Patrice er þrítugur arkitektanemi af íslenskum ættum sem vinnur með náminu á lúxushóteli í París. Lífið er í föstum skorðum þar til hann kemst í kynni við hina heillandi Mirabelle, konu auðugs demantakaupmanns, sem er að leita sér að nýju leikfangi ...
Karl Fransson er íslenskur rithöfundur sem hefur víða getið sér gott orð og hlotið ýmsar viðurkenningar á ferli sínum en Elskhuginn er fyrsta erótíska skáldsaga hans