Land og saga 45. tölublað

Page 20

LAND & SAGA

ÍSLENSK JARÐVARMAÞEKKING NÝTIST KÍNA VEL Viðtal við Guðna A. Jóhannesson, fyrrverandi forstjóra Orkustofnunar

O

rkustofnun er til húsa á Grensásvegi sem fyrir fimmtíu árum var í útjaðri Reykjavíkur. Hún var stofnuð á sjöunda áratug 20. aldar þegar lengsta jökulfljót landsins, Þjórsá, var virkjuð. Virkjun Þjórsár ásamt álverinu í Straumsvík mörkuðu þáttaskil í atvinnuháttum Íslendinga; - iðnvæðing

20 20 | www.landogsaga.com

gerbreytti íslensku samfélagi og myndaði aðra meginstoð atvinnuhátta þjóðarinnar. Orkustofnun var stofnun á vegum iðnaðarráðuneytisins sem nú er atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Orkustofnun fer með stjórnsýslu og ráðleggur ríkisstjórn um orkunýtingu; vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir; aflar

þekkingar á orkulindum landsins. Stofnunin annast stjórnsýslu og eftirlit með raforkulögum. Skömmu eftir að Orkustofnun var stofnuð upp úr miðjum sjöunda áratugnum, var Ísland í miklum efnahagserfiðleikum eftir að síldin hvarf af Íslandsmiðum. Þúsundir landsmanna


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.