Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
14. tbl. 10. árgangur
16. apríl 2015
Góður gestur Golfklúbbur Borgarness (GB) fékk Birgi Leif Hafþórsson í heimsókn á dögunum. Hann er margfaldur íslandsmeistari og eini íslenski kylfingurinn sem hefur unnið sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröð atvinnumanna. Birgir Leifur stýrði æfingu barna- og unglinga GB og hélt fyrirlestur um hvernig hann náði þeim árangri sem hann hefur náð. Krakkarnir hlustuðu af miklum áhuga og höfðu með sér veganesti út í lífið. Umræðan
Áhugasamir golfarar úr ungmennahópnum ásamt Birgi Leifi Hafþórssyni (bláklæddum). Mynd GB
snerist ekki eingöngu um golf heldur líka um aðrar íþróttir og lífið almennt. Birgir Leifur talaði mikið um aga, heilbrigðan lífsstíl og eljusemi. Bráðlega fer að fjölga æfingum
í barna- og unglingastarfi GB og þær færast út í vorið þegar veður leyfir. Fá má upplýsingar um ungmennastarf klúbbsins á FB síðunni: Golfhópur ungmenna í Borgarbyggð.
Lúðar og létt tónlist Stórskemmtikvöld í Hjálmakletti Borgarnesi 24. apríl kl. 20.00
Hvanndalsbræður - Gísli Einars - Sóli Hólm Miðasala á :www.tix.is Fíflagangur og fjörug lög Síðast komust fleiri að en vildu!