Fjörutíu árum eftir að jörðin rifnaði á Heimaey, nánast við bæjardyrnar á Kirkjubæ, vitjar Edda Andrésdóttir liðinna tíma. Annars vegar þess þegar hún var þar stelpa á sumrin hjá ömmu sinni og móðurfólki. Hins vegar dvalarinnar þegar hún, nýorðin blaðamaður, fylgdist með fjölmörgum húsum bernskunnar verða hrauni, ösku og eldi að bráð.