ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
13. tbl. 15. árgangur
20. maí 2020
Eldur í illfæru Grábrókarhrauni Um hundrað manns börðust í hartnær tólf tíma við mikinn gróðureld sem geysaði í Grábrókarhrauni í Norðurárdal á mánudagskvöldið. Sigurður Leopoldsson í Hraunbæ varð fyrstur var við eldinn og tilkynnti Bjarna Þorsteinssyni slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um hann. Upptökin virðast hafa verið við Gæsahólma skammt neðan Paradísarlautar. Bjarni segir nánast all sitt lið frá Slökkviliði Borgarbyggðar hafa komið að slökkvistörfum ásamt mannskap og tækjum bæði frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar og
Slökkviliði Suðurnesja. Einnig var mannskapur og tæki frá Björgunarsveitunum Heiðari,
Ok og Brák og bændum. Bjarni telur sígarettuglóð líklegustu eldsupptökin.
Hér er hluti slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna að bera búnað í grófu og illfæru apalhrauninu frá svæði þar sem búið er að slökkva eldinn að öðru svæði þar sem enn logar. Myndir: Olgeir Helgi