Íbúinn 16. febrúar 2017

Page 1

Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

5. tbl. 12. árgangur

16. febrúar 2017

Stelpurnar í Skallagrími lönduðu silfurverðlaunum í bikarkeppninni í ár. Hér eru þær að taka við silfurverðlaunum eftir naumt tap gegn Keflavík í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni. Mynd: Ómar Örn Ragnarsson

Silfrið í Borgarnes Kvennalið Skallagríms í körfubolta vann til silfurverðlauna í bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands í meistaraflokki kvenna maltbikarnum. Miðvikudaginn 8. febrúar lék liðið gegn Snæfelli í undanúrslitaleik í æsispennandi leik vesturlandsliðanna. Réðust úrslit þegar tæpar fimm sekúndur voru til leiksloka en þá skoraði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, íþróttamaður Borgarfjarðar 2016, þriggja stiga körfu og kom Skallagrími tveimur stigum yfir. Úrslitin urðu 70-68 Skallagrími í vil. Skallagrímsstelpurnar mættu svo gríðarsterku liði Keflavíkur í úrslitaleik á laugardaginn var. Stuðningsmenn Borgnesinga fjölmenntu í höllina og má

segja að Skallagrímur hafi unnið stúkuna en stemmningin meðal áhorfenda úr Borgarnesi var gríðarlega góð. Lið Skallagríms átti á brattann að sækja og náðu Keflvíkingar töluverðri forystu í upphafi leiksins. En stelpurnar úr Borgarnesi gáfust ekki upp og unnu niður forskot Keflvíkinga jafnt og þétt. En þrátt fyrir hetjulega baráttu og að þær hafi náð að jafna gegn Keflvíkingum náðu Skallagrímsstelpurnar aldrei forystu í leiknum og þegar leiktíminn var úti höfðu Keflvíkingar tveggja stiga forystu. Þeir bættu svo einu stigi við í vítaskoti þannig að úrslitin urðu 65-62 Keflvíkingum í vil. Eftir stórskemmtilega bikarviku hjá kvennaliði Skallagríms tekur deildarkeppnin, Dominos

deildin, við að nýju. Þar eru Skallagrímsstelpur efstar eins og staðan er núna. Þegar Íbúinn fór í prentun stóð fyrir dyrum leikur stelpnanna gegn Val sem haldinn var í gærkvöldi, miðvikudaginn 15. febrúar. Úrslitin eru því ekki ljós þegar þetta er skrifað. Svo verður stórleikur í Fjósinu nú á laugardaginn 18. febrúar kl. 16:30 þegar nágrannarnir í Snæfelli koma í heimsókn. Skallagrímsstelpur eru efstar í Dominosdeildinni eins og staðan er núna og gríðarlega mikilvægt að halda þeirri stöðu út tímabilið, efsta sætið gefur heimaleikjarétt þegar út í úrslitakeppni er komið og er mikilvægt að halda því þar sem heimavöllurinn er Skallagrími dýrmætt vígi.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.