ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
33. tbl. 14. árgangur
17. október 2019
Mikið yfirborðsvatn var í Grábrókarhrauni í og eftir vatnsveðrið eftir miðjan septembermánuð síðastliðinn eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Getgátur hafa verið uppi um að það hafi haft einhver áhrif á að mengun barst í vatnsbólið í Grábrókarhrauni. Veitur vilja ekki geta sér til um ástæðu mengunarinnar á meðan á rannsókn stendur. Mynd: Olgeir Helgi
Vatnið drykkjarhæft Óhætt er orðið að drekka kranavatn sem kemur úr vatnsbólinu í Grábrókarhrauni. Gerlamengun hefur verið í vatninu nú í október og Veitur sem reka vatnsveituna hafa ráðlagt neytendum að sjóða neysluvatnið. Nú í vikunni var tekinn í notkun svokallaður
lýsingarbúnaður við vatnsbólið en vatnið er tekið úr tveimur borholum, 30 og 36 metra djúpum. „Við höfum mjög góða reynslu af notkun svona búnaðar í vatnsbólinu sem þjónar Skagamönnum og það hefur ekki komið upp nein mengun af þessu
tagi síðan búnaðurinn var tekinn í notkun þar,“ segir Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Veitna í samtali við Íbúann. Svona mengun er algengari í opnum vatnsbólum en borholum eins og í Grábrókarhrauni. „Þess vegna kom þetta okkur mikið á óvart,“ segir Eiríkur.
Láttu okkur prenta skýrslurnar fyrir þig Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is
Hágæðaprentun í vönduðum stafrænum prentvélum Innbinding að þínum óskum