Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
7. tbl. 10. árgangur
26. febrúar 2015
Barið í brestina í Lyngbrekku
Alls leika 20 manns hin ýmsu hlutverk í söng- og gamanleiknum Barið í brestina eftir Guðmund Ólafsson, en æfingar standa nú sem hæst hjá Leikdeild Umf. Skallagríms. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Stefnt er á að frumsýna í Lyngbrekku föstudaginn 6. mars nk. Mynd: Olgeir Helgi
Leikdeild Umf. Skallagríms æfir nú af fullum krafti söng- og gamanleikinn Barið í brestina eftir Guðmund Ólafsson. Stefnt er á að frumsýna í Lyngbrekku föstudaginn 6. mars nk. Sögusviðið er sambyggð heilsugæslustöð og hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Óvænt er velferðarráðherra væntanlegur í heimsókn. Í ljós kemur að fjárveiting sem ráðherrann hafði útvegað til tækjakaupa hafði verið notuð í knattspyrnuliðið.