þeim tíma þegar ég var að skilja við fótboltann sem leikmaður. Ég þjálfaði einnig mikið með Óskari Rúnarssyni þegar ég var að hefja þann feril og það gerði mjög mikið fyrir mig á þeim tíma.

Hvenær hófstu þinn þjálfaraferil ?

Ég byrjaði að aðstoða við þjálfun þegar ég var í 4. eða 3. flokki og þá hjá Jóni Óla í yngri flokkunum. Hann var mjög ánægður með mig þar og hvatti mig til að halda áfram á þeirri braut Dóra Björk hjálpaði mér síðan þegar hún var framkvæmdastjóri að koma mér í fullt starf í þjálfun.

„Hún
á að halda til að koma mér vel fyrir í starfinu.“

Hún hjálpaði mér mjög mikið þegar ég var að byrja að gera

þetta í fullu starfi svona 18 ára árið 2014 eða 2015. Hún veitti mér akkúrat þá aðstoð sem ég þurfti á að halda til að koma mér vel fyrir í starfinu.

Ertu búinn að sækja töluvert að þjálfaranámskeiðum ?

Í upphafi sótti ég mikið af þjálfaranámskeiðum og þá hjálpaði alltaf mikið að hafa aðra þjálfara úr ÍBV á námskeiðunum og einnig að kynnast þjálfurum á sínum aldri úr öðrum félögum á námskeiðunum þar sem er hægt að mynda góð tengsl.

Ég lærði mjög mikið á námskeiðunum sem ég sótti þegar ég var að hefja minn þjálfaraferil og hjálpaði það mér að móta grunngildi sem ég vildi standa fyrir í minni þjálfun.

Hvernig finnst þér staðið að þjálfaramálum hjá ÍBV ?

Ég get ímyndað mér að hvergi sé erfiðara að standa að þjálfaramálum heldur en hjá ÍBV þar sem það er mjög mikið af krökkum sem æfa íþróttir og æfingagjöldin eru með þeim lægstu á landinu fyrir fótbolta og handbolta Það er samt ótrúlegt magn af þjálfurum hjá félaginu bæði í handbolta og fótbolta sem hafa ástríðu fyrir starfinu og maður hefur fengið að kynnast þeim í gegnum starfið sem er eitthvað sem ég mun búa lengi að, sem og samböndin sem maður hefur myndað við aðra þjálfara. Það sem er einnig gott við þjálfaraflóruna okkar er að margir þjálfarar sem hafa verið að þjálfa hérna og eru að þjálfa hérna eiga börn sem eru inni í félaginu og hafa því hagsmuni af því að starfið sé gott og þess vegna finnst mér það hafa verið stigvaxandi síðustu ár.

Hvað finnst þér að mætti bæta ? Það er ekkert eitthvað sem er mér efst í huga akkúrat núna en mér finnst það vera kostur hjá félaginu að skoðanir þjálfara eru virtar og því getur maður talað við yfirmenn sína ef maður hefur hugmyndir um hvernig hægt sé að bæta starfið og allir vilja hjálpast að við að bæta starfið.

Er mikill munur að þjálfa eftir kyni og þá hver helstu ? Í upphafi var ég aðallega að þjálfa stráka en síðan tók ég mörg tímabil þar sem mín helstu verkefni voru að þjálfa stelpur þannig ég tel mig hafa góða reynslu beggja megin eftir þessi ár mín í þjálfun elstu yngri flokkanna.

Hver hópur hefur auðvitað sína eiginleika og því erfitt að setja fingur á einhvern einn hlut sem er öðruvísi á milli kynjanna.

„þarf að hlúa vel að þeim öllum því þú veist aldrei hver þeirra á eftir að ná langt“

Það sem ég hef samt upplifað sem þjálfari hjá félaginu síðustu ár er hve mikið af frábærum krökkum við eigum og hversu gefandi það er að geta haft áhrif á líf iðkenda hjá félaginu Þá er gaman að geta hjálpað iðkendum við að takast á við mótlæti og svo sjá iðkendur ná markmiðum sem þeir hafa sett sér og unnið hart að

Fótboltinn í 5. flokki og eldri flokkum er mjög mismunandi á milli kynjanna og því aðrar fótboltalegar aðstæður í þjálfun og uppsetningu leikja í þessum eldri flokkum sérstaklega sem ég myndi segja að væri helsti munurinn.

En yngri flokka og mfl þjálfun hins vegar ?

Það er gríðarlega mikill munur á þjálfun í yngri flokkum og í meistaraflokki Ég hef nú sjálfur einungis fengið smjörþefinn af meistaraflokksþjálfun og þá helst síðustu tvö ár þar sem ég hef fengið að vera í teyminu með Jóni Óla og Sísí í meistaraflokki kvenna sem hefur verið virkilega gefandi og þroskandi fyrir mig.

Þá fékk ég einnig að fylgjast náið með Jonathan Glenn og Todor Hristov stýra meistaraflokki kvenna og á ég þeim mikið að þakka fyrir það einnig. Þegar ég var enn yngri var einnig gaman að fá að fylgjast með Ian Jeffs og þeim Andra og Birki sem voru með meistaraflokkana.

Helsti munurinn á þjálfuninni finnst mér vera í kennslunni sem er nauðsynleg í yngri flokkunum þar sem þar erum við með stóran hóp af krökkum, það þarf að hlúa vel að þeim öllum því þú veist aldrei hver þeirra á eftir að ná langt og það er óraunhæft að ætla að segja í 7 flokki fyrir víst hvaða krakkar muni ná allra lengst

Þess vegna er mikilvægt að kveikja áhuga hjá öllum krökkunum og stuðla að því að öllum líði vel og geti notið sín í knattspyrnunni hjá ÍBV Í meistaraflokknum snýst mikið um að sækja úrslit og er markmiðið þar að enda sem hæst í deildinni á hverju ári fyrir sig, það er hlutur sem er oftast ekki aðalmarkmiðið í yngri flokkunum

Guðmundur Tómas Sigfússon, þjálfari hjá

„mikilvægt að krakkarnir séu góðir

liðsfélagar“

Er eitthvað sérstakt sem þú leggur sérstaka áherslu á í þjálfun ?

Það er misjafnt á milli hópa hvar aðalárherslurnar eru en þegar ég hef verið að þjálfa í yngri flokkunum, þá helst í 6. og 5. flokki, þá hefur aðalatriðið verið að leikmenn geti upplifað sig örugga á æfingum þar sem þeir fá að gera mistök og fái að hafa gaman

Mér finnst líka mikilvægt að krakkarnir séu góðir liðsfélagar því það getur skipt miklu máli fyrir félagið okkar hversu stórir hóparnir okkar séu, upp á það að krakkarnir fái verkefni við hæfi upp alla yngri flokkana.

Ertu ekki stoltur af árangri ykkar stelpna í sumar og komast aftur upp í Bestu deildina ?

Ég er mjög stoltur af því hvernig stelpurnar léku á tímabilinu, það var góð grunnvinna lögð fyrir tímabilið þar sem sóttir voru mjög öflugir erlendir leikmenn og auk þeirra áttum við góða erlenda leikmenn fyrir hjá félaginu sem maður fer nú bara að kalla Vestmannaeyinga fyrir allt það sem þær hafa gert fyrir félagið. Jón Óli og Sísí unnu líka frábært starf fyrir stelpurnar í allt sumar og það var gaman að fá að vera lítill hluti af frábærri heild sem meistaraflokkur kvenna var á tímabilinu.

Gríðarlega margar stelpur sem ég var og hef verið að þjálfa síðustu ár í 3 og 2 flokki blómstruðu líka á tímabilinu og það var gaman að sjá þær uppskera eftir þá miklu vinnu sem þær höfðu lagt á sig árin á undan.

Hvernig líst þér á komandi sumar í Bestu deildinni hjá þínum stelpum ?

Miðað við hvernig stelpurnar stóðu sig í sumar leyfir maður sér að vera bjartsýnn fyrir komandi tímabili því það voru margir þættir hjá okkur á tímabilinu sem voru virkilega flottir

Það er þó ljóst að Besta deildin hefur líklega aldrei verið eins jöfn og hún mun vera á næstu leiktíð, ég veit að þetta er oft sagt fyrir tímabil en ég trúi því að það verði lítið sem muni skilja á milli liðanna sem verða í fallsætunum og næstu 5-6 fyrir ofan þau.

Það hefur líka sannað sig margoft að Jón Óli er virkilega öflugur í að búa til lið og setja upp leiki og ég er þess vegna bjartsýnn fyrir komandi tímabili.

Tryggjum ánægðustu viðskiptavinina

Sjóvá hefur verið efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni 8 ár í röð

Sjóvá | sjova.is | 440 2000 | sjova@sjova.is

Sigfússon,

„hef mikinn áhuga á því að hjálpa iðkendum hjá ÍBV að verða betri leikmenn og einstaklingar. “

Hver stefnir þú í þjálfun ?

Þetta er flott spurning og virkilega erfitt að svara henni, ég er enn að reyna að fóta mig í þjálfun og hef enn brennandi áhuga á þjálfun yngri flokka. Ég hef mikinn áhuga á því að hjálpa iðkendum hjá ÍBV að verða betri leikmenn og einstaklingar.

Ég yrði ekkert fúll ef ég væri enn yngri flokka þjálfari hjá ÍBV eftir nokkur ár og tel mig heppinn að njóta stuðnings frá starfsmönnum og foreldrum iðkenda hjá félaginu.

Ég vil reyna að gefa eins mikið til baka til ÍBV og ég get og í leiðinni þakka félaginu fyrir það sem félagið hefur gefið mér á minni lífsleið.

Hvar sérðu þig eftir 10 ár í þjálfun ?

Ég er ekkert að flýta mér í áttina að því að verða aðalþjálfari í meistaraflokki og ég hugsa að ég sé ekki tilbúinn í það eins og er

Ég vil fá að halda áfram að þjálfa hjá ÍBV og fá að gera mistök og þroskast sem þjálfari á svipuðum hraða og ég hef fengið að gera það síðustu ár.

Ég væri að ljúga því samt ef ég segði að mig langaði aldrei að taka við meistaraflokki hjá ÍBV, það er svona stefnan að ná að gera það einhvern tímann í framtíðinni, samt ekki eins og er því mér finnst félagið vera mjög ríkt af þeim þjálfurum sem nú þjálfa meistaraflokkana okkar.

Þá væri draumur að þjálfa meistaraflokk hjá ÍBV einn daginn og að það lið innihéldi einhverja af þeim fjölmörgu leikmönnum sem ég hef fengið að þjálfa í yngri flokkunum.

Eitthvað að lokum ?

Ég vil fá að þakka foreldrum iðkenda hjá félaginu fyrir samstarfið síðustu ár sem hefur verið einstaklega gott og þakka ég starfsmönnum núverandi og fyrrverandi hjá félaginu fyrir að hafa tekið mér svo vel og hjálpað mér við að fóta mig í starfi.

Helena Hekla Hlynsdottir, leikmaður ÍBV

„ Það er margt sem við getum verið stoltar af eftir tímabilið “

Helena Hekla Hlynsdóttir, er 22 ára og þrátt fyrir ungan aldur orðin algjör lykilleikmaður í öflugu liði meistaraflokks sem mun leika í Bestu deildinni á komandi tímabili. Hún kom fyrst til ÍBV 2018 og hefur síðan leikið síðastliðin þrjú tímabil með ÍBV

Það má segja að hún sé komin á sínar heimaslóðir þar sem móðir hennar Anna Lára Guðjónsdóttir fæddist og ólst upp í Eyjum

Helena Hekla er mikil fyrirmynd innan sem utan vallar og ávallt jákvæð og tilbúin að leggja starfinu hjá ÍBV lið. Við fengum hana í stutt spjall um boltann.

Í hvernig standi ertu eftir tímabilið?

Það er auðvitað smá þreyta en í heildina er ég í góðu standi og ekki með nein slæm meiðsli efir tímabilið líkt og í fyrra.

Við erum búnar að fá góða hvíld síðan í september og núna er undirbúningstímabilið hjá okkur að hefjast.

Ertu sátt með tímabilið hjá ykkur í sumar ?

Já, ég held að það sé nú ekki annað hægt en að vera sátt miða við árangurinn okkar í sumar.

Það er margt sem við getum verið stoltar af eftir tímabilið og vonandi náum við að byggja ofan á það til að undirbúa okkur vel fyrir næsta tímabil í sterkari deild.

Hlynsdottir,

„ mér líður mjög vel hér í eyjum

bæði innan sem utan vallar “

Hvernig líst þér á tímabil næsta sumar í Bestu deildinni ?

Bara mjög vel, það verður bæði krefjandi og spennandi að stíga upp í Bestu deildina.

Það var mikil gleði og góð liðsheild hjá okkur í sumar sem ég tel mjög mikilvægt að við tökum með okkur inni næsta tímabil til að halda áfram að ná góðum árangri.

Nú ertu ný búin að skrifa undir tveggja ára framlengingu á þínum samningi, var aldrei spurning að halda áfram í Eyjum ?

Nei í raun ekki, mér líður mjög vel hér í eyjum bæði innan sem utan vallar.

Mér finnst liðið sjálft frábært en einnig hefur samfélagið í eyjum tekið vel á móti mér.

Ég er heppin með fólkið sem ég hef kynnst síðan ég kom og það hjálpaði mikið við að gera þessa ákvörðun auðvelda fyrir mig

Helena Hekla Hlynsdottir, leikmaður ÍBV

„ alltaf liðið vel í eyjum “

„stefni ekkert á að fara

annað“

Hvernig kanntu við þig í þínum heimahögum ?

Ég á ekki beint neina heimahaga en hefur alltaf liðið vel í eyjum þegar ég kom í heimsókn þegar ég var yngri.

Ég kann mjög vel við mig hér og stefni ekkert á að fara annað.

Núna hef ég búið hér í rúm tvö ár og verður þetta mitt heimili næstu tvö árin

Þannig ég tel Vestmannaeyjar hægt og rólega verða partur af mínum heimahögum.

Ég kann mjög vel við mig hér og stefni ekkert á að fara annað

Magnússon,

„Ef það næst eyjastemning og stöðugleiki í frammistöðu er okkur allir vegir færir.“

Herra ÍBV, Sigurður Arnar Magnússon, hefur þrátt fyrir að aðeins vera hálf þrítugur leikið í tæp 10 ár fyrir mfl. og er að skríða í 200 leiki fyrir félagið.

Við byrjuðum að spyrja hann hvernig standi hann væri eftir tímabilið ?

Standið er ágætt og hausinn líklega þreyttari en skrokkurinn.

Ég er þegar byrjaður að æfa til að halda mér við og reyni að hafa æfingarnar frábrugðnar því sem er yfir tímabil til að breyta til og hvíla hausinn en í leiðinni halda líkamlegu standi í góðu lagi.

Ertu sáttur með tímabilið hjá ykkur?

Ég er þokkalega sáttur með tímabilið þó að maður sé gráðugur og vilji alltaf meira. Við höfðum okkar markmið innan liðsins sem náðust ekki alveg en við vorum mjög nálægt því.

Ég er frekar ósáttur með hvernig við enduðum tímabilið en allt í allt þá spiluðum við góðan fótbolta og náðum í ásættanleg úrslit. Tókum einnig stig af öllum liðunum í deildinni svo við sýndum að við getum keppt við öll þessi lið.

Hvernig líst þér á næsta tímabil?

Við erum svo ný kominn úr þessu tímabili að maður hefur ekki náð að setja hausinn mikið á það Nú er ég að reyna aðeins að kúpla mig út áður en alvöru æfingar hefjast aftur.

Ef við höldum áfram að bæta okkur að þá er möguleiki að fara að berjast um mjög svo skemmtilega hluti Ef það næst eyjastemning og stöðugleiki í frammistöðu er okkur allir vegir færir.

TheOriginal

Sigurður Arnar Magnússon, Herra ÍBV

„ein besta ákvörðun í mínu lífi“

Nú varst þú í háskóla í USA og kepptir með Ohio State, var langur aðdragandi að því ?

Það var það alls ekki, þeir leikmenn sem komu inn á sama tíma og ég voru flestir búnir að semja við skólann áður en ég byrjaði mitt ferli.

Ég vissi svo sem alltaf af möguleikanum sitjandi á milli

Jonna frænda og Sigga Ben í klefanum sem þá störfuðu báðir fyrir Soccer and Education USA. Ég hóf mitt ferli í byrjun Janúar 2023 og var kominn út í ágúst sama ár Margir eru að vinna í þessu í tvö ár.

Hvernig upplifun var það ?

Það var frábær upplifun og ein besta ákvörðun í mínu lífi Ég upplifði ótrúlega góða tíma þarna en einnig einhverja erfiðustu tíma lífs míns.

Ég held að mjög fáir fari í háskóla boltann og fari ekki í gegnum erfiða tíma, stundum þarf bara aðeins að þrauka og þá uppsker maður. Ég þroskaðist mikið, eignaðist góða vini og bætti mig sem leikmaður.

Hvernig gekk ykkur í mótinu?

Fyrra árið mitt var lélegt, ég kom út með beinmar og er verkjaður eiginlega allt tímabilið.

Við enduðum í 6. sæti í deildinni og töpuðum svo í vítakeppni í undanúrslitum í úrslitakeppninni í Big Ten sem er deildin sem Ohio State spilar í. Það ár komumst við ekki í landsmótið sem 48 lið komast í.

Sigurður

Arnar Magnússon, Herra ÍBV

„verður fyrir byssuskoti úr bifreið

fyrir utan heima hjá sér“

Seinna árið var frábært, við unnum deildina og unnum síðan tvöfalt þegar við unnum Michigan 1-0 heima í úrslitaleik fyrir framan 10.500 manns. Michigan eru algjörir erkifjendur Ohio State og hef ég aldrei orðið vitni af öðrum eins ríg

Þegar við spiluðum við þá úti voru litlir krakkar að senda manni miðjufingurinn og fullorðið fólk að blóta manni fyrir það hvaða skóla maður spilar fyrir

Við fórum í landskeppnina þar sem við vorum “rankaðir” nr 1 í landinu og taldir líklegastir til að verða landsmeistarar. Aðeins búnir að tapa einum leik á tímabilinu

Við erum á þvílíku róli vinnum sterk lið Western Michigan og Stanford áður en við rúlluðum yfir Wake Forrest 3-0 og þeir áttu ekki skot á mark í 8 liða úrslitum, en þeir voru ríkjandi ACC meistarar sem er talin sterkasta deildin í háskóla boltanum

Með því tryggðum við okkur inn í College cup sem er einskonar final four helgi. Mannskapurinn var því mjög hátt uppi þangað til seinna um kvöldið þar sem okkur var skellt harkalega á jörðina.

Liðsfélagi minn, Nate, var þá að koma heim eftir að hafa fengið sér pizzu og verður fyrir byssuskoti úr bifreið fyrir utan heima hjá sér

Byssukúlan var aldrei ætluð honum, heldur var verið að skjóta úr bíl á annan bíl og hann bara ótrúlega óheppinn. Hann var næstum því dáinn tvisvar þarna um nóttina og gáfu læknarnir honum 1% líkur á að lifa af, einnig sögðu þeir að ef hann myndi lifa þá yrði hann það sem eftir er með næringu í æð og stóma, að hann myndi aldrei borða mat aftur.

Hann er hins vegar karakter sem lætur ekki segja sér hvað hann getur og hvað hann getur ekki. Hann var byrjaður að borða eftir viku, fór í skíðaferð þremur mánuðum seinna og byrjaði að spila með liðinu aftur 8 mánuðum seinna

Undanúrslitaleikurinn á móti

Marshall var eftir og var mjög erfitt að gíra sig rétt í hann. Við vorum þó staðráðnir í að vinna þetta fyrir Nate sem gat ekki verið með okkur enn tók ekki annað í mál enn að við færum til Norður Karólínu og kláruðum síðasta titilinn í þrennunni sem hafði aldrei verið gert í Big Ten

Við spiluðum þvílíkt vel en náðum ekki að skora, þrátt fyrir mörg færi og töpuðum 1-0 í leik þar sem við vorum með mikla yfirburði. Einhver kom því að orði eftir leik að Nate hefði klárað heppnina sem allir voru mun meira en sáttir með.

Líklega ein erfiðasta vika lífs míns fyrir þennan leik, enn maður er enn þá svo þakklátur fyrir að vinur manns hafi lifað þetta af

Hvernig gekk námið ?

Námið gekk vel, ég fór út með Emilíu kærustu minni sem reyndar lét minn námsárangur líta illa út Ég átti samt frekar auðvelt með þetta enda með góðan grunn úr HÍ.

Það gekk þó allavega það vel að maður var reglulega að fá verðlaun fyrir námsárangur enda mikil áhersla lögð á að sinna náminu þegar maður fer í háskólabolta.

Mundirðu mæla með því fyrir unga drengi og stúlkur að fara til Bandaríkjanna í skólafótboltann þar ?

Ég myndi klárlega mæla með því, þetta verður pottþétt erfitt en maður fær það svo margfalt til baka.

Fyrir stelpur myndi ég sérstaklega mæla með því enda kvennaknattspyrna mjög framarlega í Bandaríkjunum og háskólaboltinn með gríðarlega sterkar deildir.

Við ættum að vera komin með tilfinningu fyrir því í Vestmannaeyjum enda fengið marga stórkostlega leikmenn úr þessum deildum.

Eitthvað að lokum?

Mig langar að þakka fyrir stuðninginn í sumar sem var mjög góður

Sérstaklega minnistætt í kringum bikarleiki og þá sérstaklega fáninn á Valsleiknum sem var sturlaður!

160 krakkar tóku þátt í fótboltaskólanum

Í vor voru haldnir fótboltaskólar fyrir yngstu iðkendur félagsins.Voru skólarnir haldnir í samstarfi við Heildverslun Karls Kristmanns. Skólarnir voru undir stjórn Óskars Zoega og Guðnýjar Geirsdóttur, auk annarra þjálfara ÍBV og leikmanna meistaraflokka félagsins.

Það voru um 160 krakkar sem tóku þátt og var gaman að sjá leikmenn meistaraflokka félagsins tengjast enn betur yngri iðkendum félagsins og gáfu af sér til komandi kynslóða

Sérstakir þakkir fá: Óskar Zoega, Guðný Geirsdóttir, Kjartan Stefánsson, Yngvi Borgþórsson, Kristian Barbuscak, Guðmundur Sigfússon, Sigríður Lára Garðarsdóttir Maks Bulga, Arnór Sigmarsson Emil Gautason, Sigríður Inga Kristmannsdóttir, Ingólfur Arnarsson, leikmenn meistaraflokks karla og kvenna, Vestmannaeyjabær, TM, Orkan og Heildverslun Karls Kristmanns.

Hreinsunardagur ÍBV tókst vel

Hreinsunardagur ÍBV og Terra sem var haldinn á laugardaginn 7. júní sl. tókst mjög vel. ÍBV vann hann í góðu samstarfi við Terra og Vestmannaeyjabæ. Tekið var til í kringum mannvirki félagsins.

Það var öflugur hópur félagsmanna sem mættu og gerðu þetta að frábærum degi undir dyggri stjórn Björns Elíssonar.

Bjössi Ella hefur verið aðaldriffjöðrin að láta þennan dag verða að veruleika. Auk þess viljum við nota tækifærið og þakka sérstaklega þeim Jóa Jóns og Björgvini Eyjólfssyni fyrir þeirra mikilvæga framlag.

Þá kom Terra og Vestmannaeyjabær sterk inn að þessu sinni enda báðum aðilum sérstaklega annt um að gera sitt til að fegra umhverfið á eyjunni okkar fögru.

Það var gaman að sjá leikmenn, þjálfara, stjórnarmenn, stuðningsfólk, starfsfólk ÍBV, yngri iðkendur og aðra sjálfboðaliða leggja sitt að mörkum við að fegra í kringum umhverfi mannvirkja félagsins

Dagurinn tókst vel og var virkilega gaman að sjá hverju við getum áorkað er við öll leggjumst á árarnar. Við getum verið stolt af okkar öfluga og góða fólki.

Myndir frá Hreinsunardegi

ÍBV Íþróttafélag hefur starfrækt Afreksakademíu í samstarfi við FÍV frá því í ársbyrjun 2011 og Íþróttaakademíu í samstarfi við GRV frá því ársbyrjun 2012.

Við útskrift úr GRV í sumar voru það 22 iðkendur útskrifuðust úr akademíunni og fengu bronsmerki ÍBV að því tilefni

Iðkendur stunda akademíuna í 9. og 10. bekk, þau fá tvær styrktaræfingar á viku ásamt bóklegum tíma eða sundi ásamt því fá þau tækniæfingar í fjórum 3 vikna lotum. Við getum verið stolt af okkar öfluga og góða fólki.

Herra- og konukvöld tókust vel

Í lok apríl fóru fram hin árlegu konu- og herrakvöldin okkar. Bæði kvöldin þóttu gríðarlega vel heppnuð og vill Knattspyrnudeildin þakka þeim fjölmörgu aðilum sem tóku þátt í að gera þessi kvöld möguleg og jafn glæsileg og raunin var.

Það er gott að vita hve öflugt bakland við höfum og hvers við erum megnug er við leggjumst öll á árarnar. Innilegt þakklæti til ykkar allra. Áfram ÍBV

Áfram ÍBV

Áfram ÍBV

Steini Pípari

STEINI

Glófaxi ný glæsileg

félagsaðstaða yngri flokka

Í maí var tekin í notkun ný félagsaðstaða yngri flokka ÍBV í Týsheimilinu (þar sem ræktin var áður). Aðstöðunni hefur verið gefið nafnið GLÓFAXI til heiðurs Bedda heitnum á Glófaxa, en hann var dyggur styrktaraðili félagsins og vel við hæfi að hafa Glófaxa við hliðina á Gullberginu.

Glófaxa feðgar Halli og Beddi tóku opnunarleik í fótboltaspilinu, það var hörkuleikur sem endaði með sigri Halla Bedda 3-1.

Aðstaðan er hugsuð fyrir yngri iðkendur félagsins, til að geta sest niður á milli æfinga og borðað nesti, spila ofl. Opið verður 12-18 virka daga. Einnig geta þjálfarar/foreldrar nýtt aðstöðuna til að hittast með flokka til að horfa á leiki eða bara fyrir skemmtikvöld.

Verkefnið fékk styrk frá Vestmannaeyjabæ í gegnum „Viltu hafa áhrif?“.

Glófaxi

Herrakvöldið í Reykjavík tókst vel

Herrakvöld okkar í Reykjavík var haldið í maí í Safamýrinni og tókst mjög vel. Þetta var eitt fjölmennasta Herrakvöld sem ÍBV hefur haldið og voru um 180 peyjar sem skemmtu sér saman þetta kvöld. Sérstakur Heiðursgestur var sjálfur Ásgeir

Sigurvinsson nýorðin sjötugur og var kvöldið byggt upp honum til heiðurs.

Martin Eyjólfsson (Malli) sá um veislustjórn og Kristófer H. Helgason (Kristó Helga) sá um matseldina einn síns liðs fyrir 180 manns og geri aðrir betur. Án þessara Heiðursmanna hefði þetta kvöld aldrei orðið jafn glæsilegt og raunin varð. Vill ÍBV þakka þeim sérstaklega fyrir þeirra einstaka framlag í að gera þetta kvöld að veruleika. Yndislegt að eiga slíka höfðingja að.

Myndir frá Herrakvöldinu

Myndir frá Herrakvöldinu

Takk fyrir stuðninginn innan sem

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.