Hollt & gott í hádegi alla daga!
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
33. tbl. 7. árgangur
8. nóvember 2012
Spenna í kvöld
Á meðfylgjandi mynd á Orri Jónsson í fullu tré við andstæðing en Carlos Medlock fylgist álengdar með. Mynd: Olgeir Helgi
Það verður örugglega vel þess virði að skella sér á pallana í „Fjósinu“ í kvöld og sleppa fram af sér beislinu í hömlulitlu stuðningsstuði en þá mæta strákarnir okkar í Skallagrími sterku liði Grindavíkur í Úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Úrvalsdeildarleiknum sem fara átti fram á Sauðárkróki fyrir viku var frestað. Í lengjubikarnum höfðu Keflvíkingar betur gegn Skallagrími síðasta sunnudag. Leikurinn í kvöld fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi (Fjósinu) og hefst kl. 19.15.
Listsköpun unga fólksins
ÅHeyrði ég í hamrinum huldumeyjar syngja, samhljóminn klingja...“ Guðrún Jóhannsdóttir frá Sveinatungu
Tónleikar og ljóðasýning Safnahúsið og Tónlistarskólinn bjóða til tónleika þann 13. nóvember næstkomandi. Nokkrir nemendur Tónlistarskólans flytja frumsamið efni byggt á þulum eftir borgfirskt ljóðskáld og börn úr 5. bekkjum grunnskóla í Borgarfirði og nágrenni sýna ljóð sem þau hafa samið á undanförnum vikum undir leiðsögn kennara. Dagskráin er haldin í tengslum við Dag íslenskrar tungu. Tónleikarnir verða í salnum á neðri hæð Safnahúss og hefjast kl. 18.00. Þeir standa í um hálfa klukkustund, svo verður ljóðasýningin opnuð á efri hæðinni. Kaffiveitingar í lok dagskrár.
Allir velkomnir! Safnahús Borgarfjarðar Tónlistarskóli Borgarfjarðar