Bæklingurinn Sterkari í starfi inniheldur fjölbreytt námskeið á mörgum fagsviðum, sem hugsuð eru fyrir fólk til að efla sig í starfi.
Endurmenntun hefur undanfarið stóraukið úrval sitt á fjarnámskeiðum og í bæklingi þessum verða þau námskeið sem öruggt er að verði kennd í fjarkennslu merkt með myndavélatákni. Fjarnámskeiðin fara fram í rauntíma í ZOOM þar sem þátttakendur geta tekið virkan þátt í umræðum með kennara.